Læknir segist hafa gefið leikmönnum Arsenal, Chelsea og Leicester ólögleg lyf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 09:46 Leikmenn Arsenal og Leicester City eru sagðir vera meðal sjúklinga læknisins. Vísir/Getty Breski læknirinn Mark Bonar segist hafa gefið 150 íþróttamönnum í Englandi ólögleg lyf en þar á meðal eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, breskir hjólreiðamenn í Tour de France, hnefaleikameistari, tennisspilarar, bardagaíþróttamenn og krikketleikmenn. Breska blaðið The Sunday Times slær þessu upp hjá sér en blaðamaðurinn komst að þessu þegar hann tók upp viðtal við Mark Bonar með falinni myndavél. Blaðamaðurinn heimsótti stofu þessa 38 ára gamla læknis í London og þar viðurkenndi hann að hafa gefið þessum frægu íþróttamönnum ólögleg lyf undanfarin sex ár þar á meðal EPO-lyfið sem Lance Armstrong tók, karlmannshormón, stera og vaxtarhormón. Í þessu myndbandi segir læknirinn frá því að hann væri með fjölda sjúklinga, sem hann kallaði leynisjúklinga en þar á meðal voru leikmenn ensku úrvalsdeildarliðanna Arsenal, Chelsea og Leicester City. „Það að sumir sjúklinga minna séu atvinnuíþróttamenn kemur ekki málinu við. Ef að það er eitthvað að hjá þeim og þeir bera einkenni þá mun ég sinna þeim. Þeir gera sér líka fulla grein fyrir áhættunni sem þeir taka með því að nota þessi lyf á meðan þeir keppa. Það er síðan á þeirra ábyrgð að fylgja lögum um ólöglega lyfjanotkun," segir Mark Bonar í viðtalinu. „Ég er ekki að meðhöndla íþróttamenn aðeins til að gefa þeim árangursaukandi lyf. Það er aðeins fylgikvilli þessarar meðferðar minnar," sagði Bonar. Hann viðurkennir þó að árangur íþróttamannanna hafi verið margfalt meiri í framhaldinu. Mark Bonar segist ekki auglýsa sig opinberlega heldur treysti hann á það að íþróttamenn heyri af meðferð hans mann frá manni. John Whittingdale, íþróttamálaráðherra á Bretlandi er bæði hneykslaður og áhyggjufullur yfir fréttunum og hefur þegar krafist þess að það fari fram óháð rannsókn á því til hvaða aðgerða var gripið þegar fyrstu ásakanir bárust. Hann vill ennfremur fá það á hreint hvað sér best að gera til að hreinsa breskar íþróttir af notkun árangursaukandi lyfja. Aðrar íþróttir Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Breski læknirinn Mark Bonar segist hafa gefið 150 íþróttamönnum í Englandi ólögleg lyf en þar á meðal eru leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, breskir hjólreiðamenn í Tour de France, hnefaleikameistari, tennisspilarar, bardagaíþróttamenn og krikketleikmenn. Breska blaðið The Sunday Times slær þessu upp hjá sér en blaðamaðurinn komst að þessu þegar hann tók upp viðtal við Mark Bonar með falinni myndavél. Blaðamaðurinn heimsótti stofu þessa 38 ára gamla læknis í London og þar viðurkenndi hann að hafa gefið þessum frægu íþróttamönnum ólögleg lyf undanfarin sex ár þar á meðal EPO-lyfið sem Lance Armstrong tók, karlmannshormón, stera og vaxtarhormón. Í þessu myndbandi segir læknirinn frá því að hann væri með fjölda sjúklinga, sem hann kallaði leynisjúklinga en þar á meðal voru leikmenn ensku úrvalsdeildarliðanna Arsenal, Chelsea og Leicester City. „Það að sumir sjúklinga minna séu atvinnuíþróttamenn kemur ekki málinu við. Ef að það er eitthvað að hjá þeim og þeir bera einkenni þá mun ég sinna þeim. Þeir gera sér líka fulla grein fyrir áhættunni sem þeir taka með því að nota þessi lyf á meðan þeir keppa. Það er síðan á þeirra ábyrgð að fylgja lögum um ólöglega lyfjanotkun," segir Mark Bonar í viðtalinu. „Ég er ekki að meðhöndla íþróttamenn aðeins til að gefa þeim árangursaukandi lyf. Það er aðeins fylgikvilli þessarar meðferðar minnar," sagði Bonar. Hann viðurkennir þó að árangur íþróttamannanna hafi verið margfalt meiri í framhaldinu. Mark Bonar segist ekki auglýsa sig opinberlega heldur treysti hann á það að íþróttamenn heyri af meðferð hans mann frá manni. John Whittingdale, íþróttamálaráðherra á Bretlandi er bæði hneykslaður og áhyggjufullur yfir fréttunum og hefur þegar krafist þess að það fari fram óháð rannsókn á því til hvaða aðgerða var gripið þegar fyrstu ásakanir bárust. Hann vill ennfremur fá það á hreint hvað sér best að gera til að hreinsa breskar íþróttir af notkun árangursaukandi lyfja.
Aðrar íþróttir Enski boltinn Íþróttir Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira