Sigmundur fær kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2016 17:54 Facebook-verjar hirða ekkert um að sýna forsætisráðherra kurteisi eða virðingu á hans eigin Facebooksíðu. „Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebooksíðu sína. Sigmundur Davíð lítur svo á að eiginkona hans sæti árásum af hálfu Sigrúnar Davíðsdóttur pistlahöfundar á RÚV. En, áður en hann beinir tali sínu að ríkisútvarpinu, finnst honum rétt að koma eftirfarandi á framfæri, þá varðandi eiginkonu sína. „Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn““ Og Sigmundur Davíð segir þetta ástæðuna fyrir því að hann vilji ekki tala við RÚV. „Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“ Þó yfir tvö hundruð manns hafi lækað þessi orð Sigmundar Davíðs vekur athygli hversu afdráttarlausar athugasemdir falla á síðu hans. Fjölmargir hirða hvergi um að sýna forsætisráðherra kurteisi, hvað þá virðingarvott. „Ekkert af því sem Sigmundur Davíð hefur sagt breytir því að hann átti að upplýsa um það fyrir kosningar að konan hans væri kröfuhafi,“ segir einn. Annar segir: „Ætli ruv sé búin að segja "sama frasanb" 7 sinnum?“ Og önnur segir: „“Já, konan mín, konan mín og konan min, skammastu þín...“ Þá eru margir sem skora á Sigmund Davíð að segja af sér: „Sigmundur segðu af þér og axlaðu ábyrgð.“ Og þannig gengur dælan. Athugsemdirnar sýna svo ekki verður um villst að verulega er farið að hrikta í stöðu forsætisráðherra meðal kjósenda. Sjá má færsluna hér neðar og er athyglisvert að lesa hvað Facebookverjum sýnist um orð Sigmundar Davíðs.Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 3. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
„Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebooksíðu sína. Sigmundur Davíð lítur svo á að eiginkona hans sæti árásum af hálfu Sigrúnar Davíðsdóttur pistlahöfundar á RÚV. En, áður en hann beinir tali sínu að ríkisútvarpinu, finnst honum rétt að koma eftirfarandi á framfæri, þá varðandi eiginkonu sína. „Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn““ Og Sigmundur Davíð segir þetta ástæðuna fyrir því að hann vilji ekki tala við RÚV. „Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“ Þó yfir tvö hundruð manns hafi lækað þessi orð Sigmundar Davíðs vekur athygli hversu afdráttarlausar athugasemdir falla á síðu hans. Fjölmargir hirða hvergi um að sýna forsætisráðherra kurteisi, hvað þá virðingarvott. „Ekkert af því sem Sigmundur Davíð hefur sagt breytir því að hann átti að upplýsa um það fyrir kosningar að konan hans væri kröfuhafi,“ segir einn. Annar segir: „Ætli ruv sé búin að segja "sama frasanb" 7 sinnum?“ Og önnur segir: „“Já, konan mín, konan mín og konan min, skammastu þín...“ Þá eru margir sem skora á Sigmund Davíð að segja af sér: „Sigmundur segðu af þér og axlaðu ábyrgð.“ Og þannig gengur dælan. Athugsemdirnar sýna svo ekki verður um villst að verulega er farið að hrikta í stöðu forsætisráðherra meðal kjósenda. Sjá má færsluna hér neðar og er athyglisvert að lesa hvað Facebookverjum sýnist um orð Sigmundar Davíðs.Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 3. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent