Harpa með þrennu í fjórða sigri stelpnanna í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 16:51 Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrjú mörk í Minsk. Vísir/Hilmar Þór Guðmundsson/KSÍ Íslenska kvennalandsliðið er áfram með fullt hús í riðli sínum í undankeppni EM 2017 eftir flottan 5-0 útisigur á Hvíta Rússlandi í fyrsta mótsleik ársins. Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en það var fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútna leik. Margrét Lára var þarna að skora sitt 76. mark fyrir A-landsliðið og bætir enn við metið sitt. Íslenska liðið er með tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 17-0. Liðið er enn í öðru sæti, þremur stigum á eftir Skotlandi en á leik inni á Skotana sem hafa líka unnið alla sína leiki. Íslenska liðið vann fyrri leik liðanna 2-0 á Laugardalsvellinum en heimastúlkur áttu fá svör við þeim íslensku á gervigrasinu í Minsk í dag. Næsti leikur íslenska liðsins er úti í Skotlandi 3. júní næstkomandi og er það án vafa annar af tveimur úrslitaleikjum riðilsins. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi í 1-0 á 13. mínútu með laglegu skoti frá vítateig eftir frábæra langa sendingu frá Fanndísi Friðriksdóttur. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað markið í tómt markið á 24. mínútu eftir að Dagný Brynjarsdóttir gaf boltann óeigingjarnt á hana. Harpa skoraði síðan fjórða markið á 34. mínútu með skalla eftir að Elín Metta Jensen skallaði fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur á hana. Harpa innsiglaði síðan þrennuna sína á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Fanndísi. Dagný Brynjarsdóttir kórónaði flottan leik sinn með því að skora fimmta markið á 86. mínútu og enn á ný kom markið eftir undirbúning Fanndísar Friðriksdóttur. Fanndís tók þá frábæra hornspyrnu og Dagný skoraði með laglegum skalla úr teignum. Það var lokamark leiksins og íslensku stelpurnar hafa farið á kostum í þremur útileikjum sínum í undankeppninni. Þrír sigrar og fimmtán mörk í þremur leikjum. Íslensku stelpurnar léku léttleikandi og skemmtilegan fótbolta í dag og helst mátti gagnrýna liðið fyrir fyrirgjafirnar sem voru oft ekki nógu góðar. Hápressan, samspilið og vinnslan í liðinu voru til mikillar fyrirmyndar og stelpurnar og þjálfarinn Freyr Alexandersson eigi mikið hrós skilið fyrir vel upp lagðan leik. Dagný Brynjarsdóttir vann boltann hvað eftir annað á miðjunni og Sara Björk Gunnarsdóttir stjórnaði spilinu eins og herforingi. Frábær leikur hjá þeim báðum. Fanndís Friðriksdóttir átti þrjár stoðsendingar í leiknum og eina sendingu að auki sem átti stóran þátt í marki. Fanndís var því allt í öllu í mörkum íslenska liðsins. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30 Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30 Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00 Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er áfram með fullt hús í riðli sínum í undankeppni EM 2017 eftir flottan 5-0 útisigur á Hvíta Rússlandi í fyrsta mótsleik ársins. Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en það var fyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir sem kom íslenska liðinu í 1-0 eftir aðeins þrettán mínútna leik. Margrét Lára var þarna að skora sitt 76. mark fyrir A-landsliðið og bætir enn við metið sitt. Íslenska liðið er með tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 17-0. Liðið er enn í öðru sæti, þremur stigum á eftir Skotlandi en á leik inni á Skotana sem hafa líka unnið alla sína leiki. Íslenska liðið vann fyrri leik liðanna 2-0 á Laugardalsvellinum en heimastúlkur áttu fá svör við þeim íslensku á gervigrasinu í Minsk í dag. Næsti leikur íslenska liðsins er úti í Skotlandi 3. júní næstkomandi og er það án vafa annar af tveimur úrslitaleikjum riðilsins. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi í 1-0 á 13. mínútu með laglegu skoti frá vítateig eftir frábæra langa sendingu frá Fanndísi Friðriksdóttur. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði annað markið í tómt markið á 24. mínútu eftir að Dagný Brynjarsdóttir gaf boltann óeigingjarnt á hana. Harpa skoraði síðan fjórða markið á 34. mínútu með skalla eftir að Elín Metta Jensen skallaði fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur á hana. Harpa innsiglaði síðan þrennuna sína á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Fanndísi. Dagný Brynjarsdóttir kórónaði flottan leik sinn með því að skora fimmta markið á 86. mínútu og enn á ný kom markið eftir undirbúning Fanndísar Friðriksdóttur. Fanndís tók þá frábæra hornspyrnu og Dagný skoraði með laglegum skalla úr teignum. Það var lokamark leiksins og íslensku stelpurnar hafa farið á kostum í þremur útileikjum sínum í undankeppninni. Þrír sigrar og fimmtán mörk í þremur leikjum. Íslensku stelpurnar léku léttleikandi og skemmtilegan fótbolta í dag og helst mátti gagnrýna liðið fyrir fyrirgjafirnar sem voru oft ekki nógu góðar. Hápressan, samspilið og vinnslan í liðinu voru til mikillar fyrirmyndar og stelpurnar og þjálfarinn Freyr Alexandersson eigi mikið hrós skilið fyrir vel upp lagðan leik. Dagný Brynjarsdóttir vann boltann hvað eftir annað á miðjunni og Sara Björk Gunnarsdóttir stjórnaði spilinu eins og herforingi. Frábær leikur hjá þeim báðum. Fanndís Friðriksdóttir átti þrjár stoðsendingar í leiknum og eina sendingu að auki sem átti stóran þátt í marki. Fanndís var því allt í öllu í mörkum íslenska liðsins.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30 Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30 Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00 Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Margrét Lára: Verðum að brjóta þær snemma Kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM 2017. 11. apríl 2016 16:30
Freyr: Ekkert svigrúm til þess að misstíga sig "Það eru allir heilir og í góðu líkamlegu ástandi. Það eru allir leikmenn klárir í að takast á við verkefnið á morgun,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins. 11. apríl 2016 20:30
Verð aldrei laus við meiðslin Margrét Lára Viðarsdóttir verður líklega aldrei 100 prósent laus við meiðslin sem hafa hrjáð hana undanfarin ár. Hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem mætir Hvít-Rússum ytra í dag. 12. apríl 2016 06:00
Elín Metta í byrjunarliðinu á móti Hvít-Rússum Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í undankeppni EM. 12. apríl 2016 13:47
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti