Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Stefán Árni Pálsson í Grindavík skrifar 2. apríl 2016 19:30 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. Stemningin í Mustad-höllinni í Grindavík var frábær þegar leikurinn hófst og fjölmenntu Grindvíkingar í höllinni. Þær gulu byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 10-3 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. Petrúnella Skúladóttir var sjóðandi heit í liði Grindvíkingar í upphafi leiks og gerði tvær þriggja stig körfur á stuttum tíma. Haukarnir náðu einhvern veginn ekki að komast í gang í fyrsta leikhlutanum og var staðan 15-12 fyrir Grindavík eftir tíu mínútna leik. Grindvíkingar héldu áfram frábærum varnarleik í upphafi annars leikhluta og voru Haukar í stökustu vandræðum sóknarlega. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var fín og náðu þær í nokkrar mikilvægar körfur fyrir utan línuna. Staðan var 30-16 fyrir Grindavík þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og heimastúlkur í rjúkandi gír. Heimastúlkur héldu bara áfram að spila frábæra vörn og skjóta þristum. Liðið skoraði sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og voru 7/17 fyrir utan línuna. Haukar aftur á móti aðeins 1/12. Staðan í hálfleik var 46-25 og Haukar hreinlega gjaldþrota. Helena Sverrisdóttir var með 13 stig í hálfleik og eini leikmaðurinn með eitthvað lífsmark í liði Hauka. Grindvíkingar héldu áfram góðri spilamennsku í upphafi síðari hálfleiksins og héldu áfram að spila einstakan varnarleik. Það virtist kvikna eitthvað líf í lið Hauka og eins og þær væru á leiðinni í gang. Helena Sverris hélt áfram sínum leik í þriðja leikhlutanum en hana vantaði aðstoð frá öðrum leikmönnum Hauka. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 67-50 fyrir Grindavík og Haukar þurfti einfaldlega á kraftaverki að halda til að jafna einvígið. Grindavík byrjaði loka leikhlutann á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur á stuttum tíma og koma leiknum í 73-50. Þetta var bara of mikið fyrir Hauka og komust deildarmeistararnir aldrei í almennilegan séns í þessum leik. Grindavík vann að lokum góðan sigur, 85-71, og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Haukar þurfa hreinlega að fara í naflaskoðun ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn að Ásvöllum og þá getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitunum. Ingvar: Við getum komið til bakaIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Ég veit ekki hvað er í gangi, við erum bara ekki að mæta klárar,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við erum að fá framlag frá í raun einum leikmanni. Í fyrri hálfleik vorum við hræddar og ekki aggresívar í vörn. Þú vinnur ekki leiki svoleiðis.“ Ingvar segir að þetta gæti verið andlegt vandamál hjá liðinu. „Við erum með yngri flokka leikmenn sem hafa leikið spennandi og erfiða leiki á sínum ferli og því eiga þær alveg að ráða við þetta.“ Hann segir að liðið geti vel komið til baka og unnið þrjá í röð. „Við erum ekkert að fara hætta núna, það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí.“ Daníel: Þakkar bæjarbúum fyrir stuðninginnDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Þetta var frábær frammistaða frá leikmönnum mínum og við héldum okkur alveg við leikskipulagið allan leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Ef við gerum það sem við eigum að gera, þá getum við alltaf verið ánægðar með frammistöðuna, hvort sem við vinnum eða töpum.“ Leikmenn Grindvíkinga hópuðust oft á tíðum saman í miðjum leik og tóku einskonar leikhlé inni á vellinum. „Þegar þær átta sig á því að það er eitthvað í gangi inni á vellinum sem þarf að breyta þá bara tala þær saman. Þær eru á sömu blaðsíðunni.“ Stemningin í Röstinni var frábær í kvöld og mætingin til fyrirmyndar. „Ég er mjög þakklátur bæjarbúum að mæta svona vel og standa við bakið á okkur. Núna ætlum við okkur bara að halda áfram sömu vinnu og sjá svo til hverju það skilar okkur."Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. Stemningin í Mustad-höllinni í Grindavík var frábær þegar leikurinn hófst og fjölmenntu Grindvíkingar í höllinni. Þær gulu byrjuðu leikinn virkilega vel og komust í 10-3 þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður. Petrúnella Skúladóttir var sjóðandi heit í liði Grindvíkingar í upphafi leiks og gerði tvær þriggja stig körfur á stuttum tíma. Haukarnir náðu einhvern veginn ekki að komast í gang í fyrsta leikhlutanum og var staðan 15-12 fyrir Grindavík eftir tíu mínútna leik. Grindvíkingar héldu áfram frábærum varnarleik í upphafi annars leikhluta og voru Haukar í stökustu vandræðum sóknarlega. Þriggja stiga nýting Grindvíkinga var fín og náðu þær í nokkrar mikilvægar körfur fyrir utan línuna. Staðan var 30-16 fyrir Grindavík þegar fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta og heimastúlkur í rjúkandi gír. Heimastúlkur héldu bara áfram að spila frábæra vörn og skjóta þristum. Liðið skoraði sjö þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og voru 7/17 fyrir utan línuna. Haukar aftur á móti aðeins 1/12. Staðan í hálfleik var 46-25 og Haukar hreinlega gjaldþrota. Helena Sverrisdóttir var með 13 stig í hálfleik og eini leikmaðurinn með eitthvað lífsmark í liði Hauka. Grindvíkingar héldu áfram góðri spilamennsku í upphafi síðari hálfleiksins og héldu áfram að spila einstakan varnarleik. Það virtist kvikna eitthvað líf í lið Hauka og eins og þær væru á leiðinni í gang. Helena Sverris hélt áfram sínum leik í þriðja leikhlutanum en hana vantaði aðstoð frá öðrum leikmönnum Hauka. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 67-50 fyrir Grindavík og Haukar þurfti einfaldlega á kraftaverki að halda til að jafna einvígið. Grindavík byrjaði loka leikhlutann á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur á stuttum tíma og koma leiknum í 73-50. Þetta var bara of mikið fyrir Hauka og komust deildarmeistararnir aldrei í almennilegan séns í þessum leik. Grindavík vann að lokum góðan sigur, 85-71, og er komið í 2-0 í einvígi liðanna. Haukar þurfa hreinlega að fara í naflaskoðun ef þeir ætla ekki í sumarfrí. Næsti leikur liðanna er á þriðjudaginn að Ásvöllum og þá getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitunum. Ingvar: Við getum komið til bakaIngvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka.Vísir/Ernir„Ég veit ekki hvað er í gangi, við erum bara ekki að mæta klárar,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við erum að fá framlag frá í raun einum leikmanni. Í fyrri hálfleik vorum við hræddar og ekki aggresívar í vörn. Þú vinnur ekki leiki svoleiðis.“ Ingvar segir að þetta gæti verið andlegt vandamál hjá liðinu. „Við erum með yngri flokka leikmenn sem hafa leikið spennandi og erfiða leiki á sínum ferli og því eiga þær alveg að ráða við þetta.“ Hann segir að liðið geti vel komið til baka og unnið þrjá í röð. „Við erum ekkert að fara hætta núna, það er enginn tilbúinn að fara í sumarfrí.“ Daníel: Þakkar bæjarbúum fyrir stuðninginnDaníel í leik með karlaliði Grindvíkinga.vísir/stefán„Þetta var frábær frammistaða frá leikmönnum mínum og við héldum okkur alveg við leikskipulagið allan leikinn,“ segir Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Ef við gerum það sem við eigum að gera, þá getum við alltaf verið ánægðar með frammistöðuna, hvort sem við vinnum eða töpum.“ Leikmenn Grindvíkinga hópuðust oft á tíðum saman í miðjum leik og tóku einskonar leikhlé inni á vellinum. „Þegar þær átta sig á því að það er eitthvað í gangi inni á vellinum sem þarf að breyta þá bara tala þær saman. Þær eru á sömu blaðsíðunni.“ Stemningin í Röstinni var frábær í kvöld og mætingin til fyrirmyndar. „Ég er mjög þakklátur bæjarbúum að mæta svona vel og standa við bakið á okkur. Núna ætlum við okkur bara að halda áfram sömu vinnu og sjá svo til hverju það skilar okkur."Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sport Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Körfubolti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Enski boltinn Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira