Alfreð að læra sjötta tungumálið: Mikilvægt að aðlagast fólkinu og bænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. apríl 2016 08:00 Framherji og tungumálamaður. vísir/getty Alfreð Finnbogason er ekki bara öflugur framherji sem er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg í þýsku 1. deildinni heldur er hann einnig mikill tungumálamaður. Það virðist afskaplega auðvelt fyrir Alfreð að læra tungumál en hann var fljótlega byrjaður að tala hollensku þegar hann var þar og þá náði hann tökum á spænskunni á mettíma. Nú er Alfreð aðeins búinn að vera í Þýskalandi í tæpa þrjá mánuði en samt byrjaður að svara fyrir sig á þýsku á blaðamannafundum.„Ég get talað hana aðeins en skil nokkuð vel,“ segir Alfreð í samtali við Fréttablaðið. „Ég fer í tíma en hlusta svo mikið og læri. Maður heyrir frasa og svo er ég duglegur að skrifa niður það sem ég læri og fara yfir það,“ segir Alfreð. „Það hefur alltaf verið mér mjög auðvelt að læra tungumál og sérstaklega þegar maður er að bæta við.“ Alfreð talar nú íslensku, sænsku, hollensku, ítölsku, spænsku og er að læra sjötta tungumálið; þýsku. Hann leggur mikinn metnað í að læra tungumálið þar sem hann spilar. „Maður fær alltaf kredit fyrir að leggja sig fram í þessu og reyna. Þó maður gerir einhverjar vitleysur kann fólk að meta að maður sé að reyna að læra tungumálið sem fyrst. Það er mikilvægt að mér finnst að aðlagast fólkinu og bænum sem fyrst,“ segir Alfreð. „Ég fer til kennara tvisvar sinnum í viku. Mér finnst það mjög mikilvægt til að fá grunninn,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli Alfreð Finnbogason er búinn að finna markaskóna á ný en hann skoraði fjórða markið í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg um helgina. Landsliðsframherjinn ætlar sér byrjunarliðsstöðu á EM. 18. apríl 2016 06:00 Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Sjá meira
Alfreð Finnbogason er ekki bara öflugur framherji sem er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg í þýsku 1. deildinni heldur er hann einnig mikill tungumálamaður. Það virðist afskaplega auðvelt fyrir Alfreð að læra tungumál en hann var fljótlega byrjaður að tala hollensku þegar hann var þar og þá náði hann tökum á spænskunni á mettíma. Nú er Alfreð aðeins búinn að vera í Þýskalandi í tæpa þrjá mánuði en samt byrjaður að svara fyrir sig á þýsku á blaðamannafundum.„Ég get talað hana aðeins en skil nokkuð vel,“ segir Alfreð í samtali við Fréttablaðið. „Ég fer í tíma en hlusta svo mikið og læri. Maður heyrir frasa og svo er ég duglegur að skrifa niður það sem ég læri og fara yfir það,“ segir Alfreð. „Það hefur alltaf verið mér mjög auðvelt að læra tungumál og sérstaklega þegar maður er að bæta við.“ Alfreð talar nú íslensku, sænsku, hollensku, ítölsku, spænsku og er að læra sjötta tungumálið; þýsku. Hann leggur mikinn metnað í að læra tungumálið þar sem hann spilar. „Maður fær alltaf kredit fyrir að leggja sig fram í þessu og reyna. Þó maður gerir einhverjar vitleysur kann fólk að meta að maður sé að reyna að læra tungumálið sem fyrst. Það er mikilvægt að mér finnst að aðlagast fólkinu og bænum sem fyrst,“ segir Alfreð. „Ég fer til kennara tvisvar sinnum í viku. Mér finnst það mjög mikilvægt til að fá grunninn,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli Alfreð Finnbogason er búinn að finna markaskóna á ný en hann skoraði fjórða markið í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg um helgina. Landsliðsframherjinn ætlar sér byrjunarliðsstöðu á EM. 18. apríl 2016 06:00 Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Sjá meira
Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli Alfreð Finnbogason er búinn að finna markaskóna á ný en hann skoraði fjórða markið í síðustu fimm leikjum fyrir Augsburg um helgina. Landsliðsframherjinn ætlar sér byrjunarliðsstöðu á EM. 18. apríl 2016 06:00
Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44