Forsetaframbjóðandi telur Ólaf Ragnar hafa farið út af sporinu Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2016 11:12 Ólafur Ragnar Grímsson Vísir/Anton Brink Forsetaframbjóðandinn Hrannar Pétursson telur Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa farið út af sporinu þegar hann ávarpaði fjölmiðla eftir fund sinn með þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, á Bessastöðum í síðustu viku. Hrannar segir ákvörðun forsetans að hafna þáverandi forsætisráðherra um undirskrift á þingrofsskjal hafa verið skiljanlega í ljósi þess að Ólafur Ragnar taldi Sigmund Davíð umboðslausan.Hrannar Pétursson.„Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur,“ segir Hrannar í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu. Hann segir forsetann hins vegar hafa farið út af sporinu með því að stilla sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. „Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið,“ segir Hrannar. Hann segir það ekki vera hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. „Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu,“ segir Hrannar sem áður hefur starfað sem fréttamaður, talsmaður Vodafone, upplýsingafulltrúi Íslenska álfélagsins og einnig tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Hrannar Pétursson telur Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, hafa farið út af sporinu þegar hann ávarpaði fjölmiðla eftir fund sinn með þáverandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, á Bessastöðum í síðustu viku. Hrannar segir ákvörðun forsetans að hafna þáverandi forsætisráðherra um undirskrift á þingrofsskjal hafa verið skiljanlega í ljósi þess að Ólafur Ragnar taldi Sigmund Davíð umboðslausan.Hrannar Pétursson.„Það var eðlilegt að hann kannaði afstöðu annarra til þingrofs og sá yfirlýsti vilji hans, að halda forsetaembættinu fyrir utan pólitískar deilur, er skiljanlegur,“ segir Hrannar í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu. Hann segir forsetann hins vegar hafa farið út af sporinu með því að stilla sér upp gegnt blaðamönnum til að ræða málið þegar ýmis efnisatriði og framvinda var óljós. „Það var hvorki skynsamlegt né nauðsynlegt, jafnvel þótt ráðherrann hefði á leiðinni til Bessastaða stuðað forsetann með stöðufærslu á Facebook. Forsetinn á ekki að standa í opinberu orðaskaki við nokkurn mann og með skyndifundi sínum með heimspressunni olli hann meira umróti en annars hefði orðið,“ segir Hrannar. Hann segir það ekki vera hlutverk forsetans að uppfylla einstaka hagsmunatengdar óskir, hvorki sínar eigin né annarra. „Hann á að veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald og stuðla í leiðinni að samfélagslegu jafnvægi. Slíkt útheimtir bæði kjark til að taka ákvarðanir og styrk til að standast freistingar. Á hvoru tveggja reyndi í liðinni viku, þar sem sitjandi forseti stóðst annað prófið en féll á hinu,“ segir Hrannar sem áður hefur starfað sem fréttamaður, talsmaður Vodafone, upplýsingafulltrúi Íslenska álfélagsins og einnig tímabundið sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00
Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Farið yfir fund Sigmundar Davíðs og Ólafs Ragnars í Sprengisandi. 10. apríl 2016 12:46
Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11