Bjarni segir ómerkilegt að setja alla á sömu hillu í skattaskjólum Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2016 20:01 Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn skattsvikum í gegnum skattaskjól, bæði áður og eftir að aflandsmál fyrrverandi forsætisráðherra komu upp. Hann svaraði þó ekki spurningu formanns Vinstri grænna á Alþingi í dag um hvort þingið ætti að setja af stað rannsókn á aflandsmálum Íslendinga almennt. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í sérstökum umræðum um skattaskjól á Alþingi í dag, að það hefði komið mörgum á óvart hversu mörg félög í skattaskjólum væru tengd Íslendingum. Þótt íslensk stjórnvöld hefðu gert upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki og innleitt alþjóðlegar reglur OECD sem auðvelduðu skattheimtu af eignum í skattaskjólum mætti gera betur. Það sæist m.a. á viðbrögðum forsetum Bandaríkjanna og Frakklands og fleiri. „En þeir sem berjast gegn þessu, og það eru æ fleiri, segja að þetta grafi undan velferðarsamfélögunum, þetta grafi undan heilbrigðu atvinnulífi í heimalandinu,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda því til haga að íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar brugðist við þessum vanda. Þeir væru meðal fyrstu þjóða til að innleiða CFC reglur OECD ríkjanna og hafi gert 44 upplýsingaskiptasamninga, nú síðast hinn 12. apríl. Þá væri Ísland í samstarfi við OECD um nánara samstarf á þessum sviðum. „Við höfum nýverið klárað fleiri upplýsingaskiptasamninga. Við höfum keypt gögnin sem skattrannsóknarstjóri hefur haft til meðferðar; sem var einstök aðgerð og hefur vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Að Íslendingar skyldu hafa stigið það skref langt á undan mörgum öðrum,“ sagði Bjarni. Katrín gekk hins vegar eftir því við fjármálaráðherra hvort ekki væri nauðsynlegt að Alþingi rannsakaði þessi mál eins og franska þingið hefði ákveðið en ráðherra svaraði því ekki beint. „Menn vilja setja á sömu hilluna þá sem hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, hafa ekkert að fela og hafa fylgt íslenskum lögum og reglum og hina sem eru að fela sig og reyna að komast undan sanngjarnri skattlagningu. Þetta finnst mér ómerkilegt. Ég ætla bara að taka það fram,“ sagði Bjarni Benediktsson.Snúist ekki bara um skil á skatti Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki ánægð með þessi svör Bjarna og sagði tvennt standa upp úr. „Annars vegar það að málið snýst um tilvist þessara skattaskjóla, tilvist aflandsfélaga og þá leynd og það ógagnsæi og skort á regluverki sem einkennir þau. Þannig að þetta snýst ekki bara um skil á skatti. Þetta snýst líka um þessar hliðar og mér finnst að við eigum að taka upp baráttuna gegn því með miklu meira afgerandi hætti.“ Þá segist hún einnig hafa spurt fjármálaráðherra hvort hann væri fylgjandi því að Alþingi léti fara fram rannsókn á tengslum Íslendinga við aflandsfélög. „Ég fékk ekki skýr svör við því og hefði viljað fá skýrari svör við því.“ Katrín sagði þjóðarleiðtoga víða um í hinum vestræna heimi vera að berjast gegn tilvist þessara skjóla þar sem þau grafi undan því regluverki sem hafi verið samþykkt og undan heilbrigðri eðlilegri samkeppni. Katrín sagði einnig frá því að eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi tilkynnt framboð sitt í gær hafi einhverjir haft samband við hana um að hún byði sig fram gegn Ólafi. Hún sagði það þó ekki breyta sinni ákvörðun. Hún ætli ekki að bjóða sig fram til forseta. Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn skattsvikum í gegnum skattaskjól, bæði áður og eftir að aflandsmál fyrrverandi forsætisráðherra komu upp. Hann svaraði þó ekki spurningu formanns Vinstri grænna á Alþingi í dag um hvort þingið ætti að setja af stað rannsókn á aflandsmálum Íslendinga almennt. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í sérstökum umræðum um skattaskjól á Alþingi í dag, að það hefði komið mörgum á óvart hversu mörg félög í skattaskjólum væru tengd Íslendingum. Þótt íslensk stjórnvöld hefðu gert upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki og innleitt alþjóðlegar reglur OECD sem auðvelduðu skattheimtu af eignum í skattaskjólum mætti gera betur. Það sæist m.a. á viðbrögðum forsetum Bandaríkjanna og Frakklands og fleiri. „En þeir sem berjast gegn þessu, og það eru æ fleiri, segja að þetta grafi undan velferðarsamfélögunum, þetta grafi undan heilbrigðu atvinnulífi í heimalandinu,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda því til haga að íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar brugðist við þessum vanda. Þeir væru meðal fyrstu þjóða til að innleiða CFC reglur OECD ríkjanna og hafi gert 44 upplýsingaskiptasamninga, nú síðast hinn 12. apríl. Þá væri Ísland í samstarfi við OECD um nánara samstarf á þessum sviðum. „Við höfum nýverið klárað fleiri upplýsingaskiptasamninga. Við höfum keypt gögnin sem skattrannsóknarstjóri hefur haft til meðferðar; sem var einstök aðgerð og hefur vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Að Íslendingar skyldu hafa stigið það skref langt á undan mörgum öðrum,“ sagði Bjarni. Katrín gekk hins vegar eftir því við fjármálaráðherra hvort ekki væri nauðsynlegt að Alþingi rannsakaði þessi mál eins og franska þingið hefði ákveðið en ráðherra svaraði því ekki beint. „Menn vilja setja á sömu hilluna þá sem hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, hafa ekkert að fela og hafa fylgt íslenskum lögum og reglum og hina sem eru að fela sig og reyna að komast undan sanngjarnri skattlagningu. Þetta finnst mér ómerkilegt. Ég ætla bara að taka það fram,“ sagði Bjarni Benediktsson.Snúist ekki bara um skil á skatti Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki ánægð með þessi svör Bjarna og sagði tvennt standa upp úr. „Annars vegar það að málið snýst um tilvist þessara skattaskjóla, tilvist aflandsfélaga og þá leynd og það ógagnsæi og skort á regluverki sem einkennir þau. Þannig að þetta snýst ekki bara um skil á skatti. Þetta snýst líka um þessar hliðar og mér finnst að við eigum að taka upp baráttuna gegn því með miklu meira afgerandi hætti.“ Þá segist hún einnig hafa spurt fjármálaráðherra hvort hann væri fylgjandi því að Alþingi léti fara fram rannsókn á tengslum Íslendinga við aflandsfélög. „Ég fékk ekki skýr svör við því og hefði viljað fá skýrari svör við því.“ Katrín sagði þjóðarleiðtoga víða um í hinum vestræna heimi vera að berjast gegn tilvist þessara skjóla þar sem þau grafi undan því regluverki sem hafi verið samþykkt og undan heilbrigðri eðlilegri samkeppni. Katrín sagði einnig frá því að eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi tilkynnt framboð sitt í gær hafi einhverjir haft samband við hana um að hún byði sig fram gegn Ólafi. Hún sagði það þó ekki breyta sinni ákvörðun. Hún ætli ekki að bjóða sig fram til forseta.
Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira