Óvíst hvort forsetinn myndi sitja í fjögur ár til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands Óvíst er hvort Ólafur Ragnar Grímsson myndi sitja í embætti forseta næstu fjögur árin, jafnvel þótt hann yrði endurkjörinn í sumar. Hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta að nýju en hann hafði áður sagt, í nýársávarpi sínu, að hann myndi láta af embætti í sumar. Hann segist með þessu vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur. „Aðalatriðið í þessari stöðu er að við stöndum frammi fyrir miklum vanda. Af hverju haldið þið að þúsundir manna hafi verið fyrir framan Alþingi? Af hverju haldið þið að forsætisráðherrann hafi sagt af sér?“ spurði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þegar hann rökstuddi ákvörðun sína á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær „Ef málin skipast þannig á næstu misserum eða árum að allt verður komið í ró og spekt og hugur þjóðarinnar er þannig stemmdur að fólk sé tilbúið að ganga til forsetakosninga fyrr en ella þá mun ekki standa á mér í þeim efnum. En ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir í þeim efnum,“ sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. „Þessi ákvörðun hefur verið svona í hægri fæðingu, kannski síðustu þrjá, fjóra sólarhringana,“ sagði forsetinn. Hann hefði áttað sig á því að hann yrði að bregðast við þeirri hvatningu sem hann hefði fengið. „Fram að þeim tíma hlustaði ég á það, velti því fyrir mér og taldi ekki að ég yrði að fara að bregðast við þeim. Síðan var þunginn orðinn með þeim hætti að ég taldi stöðuna vera þannig að ég yrði að taka á því.“ Ólafur Ragnar sagði að traust skorti í samfélaginu. „Það er ekki öryggistilfinning. Það er mikil óvissa. Það er skortur á heillavænlegri sambúð þings og þjóðar. Fólkið í landinu sér sig tilknúið að rísa upp hvað eftir annað og fjölmenna á Austurvöll, dag eftir dag. Hér fyrr á árum liðu oft mörg ár, jafnvel áratugir, milli þess sem fólk fór á Austurvöll til þess að mótmæla. Og það er í þessu ástandi sem gerð er krafan um það að ég víki ekki af velli, að ég standi þessa vakt áfram. Það er kjarninn í minni afstöðu,“ sagði Ólafur Ragnar. Í yfirlýsingunni sagði forsetinn öldur mótmæla sýna að ástandið á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ „Ég er nú ekkert kominn svo langt að vera farinn að velta kosningabaráttu fyrir mér. Síðast þegar ég fór í framboð þá borgaði ég nú sjálfur verulegan hluta af þeim kostnaði. Ég ætla mér nú ekki að heyja einhverja dýra kosningabaráttu,“ sagði Ólafur Ragnar spurður um það hvernig hann myndi fjármagna kosningabaráttu sína. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar í dag Ekki er vitað hvert tilefnið er. 18. apríl 2016 10:46 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Óvíst er hvort Ólafur Ragnar Grímsson myndi sitja í embætti forseta næstu fjögur árin, jafnvel þótt hann yrði endurkjörinn í sumar. Hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta að nýju en hann hafði áður sagt, í nýársávarpi sínu, að hann myndi láta af embætti í sumar. Hann segist með þessu vera að bregðast við áskorun frá breiðri fylkingu manna sem hafi skorað á hann að gefa kost á sér aftur. „Aðalatriðið í þessari stöðu er að við stöndum frammi fyrir miklum vanda. Af hverju haldið þið að þúsundir manna hafi verið fyrir framan Alþingi? Af hverju haldið þið að forsætisráðherrann hafi sagt af sér?“ spurði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þegar hann rökstuddi ákvörðun sína á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær „Ef málin skipast þannig á næstu misserum eða árum að allt verður komið í ró og spekt og hugur þjóðarinnar er þannig stemmdur að fólk sé tilbúið að ganga til forsetakosninga fyrr en ella þá mun ekki standa á mér í þeim efnum. En ég hef ekki tekið neinar ákvarðanir í þeim efnum,“ sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær. „Þessi ákvörðun hefur verið svona í hægri fæðingu, kannski síðustu þrjá, fjóra sólarhringana,“ sagði forsetinn. Hann hefði áttað sig á því að hann yrði að bregðast við þeirri hvatningu sem hann hefði fengið. „Fram að þeim tíma hlustaði ég á það, velti því fyrir mér og taldi ekki að ég yrði að fara að bregðast við þeim. Síðan var þunginn orðinn með þeim hætti að ég taldi stöðuna vera þannig að ég yrði að taka á því.“ Ólafur Ragnar sagði að traust skorti í samfélaginu. „Það er ekki öryggistilfinning. Það er mikil óvissa. Það er skortur á heillavænlegri sambúð þings og þjóðar. Fólkið í landinu sér sig tilknúið að rísa upp hvað eftir annað og fjölmenna á Austurvöll, dag eftir dag. Hér fyrr á árum liðu oft mörg ár, jafnvel áratugir, milli þess sem fólk fór á Austurvöll til þess að mótmæla. Og það er í þessu ástandi sem gerð er krafan um það að ég víki ekki af velli, að ég standi þessa vakt áfram. Það er kjarninn í minni afstöðu,“ sagði Ólafur Ragnar. Í yfirlýsingunni sagði forsetinn öldur mótmæla sýna að ástandið á Íslandi væri mjög viðkvæmt. Það væri í þessu umróti óvissu og mótmæla sem fjöldi fólks víða úr samfélaginu hefði skorað á hann að gefa kost á sér á ný. Hann minnti á að ákveðið hefði verið að flýta þingkosningum og að sú staða gæti komið upp að loknum kosningum að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn. „Og þá er stjórnskipun íslenska lýðveldisins þannig að það er ekki Alþingi sem ber ábyrgð á því hvort landið verður stjórnlaust eða ekki við þær aðstæður. Það er forsetinn.“ „Ég er nú ekkert kominn svo langt að vera farinn að velta kosningabaráttu fyrir mér. Síðast þegar ég fór í framboð þá borgaði ég nú sjálfur verulegan hluta af þeim kostnaði. Ég ætla mér nú ekki að heyja einhverja dýra kosningabaráttu,“ sagði Ólafur Ragnar spurður um það hvernig hann myndi fjármagna kosningabaráttu sína.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar í dag Ekki er vitað hvert tilefnið er. 18. apríl 2016 10:46 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Hann er sá þjóðarleiðtogi vestræns ríkis sem lengst hefur setið. 18. apríl 2016 17:01
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15
Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar í dag Ekki er vitað hvert tilefnið er. 18. apríl 2016 10:46