Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland samþykkt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2016 18:56 Herþota við Keflavíkurflugvöll. vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í dag þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 42 þingmenn greiddu atkvæði með og sex sátu hjá. Er þetta í fyrsta sinn sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er samþykkt. Þingmenn flestra flokka fögnuðu því að stefnan hafi verið samþykkt. „Þetta eru mjög merkileg tímamót. Alþingi hefur, í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, samþykkt þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Sú þverpólitíska sátt sem náðst hefur hér á Alþingi um þennan mikilvæga málaflokk er sérstakt ánægjuefni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir nýr utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Þjóðaröryggisstefnan nær jafnt til virkrar utanríkisstefnu, varnarstefnu og almannaöryggis og gerir meðal annars ráð fyrir að sett verði á fót sérstakt þjóðaröryggisráð sem hafi yfirsýn með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og stuðli að virkri umræðu um öryggis- og varnarmál. Þjóðaröryggisstefnan hefur verið í mótun frá því að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um stefnuna árið 2011 eftir að áhættumatsnefnd skilaði inn áhættumatsskýrslu til utanríkisráðherra árið 2009. Sagði Össur Skarphéðinsson í umræðum á Alþingi í dag að samþykkt stefnunnar væri söguleg. „Þetta er sögulegt augnablik hér á Alþingi. Þrír utanríkisráðherrar hafa komið að málinu. Einn lagði stefnuna fram, annar hjó á mikilvægan hnút sem að máli kom og það mun koma í hlut þessa þriðja að leggja fram frumvarp sem hrindir stefnunni til framkvæmda,“ sagði Össur. Alþingi Tengdar fréttir Þjóðaröryggisstefna mótuð Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum. 26. mars 2011 08:30 Nefnd um þjóðaröryggi vill íslenskt þjóðaröryggisráð Stjórnvöld ættu sterklega að íhuga að sameina yfirstjórn öryggismála í sérstöku þjóðaröryggisráði að mati nefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 11. mars 2014 08:22 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 42 þingmenn greiddu atkvæði með og sex sátu hjá. Er þetta í fyrsta sinn sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er samþykkt. Þingmenn flestra flokka fögnuðu því að stefnan hafi verið samþykkt. „Þetta eru mjög merkileg tímamót. Alþingi hefur, í fyrsta skipti í lýðveldissögunni, samþykkt þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Sú þverpólitíska sátt sem náðst hefur hér á Alþingi um þennan mikilvæga málaflokk er sérstakt ánægjuefni,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir nýr utanríkisráðherra á Alþingi í dag. Þjóðaröryggisstefnan nær jafnt til virkrar utanríkisstefnu, varnarstefnu og almannaöryggis og gerir meðal annars ráð fyrir að sett verði á fót sérstakt þjóðaröryggisráð sem hafi yfirsýn með framkvæmd þjóðaröryggisstefnunnar og stuðli að virkri umræðu um öryggis- og varnarmál. Þjóðaröryggisstefnan hefur verið í mótun frá því að Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði fram þingsályktunartillögu um stefnuna árið 2011 eftir að áhættumatsnefnd skilaði inn áhættumatsskýrslu til utanríkisráðherra árið 2009. Sagði Össur Skarphéðinsson í umræðum á Alþingi í dag að samþykkt stefnunnar væri söguleg. „Þetta er sögulegt augnablik hér á Alþingi. Þrír utanríkisráðherrar hafa komið að málinu. Einn lagði stefnuna fram, annar hjó á mikilvægan hnút sem að máli kom og það mun koma í hlut þessa þriðja að leggja fram frumvarp sem hrindir stefnunni til framkvæmda,“ sagði Össur.
Alþingi Tengdar fréttir Þjóðaröryggisstefna mótuð Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum. 26. mars 2011 08:30 Nefnd um þjóðaröryggi vill íslenskt þjóðaröryggisráð Stjórnvöld ættu sterklega að íhuga að sameina yfirstjórn öryggismála í sérstöku þjóðaröryggisráði að mati nefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 11. mars 2014 08:22 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Þjóðaröryggisstefna mótuð Tillaga utanríkisráðherra um þingsályktun um mótun öryggisstefnu Íslands í þjóðaröryggismálum var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Tillagan verður lögð fram á þingflokksfundum í næstu viku, en efnislega vill utanríkisráðuneytið ekki gefa upplýsingar um tillöguna fyrr en hún hefur verið kynnt þingflokkunum. 26. mars 2011 08:30
Nefnd um þjóðaröryggi vill íslenskt þjóðaröryggisráð Stjórnvöld ættu sterklega að íhuga að sameina yfirstjórn öryggismála í sérstöku þjóðaröryggisráði að mati nefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. 11. mars 2014 08:22