Íslendingur sagður í starfsmannaskjölum ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2016 23:28 Sérfræðingar telja að gögnin séu ekki fölsuð. Vísir/AFP Skjöl sem sögð eru koma frá Íslamska ríkinu segja til um að Íslendingur hafi gengið til liðs við samtökin. Samkvæmt skjölunum gekk maðurinn til liðs við samtökin á árunum 2013 til 2014. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að slíkum gögnum hefði verið lekið til fjölmiðla en um er að ræða upplýsingar um fjögur þúsund erlenda vígamenn samtakanna sem sagðir eru koma frá 71 landi. Í umfjöllun NBC segir að flestir erlendir vígamenn samtakanna á áðurnefndu tímabili hafi komið frá Sádi-Arabíu, Túnis og Marokkó. Fæstir hafi hins vegar komið frá Íslandi, alls einn. Sérfræðingar telja að gögnin séu ekki fölsuð. Fyrrverandi meðlimur samtakanna er sagður hafa stolið þeim þegar hann flúði frá Sýrlandi. Samkvæmt RÚV, sem sagði fyrst frá málinu hér á landi, leiða skjölin í ljós að erlendir vígamenn ISIS séu betur menntaðir en áður hefur verið talið.Ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur er bendlaður við samtökinThe New York Review of Books birti grein fyrir tveimur árum þar sem haft var eftir fyrrverandi vígamanni samtakanna að íslenskur kvikmyndagerðarmaður hefði gengið í raðir ISIS og framleitt fyrir þá áróðursmyndbönd. Greinin var eftir blaðamanninn Rachel Birke sem ræddi við vígamanninn fyrrverandi. Ættingi mannsins sagði hins vegar í samtali við Vísi að hann hefði verið í Sýrlandi árið 2013. Þar hefði hann fylgt læknum eftir í tíu daga. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Ættingi mannsins segir að tvennt hefði verið í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Ekki er þó víst að um sama manninn sé að ræða. Í september 2014 sendi Vísir fyrirspurn til Embættis ríkislögreglustjóra um möguleika á því að Íslenskir ríkisborgarar hefðu gengið til liðs við ISIS. Embættinu var ekki kunnugt um það, en skömmu áður hafði danska leyniþjónustan tilkynnt að minnst hundrað Danir hefðu gengið til liðs við samtökin. Nútíminn birti myndband í desember 2014. Þar má sjá áróðursmyndband ISIS sem Íslendingurinn er sagður hafa framleitt. Myndbandið má einnig sjá hér að neðan. Myndbandið byrjar eftir rétt rúma mínútu. Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Skjöl sem sögð eru koma frá Íslamska ríkinu segja til um að Íslendingur hafi gengið til liðs við samtökin. Samkvæmt skjölunum gekk maðurinn til liðs við samtökin á árunum 2013 til 2014. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að slíkum gögnum hefði verið lekið til fjölmiðla en um er að ræða upplýsingar um fjögur þúsund erlenda vígamenn samtakanna sem sagðir eru koma frá 71 landi. Í umfjöllun NBC segir að flestir erlendir vígamenn samtakanna á áðurnefndu tímabili hafi komið frá Sádi-Arabíu, Túnis og Marokkó. Fæstir hafi hins vegar komið frá Íslandi, alls einn. Sérfræðingar telja að gögnin séu ekki fölsuð. Fyrrverandi meðlimur samtakanna er sagður hafa stolið þeim þegar hann flúði frá Sýrlandi. Samkvæmt RÚV, sem sagði fyrst frá málinu hér á landi, leiða skjölin í ljós að erlendir vígamenn ISIS séu betur menntaðir en áður hefur verið talið.Ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur er bendlaður við samtökinThe New York Review of Books birti grein fyrir tveimur árum þar sem haft var eftir fyrrverandi vígamanni samtakanna að íslenskur kvikmyndagerðarmaður hefði gengið í raðir ISIS og framleitt fyrir þá áróðursmyndbönd. Greinin var eftir blaðamanninn Rachel Birke sem ræddi við vígamanninn fyrrverandi. Ættingi mannsins sagði hins vegar í samtali við Vísi að hann hefði verið í Sýrlandi árið 2013. Þar hefði hann fylgt læknum eftir í tíu daga. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Ættingi mannsins segir að tvennt hefði verið í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Ekki er þó víst að um sama manninn sé að ræða. Í september 2014 sendi Vísir fyrirspurn til Embættis ríkislögreglustjóra um möguleika á því að Íslenskir ríkisborgarar hefðu gengið til liðs við ISIS. Embættinu var ekki kunnugt um það, en skömmu áður hafði danska leyniþjónustan tilkynnt að minnst hundrað Danir hefðu gengið til liðs við samtökin. Nútíminn birti myndband í desember 2014. Þar má sjá áróðursmyndband ISIS sem Íslendingurinn er sagður hafa framleitt. Myndbandið má einnig sjá hér að neðan. Myndbandið byrjar eftir rétt rúma mínútu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira