Læknir segist hafa gefið leikmönnum Arsenal, Chelsea og Leicester ólögleg lyf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 09:46 Leikmenn Arsenal og Leicester City eru sagðir vera meðal sjúklinga læknisins. Vísir/Getty Breski læknirinn Mark Bonar segist hafa gefið 150 íþróttamönnum í Englandi ólögleg lyf en þar á meðal eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, breskir hjólreiðamenn í Tour de France, hnefaleikameistari, tennisspilarar, bardagaíþróttamenn og krikketleikmenn. Breska blaðið The Sunday Times slær þessu upp hjá sér en blaðamaðurinn komst að þessu þegar hann tók upp viðtal við Mark Bonar með falinni myndavél. Blaðamaðurinn heimsótti stofu þessa 38 ára gamla læknis í London og þar viðurkenndi hann að hafa gefið þessum frægu íþróttamönnum ólögleg lyf undanfarin sex ár þar á meðal EPO-lyfið sem Lance Armstrong tók, karlmannshormón, stera og vaxtarhormón. Í þessu myndbandi segir læknirinn frá því að hann væri með fjölda sjúklinga, sem hann kallaði leynisjúklinga en þar á meðal voru leikmenn ensku úrvalsdeildarliðanna Arsenal, Chelsea og Leicester City. „Það að sumir sjúklinga minna séu atvinnuíþróttamenn kemur ekki málinu við. Ef að það er eitthvað að hjá þeim og þeir bera einkenni þá mun ég sinna þeim. Þeir gera sér líka fulla grein fyrir áhættunni sem þeir taka með því að nota þessi lyf á meðan þeir keppa. Það er síðan á þeirra ábyrgð að fylgja lögum um ólöglega lyfjanotkun," segir Mark Bonar í viðtalinu. „Ég er ekki að meðhöndla íþróttamenn aðeins til að gefa þeim árangursaukandi lyf. Það er aðeins fylgikvilli þessarar meðferðar minnar," sagði Bonar. Hann viðurkennir þó að árangur íþróttamannanna hafi verið margfalt meiri í framhaldinu. Mark Bonar segist ekki auglýsa sig opinberlega heldur treysti hann á það að íþróttamenn heyri af meðferð hans mann frá manni. John Whittingdale, íþróttamálaráðherra á Bretlandi er bæði hneykslaður og áhyggjufullur yfir fréttunum og hefur þegar krafist þess að það fari fram óháð rannsókn á því til hvaða aðgerða var gripið þegar fyrstu ásakanir bárust. Hann vill ennfremur fá það á hreint hvað sér best að gera til að hreinsa breskar íþróttir af notkun árangursaukandi lyfja. Aðrar íþróttir Enski boltinn Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Breski læknirinn Mark Bonar segist hafa gefið 150 íþróttamönnum í Englandi ólögleg lyf en þar á meðal eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, breskir hjólreiðamenn í Tour de France, hnefaleikameistari, tennisspilarar, bardagaíþróttamenn og krikketleikmenn. Breska blaðið The Sunday Times slær þessu upp hjá sér en blaðamaðurinn komst að þessu þegar hann tók upp viðtal við Mark Bonar með falinni myndavél. Blaðamaðurinn heimsótti stofu þessa 38 ára gamla læknis í London og þar viðurkenndi hann að hafa gefið þessum frægu íþróttamönnum ólögleg lyf undanfarin sex ár þar á meðal EPO-lyfið sem Lance Armstrong tók, karlmannshormón, stera og vaxtarhormón. Í þessu myndbandi segir læknirinn frá því að hann væri með fjölda sjúklinga, sem hann kallaði leynisjúklinga en þar á meðal voru leikmenn ensku úrvalsdeildarliðanna Arsenal, Chelsea og Leicester City. „Það að sumir sjúklinga minna séu atvinnuíþróttamenn kemur ekki málinu við. Ef að það er eitthvað að hjá þeim og þeir bera einkenni þá mun ég sinna þeim. Þeir gera sér líka fulla grein fyrir áhættunni sem þeir taka með því að nota þessi lyf á meðan þeir keppa. Það er síðan á þeirra ábyrgð að fylgja lögum um ólöglega lyfjanotkun," segir Mark Bonar í viðtalinu. „Ég er ekki að meðhöndla íþróttamenn aðeins til að gefa þeim árangursaukandi lyf. Það er aðeins fylgikvilli þessarar meðferðar minnar," sagði Bonar. Hann viðurkennir þó að árangur íþróttamannanna hafi verið margfalt meiri í framhaldinu. Mark Bonar segist ekki auglýsa sig opinberlega heldur treysti hann á það að íþróttamenn heyri af meðferð hans mann frá manni. John Whittingdale, íþróttamálaráðherra á Bretlandi er bæði hneykslaður og áhyggjufullur yfir fréttunum og hefur þegar krafist þess að það fari fram óháð rannsókn á því til hvaða aðgerða var gripið þegar fyrstu ásakanir bárust. Hann vill ennfremur fá það á hreint hvað sér best að gera til að hreinsa breskar íþróttir af notkun árangursaukandi lyfja.
Aðrar íþróttir Enski boltinn Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti