Hins vegar kemur fram í gögnum, sem lekið var til NBC og fleiri miðla á dögunum, að einn þeirra sem skráði sig hjá samtökunum skráði búsetu sína á Íslandi.

Um er að ræða upplýsingar um fjögur þúsund vígamenn sem gengu til liðs við samtökin árin 2013 og 2014. Meðal þess sem fram kemur er að sex af hverjum tíu voru einhleypir, samanlagt áttu þeir yfir tvö þúsund börn og sumir vonuðust til að geta flutt fjölskyldur sínar á svæðið síðar.
Tveir af hverjum þremur voru á aldrinum 21-30 ára. Sá elsti í hópnum var frá Kirgistan, að verða sjötugur og tók fram að hann vildi gegna hlutverki hermanns en ekki taka þátt í sjálfsmorðsárásum.
Íslendingur var tengdur við ISIS í desember 2014 þegar haft var eftir blaðamanni vestanhafs að íslenskur kvikmyndagerðarmaður hefði gengið til liðs við samtökin. Ættingi mannsins þvertók fyrir það í samtali við Vísi en áróðursmyndband, sem sagt var að maðurinn hefði tekið þátt í að framleiða, má sjá að neðan.