Segir rökstuðning Ólafs barnalegan og aðrar ástæður búi að baki Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2016 19:15 Forsetinn tilkynnti engum öðrum en nánustu fjölskyldumeðlimum um ákvörðun sína fyrirfram. Fyrrverandi ráðherra segir rökstuðning forsetans fyrir því að fara fram í sjötta sinn vera barnalegan og aðrar ástæður hljóti að búa að baki ákvörðun hans. Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni í gær að í „umróti mótmæla og óvissu og í kjölfar nýliðinna atburða“ hefði fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu hans og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína um að hætta. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra segir að önnur rök hljóti að búa að baki ákvörðun forsetans en óvissa og mótmæli. Hann gefur lítið fyrir þessar skýringar forsetans og segir þær barnalegar. „Mér finnst það. Mér finnst rétt og eðlilegt að ef forseti tekur ákvörðun um að breyta ákvörðun um að hætta og gefa kost á sér eftir tuttugu ára setu þá eigi bara einfaldlega að segja þau rök sem raunverulega búa þar að baki. Það er alltaf betra að koma hreint til dyranna og segja satt,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ef ein af raunverulegum ástæðum forsetans fyrir ákvörðun sinni sé skortur á sterkum kandídötum þá hefði hann átt að gefa þeim meiri tíma til að stíga fram. „Eftir að hafa setið í tuttugu ár og eftir að hafa tekið ákvörðun um áramót að stíga til baka þá finnst mér að það hefði verið eðlilegt af hans hálfu að gefa vel hæfum frambjóðendum, þungavigtar frambjóðendum, rýmri tíma,“ segir Þorsteinn.Ólafu Ragnr Grímsson í Thomsen stofu á Bessastöðum í gær þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína að gefa kost á sér áfram. Vísir/ErnirLjóst er að eftir fimm kjörtímabil og tuttugu ár í embætti þá þarf maður að hafa mikið sjálfstraust til að treysta sér í slaginn sjötta kjörtímabilið enda verður forsetinn búinn að sitja 24 ár í embætti í lok þess verði hann endurkjörinn.Telur þú þig vera í hópi fremstu stjórnmálamanna lýðveldissögunnar? „Ég bara velti slíku ekki fyrir mér. Eitt af því sem þú lærir, ef þú verður fræðimaður eins og ég hef verið og kennt þessi fræði og hefur sögulega yfirsýn, er það að það er tiltölulega tilgangslaust að velta slíku fyrir sér því sagan kveður oft upp mjög óvænta dóma,“ segir Ólafur Ragnar. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Forsetinn tilkynnti engum öðrum en nánustu fjölskyldumeðlimum um ákvörðun sína fyrirfram. Fyrrverandi ráðherra segir rökstuðning forsetans fyrir því að fara fram í sjötta sinn vera barnalegan og aðrar ástæður hljóti að búa að baki ákvörðun hans. Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni í gær að í „umróti mótmæla og óvissu og í kjölfar nýliðinna atburða“ hefði fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu hans og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína um að hætta. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra segir að önnur rök hljóti að búa að baki ákvörðun forsetans en óvissa og mótmæli. Hann gefur lítið fyrir þessar skýringar forsetans og segir þær barnalegar. „Mér finnst það. Mér finnst rétt og eðlilegt að ef forseti tekur ákvörðun um að breyta ákvörðun um að hætta og gefa kost á sér eftir tuttugu ára setu þá eigi bara einfaldlega að segja þau rök sem raunverulega búa þar að baki. Það er alltaf betra að koma hreint til dyranna og segja satt,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ef ein af raunverulegum ástæðum forsetans fyrir ákvörðun sinni sé skortur á sterkum kandídötum þá hefði hann átt að gefa þeim meiri tíma til að stíga fram. „Eftir að hafa setið í tuttugu ár og eftir að hafa tekið ákvörðun um áramót að stíga til baka þá finnst mér að það hefði verið eðlilegt af hans hálfu að gefa vel hæfum frambjóðendum, þungavigtar frambjóðendum, rýmri tíma,“ segir Þorsteinn.Ólafu Ragnr Grímsson í Thomsen stofu á Bessastöðum í gær þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína að gefa kost á sér áfram. Vísir/ErnirLjóst er að eftir fimm kjörtímabil og tuttugu ár í embætti þá þarf maður að hafa mikið sjálfstraust til að treysta sér í slaginn sjötta kjörtímabilið enda verður forsetinn búinn að sitja 24 ár í embætti í lok þess verði hann endurkjörinn.Telur þú þig vera í hópi fremstu stjórnmálamanna lýðveldissögunnar? „Ég bara velti slíku ekki fyrir mér. Eitt af því sem þú lærir, ef þú verður fræðimaður eins og ég hef verið og kennt þessi fræði og hefur sögulega yfirsýn, er það að það er tiltölulega tilgangslaust að velta slíku fyrir sér því sagan kveður oft upp mjög óvænta dóma,“ segir Ólafur Ragnar.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira