Óttast orðspor ættingja vegna frétta af ISIS Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2014 13:54 Steven Sotloff var afhausaður af meðlimi ISIS. Allt var það tekið upp á myndband. Fjölskylda Íslendings sem starfað hefur við kvikmyndatökur á hættulegum svæðum erlendis, meðal annars í Sýrlandi, hefur áhyggjur af því að nafn hans sé bendlað við störf Ríkis islam (ISIS). Ættingi þeirra setji sig í hættu við að upplýsa heiminn um hörmungar á borð við þær sem ISIS standi fyrir. Hans markmið sé því gagnstætt við það sem íslenskur kvikmyndatökumaður er bendlaður við.Í grein á The New York Review of Books, sem íslenskir fjölmiðlar unnu fréttir upp úr í gær, fjallar blaðamaðurinn Sarah Birke um verk ISIS en til svara er maður að nafni Abu Hamza sem flúði úr herbúðum ISIS. Hann segir Íslending hafa komið að upptöku myndskeiða sem dreift hafi verið um allan heim til að koma boðskap ISIS á framfæri og auka nýliðun hjá samtökunum. Ættingi mannsins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á Sýrlandi í tíu daga fyrir um einu og hálfu ári. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Aðspurð hvort möguleiki sé á að um sé að ræða einhvern annan Íslending en ættingja sinn telur hún svo vel geta verið. Það sé hins vegar ólíklegt og þá ætti ættingi sinn að vita af því. Það séu ekki margir Íslendingar í fremstu víglínu á hættulegum vígstöðvum í heiminum.Mögulega um mistök að ræða Ættingi mannsins segir að tvennt sé í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Kvikmyndatökumaðurinn sé frá öðru landi. Fréttir gærdagsins hafi verið áfall fyrir fjölskylduna og verst sé auðvitað að ættingi þeirra geti ekki svarað fyrir sig sjálfur. Þau vilji alls ekki að nafn hans komist í umræðuna í tengslum við þetta mál og heldur ekki hvar hann sé staddur í heiminum. Það geti sett hann í mikla hættu. Aðspurð hvort ríkislögreglustjóri hafi sett sig í samband við manninn eða fjölskylduna segir ættinginn ekkert hafa heyrt frá embættinu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32 Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fjölskylda Íslendings sem starfað hefur við kvikmyndatökur á hættulegum svæðum erlendis, meðal annars í Sýrlandi, hefur áhyggjur af því að nafn hans sé bendlað við störf Ríkis islam (ISIS). Ættingi þeirra setji sig í hættu við að upplýsa heiminn um hörmungar á borð við þær sem ISIS standi fyrir. Hans markmið sé því gagnstætt við það sem íslenskur kvikmyndatökumaður er bendlaður við.Í grein á The New York Review of Books, sem íslenskir fjölmiðlar unnu fréttir upp úr í gær, fjallar blaðamaðurinn Sarah Birke um verk ISIS en til svara er maður að nafni Abu Hamza sem flúði úr herbúðum ISIS. Hann segir Íslending hafa komið að upptöku myndskeiða sem dreift hafi verið um allan heim til að koma boðskap ISIS á framfæri og auka nýliðun hjá samtökunum. Ættingi mannsins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á Sýrlandi í tíu daga fyrir um einu og hálfu ári. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Aðspurð hvort möguleiki sé á að um sé að ræða einhvern annan Íslending en ættingja sinn telur hún svo vel geta verið. Það sé hins vegar ólíklegt og þá ætti ættingi sinn að vita af því. Það séu ekki margir Íslendingar í fremstu víglínu á hættulegum vígstöðvum í heiminum.Mögulega um mistök að ræða Ættingi mannsins segir að tvennt sé í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Kvikmyndatökumaðurinn sé frá öðru landi. Fréttir gærdagsins hafi verið áfall fyrir fjölskylduna og verst sé auðvitað að ættingi þeirra geti ekki svarað fyrir sig sjálfur. Þau vilji alls ekki að nafn hans komist í umræðuna í tengslum við þetta mál og heldur ekki hvar hann sé staddur í heiminum. Það geti sett hann í mikla hættu. Aðspurð hvort ríkislögreglustjóri hafi sett sig í samband við manninn eða fjölskylduna segir ættinginn ekkert hafa heyrt frá embættinu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32 Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32
Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33