Við erum öll jafnaðarmenn Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 14. apríl 2016 07:00 Guðmundur Ari heiti ég og ég er jafnaðarmaður. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem vilja að allir hafi möguleika til að blómstra, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Jafnaðarmenn sem vilja að stjórnvöld séu öflugt stuðningsnet þegar einstaklingurinn þarf á stuðningi að halda og að kerfið vinni markvisst að því að valdefla einstaklinginn svo hann geti hámarkað sjálfstæði sitt og sjálfræði. Við erum flest öll sammála um að ríkið eigi að bjóða upp á fyrsta flokks heilbrigðis- og menntakerfi fyrir alla landsmenn, óháð aldri og efnahag. Við erum flest öll sammála um að óásættanlegt sé að fátækt tíðkist í landi þar sem nóg er af auðlindum og fjármagni. Það er með öllu óásættanlegt að sex prósent af tekjuminnsta hópi landsins hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárskorts og að unga kynslóðin sem er að alast upp í dag hafi það verr en foreldrar hennar höfðu. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um það að stærstu vandamál samfélagsins tengjast því að allt of margar krónur fara í allt of fáa vasa sem svo virðast leka til Tortóla. Við erum flest orðin þreytt á forríkum stjórnmálamönnum sem segja okkur að það séu ekki til peningar til að byggja nýjan spítala, hækka persónuafsláttinn, lengja fæðingarorlofið, mæta húsnæðisvanda ungs fólks með raunverulegum aðgerðum og öllum hinum brýnu úrlausnarmálunum sem ráðast þarf í. Það gekk svo endanlega fram af okkur flestum þegar við fengum að vita að þessir sömu stjórnmálamenn eiga sinn þátt í því að það vantar peninga í hagkerfið. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem leita logandi ljósi að stjórnmálaafli sem talar þeirra máli, stjórnmálaafli sem berst fyrir jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum. Það er kominn tími til að Samfylking jafnaðarmanna stígi inn af hliðarlínunni og svari þessu kalli, hætti að leiða gagnrýni á aðra flokka og byrji þess í stað að leiða umræðuna með lausnum á þeim vandamálum sem íslenskur almenningur stendur frammi fyrir. Ég býð mig fram til að leiða slíka Samfylkingu jafnaðarmanna, Samfylkingu sem með jafnaðarstefnuna að vopni byggir upp það samfélag sem meirihluti Íslendinga vill búa í. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ari heiti ég og ég er jafnaðarmaður. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem vilja að allir hafi möguleika til að blómstra, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Jafnaðarmenn sem vilja að stjórnvöld séu öflugt stuðningsnet þegar einstaklingurinn þarf á stuðningi að halda og að kerfið vinni markvisst að því að valdefla einstaklinginn svo hann geti hámarkað sjálfstæði sitt og sjálfræði. Við erum flest öll sammála um að ríkið eigi að bjóða upp á fyrsta flokks heilbrigðis- og menntakerfi fyrir alla landsmenn, óháð aldri og efnahag. Við erum flest öll sammála um að óásættanlegt sé að fátækt tíðkist í landi þar sem nóg er af auðlindum og fjármagni. Það er með öllu óásættanlegt að sex prósent af tekjuminnsta hópi landsins hafi þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna fjárskorts og að unga kynslóðin sem er að alast upp í dag hafi það verr en foreldrar hennar höfðu. Flestir Íslendingar eru meðvitaðir um það að stærstu vandamál samfélagsins tengjast því að allt of margar krónur fara í allt of fáa vasa sem svo virðast leka til Tortóla. Við erum flest orðin þreytt á forríkum stjórnmálamönnum sem segja okkur að það séu ekki til peningar til að byggja nýjan spítala, hækka persónuafsláttinn, lengja fæðingarorlofið, mæta húsnæðisvanda ungs fólks með raunverulegum aðgerðum og öllum hinum brýnu úrlausnarmálunum sem ráðast þarf í. Það gekk svo endanlega fram af okkur flestum þegar við fengum að vita að þessir sömu stjórnmálamenn eiga sinn þátt í því að það vantar peninga í hagkerfið. Meirihluti Íslendinga er jafnaðarmenn, jafnaðarmenn sem leita logandi ljósi að stjórnmálaafli sem talar þeirra máli, stjórnmálaafli sem berst fyrir jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum. Það er kominn tími til að Samfylking jafnaðarmanna stígi inn af hliðarlínunni og svari þessu kalli, hætti að leiða gagnrýni á aðra flokka og byrji þess í stað að leiða umræðuna með lausnum á þeim vandamálum sem íslenskur almenningur stendur frammi fyrir. Ég býð mig fram til að leiða slíka Samfylkingu jafnaðarmanna, Samfylkingu sem með jafnaðarstefnuna að vopni byggir upp það samfélag sem meirihluti Íslendinga vill búa í. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun