Hafa beðið eftir flugi heim í um 18 klukkustundir Ásgeir Erlendsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. apríl 2016 12:00 Flug WOW air frá Las Palmas á Kanaríeyjum átti að leggja af stað til Íslands klukkan 16:45 í gær. Upp kom vélarbilun og eftir bið á flugvellinum í gær var farþegum komið fyrir á hóteli í gærkvöldi. Þar fengu þau fimm tíma svefn áður en þeim var ekið aftur á flugvöllinn í morgun.(Uppfært 13:25) Önnur flugvél er nú á leið til Kanaríeyja að ná í farþegana. Áætlaður brottfarartími er 18:30 að staðartíma eða 17:30 að íslenskum tíma. Þar hélt biðin áfram. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir er ein þeirra sem hefur beðið í um átján klukkustundir eftir heimförinni til Íslands. Hún segir farþega vera orðna þreytta og pirraða. „Við sitjum hérna fyrir framan hliðið þar sem okkar var vísað klukkan átta í morgun og höfum lítið heyrt meira. Þetta eru komnir átján klukkutímar,“ segir Ragnheiður. Hún segir andrúmsloftið vera vera „frekar þreytulegt“. Lítil börn séu í hópnum og þau séu pirruð á biðinni. Þá hafi fólk misst af tengiflugum í Keflavík. „Það væri nú aðeins skárra að við vissum hvað væri í gangi og hvenær það væri möguleiki að fara heim.“Farþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun.VísirFarþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun. Miðað við myndir sem Vísir hefur fengið af flugvellinum nægir það ekki fyrir túnfisksamloku og vatnsflösku, eins og sjá má hér til hliðar. „Við viljum bara fá upplýsingar. Við viljum vita hvort að vélin sé að komast í lag eða hvort það verði önnur vél send eftir okkur. Það er nú kannski of seint núna, en það hefði verið fínt, fyrst við erum ekki að fara neitt, að fá að sofa aðeins út í morgun. Við fengum bara fimm klukkutíma svefn.“ Samkvæmt upplýsingafulltrúa WOW þykir fyrirtækinu miður að þessi staða hafi komið upp og fjöldi manns vinni nú hörðum höndum að því að koma farþegunum sem fyrst heim. Hér eftir munu farþegarnir fá upplýsingar á klukkutíma fresti með sms-skilaboðum. Fréttir af flugi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Flug WOW air frá Las Palmas á Kanaríeyjum átti að leggja af stað til Íslands klukkan 16:45 í gær. Upp kom vélarbilun og eftir bið á flugvellinum í gær var farþegum komið fyrir á hóteli í gærkvöldi. Þar fengu þau fimm tíma svefn áður en þeim var ekið aftur á flugvöllinn í morgun.(Uppfært 13:25) Önnur flugvél er nú á leið til Kanaríeyja að ná í farþegana. Áætlaður brottfarartími er 18:30 að staðartíma eða 17:30 að íslenskum tíma. Þar hélt biðin áfram. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir er ein þeirra sem hefur beðið í um átján klukkustundir eftir heimförinni til Íslands. Hún segir farþega vera orðna þreytta og pirraða. „Við sitjum hérna fyrir framan hliðið þar sem okkar var vísað klukkan átta í morgun og höfum lítið heyrt meira. Þetta eru komnir átján klukkutímar,“ segir Ragnheiður. Hún segir andrúmsloftið vera vera „frekar þreytulegt“. Lítil börn séu í hópnum og þau séu pirruð á biðinni. Þá hafi fólk misst af tengiflugum í Keflavík. „Það væri nú aðeins skárra að við vissum hvað væri í gangi og hvenær það væri möguleiki að fara heim.“Farþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun.VísirFarþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun. Miðað við myndir sem Vísir hefur fengið af flugvellinum nægir það ekki fyrir túnfisksamloku og vatnsflösku, eins og sjá má hér til hliðar. „Við viljum bara fá upplýsingar. Við viljum vita hvort að vélin sé að komast í lag eða hvort það verði önnur vél send eftir okkur. Það er nú kannski of seint núna, en það hefði verið fínt, fyrst við erum ekki að fara neitt, að fá að sofa aðeins út í morgun. Við fengum bara fimm klukkutíma svefn.“ Samkvæmt upplýsingafulltrúa WOW þykir fyrirtækinu miður að þessi staða hafi komið upp og fjöldi manns vinni nú hörðum höndum að því að koma farþegunum sem fyrst heim. Hér eftir munu farþegarnir fá upplýsingar á klukkutíma fresti með sms-skilaboðum.
Fréttir af flugi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira