Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM.
Íslensku stelpurnar mæta Hvíta-Rússlandi í Minsk klukkan 15.00 að íslenskum tíma en þetta fjórði leikur íslenska liðsins í riðlinum.
Freyr er með systurnar Margréti Láru og Elísu Viðarsdætur báðar í byrjunarliði sínu en Margrét Lára ber fyrirliðabandið og Elísa er að fara að leika sinn 25. landsleik í dag.
Elín Metta Jensen er í byrjunarliðinu í dag en þær Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen eru báðar á bekknum. Elín Metta kom sterk inn á kantinum á Algarve-mótinu fyrr á árinu en hún hefur hingað til spilað mest sem framherji.
Hinar öflugu Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru að sjálfsögðu saman á miðjunni og miðverðirnir eru sem fyrr þær Anna Björk Kristjánsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir.
Byrjunarlið Íslands á móti Hvíta-Rússlandi:
Markmaður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Varnarmenn: Hallbera Guðný Gísladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Elísa Viðarsdóttir.
Miðjumenn: Fanndís Friðriksdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen.
Sóknarmenn: Harpa Þorsteinsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Fyrirliði).
Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn


„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti

