Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2016 14:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Ernir Tengsl forsætisráðherra við aflandsfélag í skattaskjóli er pólitískt erfitt fyrir hann sjálfan en hefur ekki áhrif á ríkisstjórnina. Þetta segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósammála Brynjari og segir vanda Sigmundar vanda allar ríkisstjórnarinnar.Brynjar Níelsson segir stjórnmálamenn oft taka ákvarðanir sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra.vísir/vilhelm„Það getur verið pólitískt erfitt fyrir Sigmund sjálfan af því að eignirnar eru þarna. En ég er bara að segja út frá vanhæfissjónarmiðum að þá finnst mér þetta ekki hafa áhrif á ríkisstjórnina. Þetta getur haft áhrif á ráðherrann sem slíkan en þetta er ekki þannig mál að ríkisstjórnin eigi að hætta eða fara frá.“ Þetta sagði Brynjar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnandinn Sigurjón M. Egilsson spurði hvort Sigmundur ætti þá bara sjálfur að stíga til hliðar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að fylla í skarðið? „Menn geta vel því fyrir sér,“ sagði Brynjar en hann væri ekki þeirrar skoðunar. Málið væri hins vegar óþægilegt, óheppilegt og upplýsingarnar hefðu átt að liggja fyrir.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar var á öðru máli. „Mér finnst sérkennilegt að heyra hjá félaga minum Brynjari að þetta sé vandamál fyrir Sigmund sjálfan en ekki fyrir ríkisstjórnina. Auðvitað eru vandamál fyrir forsætirsráðherra vandamál fyrir ríkisstjórnina. Þetta er ekki mjög flókið. Forsætisráðherra, hvorki á Íslandi né í nokkru öðru landi, á að vera á Tortóla,“ sagði Helgi. „Því síður á að leyna upplýsingum um það. Það hefur í för með sér svo margvísleg álitamál sem hljóta að skapa verulega erfiðleika fyrir forsætisráðherrann og þar með ríkisstjórnina. Þar eru þessi álitamál um hæfið í viðræðum um stærstu hagsmuni íslensu þjóðarinnar við erlendu kröfuhafana. Sömuleiðis það sem lítur að því að hann leynir upplýsingum,“ sagði Helgi og hélt áfram: „Það er hræsnin sem í því felst að vera sjálfur í erlendu hagkerfi með erlendan gjaldeyri en gera öðrum í landinu að búa við íslenska krónu og ákveða að þeir eiga að gera það til frambúðar. Svo er það að það fóru fjármunir úr landinu fyrir hrun sem fólk sá ekki sóma sinn í að koma hingað með til fjárfestinga eftir hrun þegar neyðarástand var í landinu, fyrirtæki að hrynja og fólk að missa vinnnuna.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á einstaka liði úr þættinum. Ásmundur Einar Daðason, Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir töluðu um átökin í íslenskum stjórnmálum. Brynjar Níelsson vill að forsætisráðherra leggi öll gögn á borðið og eyði þannig totryggni. Guðmundur Hálfdánarson og Stefán Jón Hafstein fóru víða í samræðum sínum. Þeir töluðu um stöðuna í stjórnmálunum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Tengsl forsætisráðherra við aflandsfélag í skattaskjóli er pólitískt erfitt fyrir hann sjálfan en hefur ekki áhrif á ríkisstjórnina. Þetta segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósammála Brynjari og segir vanda Sigmundar vanda allar ríkisstjórnarinnar.Brynjar Níelsson segir stjórnmálamenn oft taka ákvarðanir sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra.vísir/vilhelm„Það getur verið pólitískt erfitt fyrir Sigmund sjálfan af því að eignirnar eru þarna. En ég er bara að segja út frá vanhæfissjónarmiðum að þá finnst mér þetta ekki hafa áhrif á ríkisstjórnina. Þetta getur haft áhrif á ráðherrann sem slíkan en þetta er ekki þannig mál að ríkisstjórnin eigi að hætta eða fara frá.“ Þetta sagði Brynjar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnandinn Sigurjón M. Egilsson spurði hvort Sigmundur ætti þá bara sjálfur að stíga til hliðar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að fylla í skarðið? „Menn geta vel því fyrir sér,“ sagði Brynjar en hann væri ekki þeirrar skoðunar. Málið væri hins vegar óþægilegt, óheppilegt og upplýsingarnar hefðu átt að liggja fyrir.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar var á öðru máli. „Mér finnst sérkennilegt að heyra hjá félaga minum Brynjari að þetta sé vandamál fyrir Sigmund sjálfan en ekki fyrir ríkisstjórnina. Auðvitað eru vandamál fyrir forsætirsráðherra vandamál fyrir ríkisstjórnina. Þetta er ekki mjög flókið. Forsætisráðherra, hvorki á Íslandi né í nokkru öðru landi, á að vera á Tortóla,“ sagði Helgi. „Því síður á að leyna upplýsingum um það. Það hefur í för með sér svo margvísleg álitamál sem hljóta að skapa verulega erfiðleika fyrir forsætisráðherrann og þar með ríkisstjórnina. Þar eru þessi álitamál um hæfið í viðræðum um stærstu hagsmuni íslensu þjóðarinnar við erlendu kröfuhafana. Sömuleiðis það sem lítur að því að hann leynir upplýsingum,“ sagði Helgi og hélt áfram: „Það er hræsnin sem í því felst að vera sjálfur í erlendu hagkerfi með erlendan gjaldeyri en gera öðrum í landinu að búa við íslenska krónu og ákveða að þeir eiga að gera það til frambúðar. Svo er það að það fóru fjármunir úr landinu fyrir hrun sem fólk sá ekki sóma sinn í að koma hingað með til fjárfestinga eftir hrun þegar neyðarástand var í landinu, fyrirtæki að hrynja og fólk að missa vinnnuna.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á einstaka liði úr þættinum. Ásmundur Einar Daðason, Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir töluðu um átökin í íslenskum stjórnmálum. Brynjar Níelsson vill að forsætisráðherra leggi öll gögn á borðið og eyði þannig totryggni. Guðmundur Hálfdánarson og Stefán Jón Hafstein fóru víða í samræðum sínum. Þeir töluðu um stöðuna í stjórnmálunum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50
Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15