Irina: Ég held að ég geti komist á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2016 06:00 Jón Sigurður Gunnarsson og Irina Sazonova eru Íslandsmeistarar í fjölþraut 2016 og þau unnu einnig tvo Íslandsmeistaratitla á einstökum áhöldum. Vísir/Ernir Ármenningar gátu gengið skælbrosandi út úr Laugabóli í gær enda gátu þeir verið ánægðir með flotta framkvæmd og ekki síst frábæran árangur síns fólks. Þetta hefur verið frábær vetur fyrir fimleikafólk Ármanns og það kristallaðist í níu gullverðlaunum félagsins á Íslandsmótinu um helgina. Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson unnu þrjá Íslandsmeistaratitla hvort en Ármenningarnir Sigurður Andrés Sigurðarson (tvö gull) og Dominiqua Belányi unnu líka titla.Búin að vinna öll mótin á árinu 2016 Jón Sigurður Gunnarsson vann fjölþrautina í fyrsta sinn eins og Irina og hann var sáttur. „Ég er búinn að vera að keppa í þessum flokki í fimm ár og nú er fjölþrautargullið loksins komið í hús. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Jón Sigurður. „Ég er búinn að vinna öll mótin á þessu ári og Irina líka. Það er fullt hús stiga hjá okkur Ármenningum og næst er bara Norðurlandamótið á heimavelli. Á Norðurlandsmótinu fyrir tveimur árum var ég í öðru sæti í hringjum og það væri sætt að ná í gullið núna,” sagði Jón Sigurður. Dominiqua Belányi átti flott Íslandsmót en varð enn á ný að sætta sig við silfrið í fjölþrautinni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Thelma Rut Hermannsdóttir setti fimleikabolinn upp í skáp eftir titil sinn í fyrra en þá hafði hún betur í keppni við Dominiqu. Það var þó ekki komið að Dominiqu því að þessu sinni var Irina Sazonova mætt á sviðið á sínu fyrsta stórmóti hér heima sem íslenskur ríkisborgari. Dominiqua Belányi er þó ekkert að svekkja sig yfir þessari nýtilkomnu samkeppni frá Irinu. „Laugardagurinn var frábær og ég gerði eiginlega mitt besta mót. Ég er sátt, silfur í fjölþraut eins og nokkrum sinnum áður en ég er mjög ánægð með að vinna minn fimmta Íslandsmeistaratitil á tvíslánni,“ sagði Dominiqua og grætur ekki innkomu Irinu.Þurfum bara að spýta í lófana „Hún er einum til tveimur stigum betri en ég. Ég er samt að nálgast hana mikið. Hún er aðeins betri en við en við þurfum bara að spýta í lófana til að ná henni. Þetta er góð samkeppni fyrir okkur hinar stelpurnar,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova var líka brosandi eins og Dominiqua. „Það gekk vel,“ sagði Irina sem er farin að reyna að tala meiri íslensku en áður. Irina Sazonova er á leiðinni til Ríó þar sem hún keppir í undankeppni fyrir ÓL en sú keppni fer fram 16. apríl. Hún ætlar sér til Ríó. „Við sjáum til. Ég þarf að æfa mikið og undirbúa mig vel. Ég þarf að ná 53 stigum,“ segir Irina og bætti svo strax við: „Og ekki detta,“ sagði hún brosandi. „Ég held að ég geti komist á Ólympíuleikana,” sagði Irina. „Irina er á góðu róli og ég hef trú á henni,” segir Jón Sigurður. Irina Sazonova náði 53 stigum þegar hún hjálpaði Ármanni að verða bikarmeistari annað árið í röð en hún var aðeins undir því á Íslandsmótinu um helgina. Það kom ekki í veg fyrir að hún varð Íslandsmeistari Ármanns í kvennaflokki frá því að Sif Pálsdóttir vann 2003. Hún hefur fulla trú á að ná því að verða fyrsta íslenskan konan til sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Irina og Jón Sigurður Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleika Bæði Irina og Jón Sigurður tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum en á morgun verða Íslandsmeistarar krýndir á einstökum áhöldum. 2. apríl 2016 17:00 Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. 2. apríl 2016 07:00 Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. 3. apríl 2016 17:37 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Ármenningar gátu gengið skælbrosandi út úr Laugabóli í gær enda gátu þeir verið ánægðir með flotta framkvæmd og ekki síst frábæran árangur síns fólks. Þetta hefur verið frábær vetur fyrir fimleikafólk Ármanns og það kristallaðist í níu gullverðlaunum félagsins á Íslandsmótinu um helgina. Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson unnu þrjá Íslandsmeistaratitla hvort en Ármenningarnir Sigurður Andrés Sigurðarson (tvö gull) og Dominiqua Belányi unnu líka titla.Búin að vinna öll mótin á árinu 2016 Jón Sigurður Gunnarsson vann fjölþrautina í fyrsta sinn eins og Irina og hann var sáttur. „Ég er búinn að vera að keppa í þessum flokki í fimm ár og nú er fjölþrautargullið loksins komið í hús. Þetta er góð tilfinning,“ sagði Jón Sigurður. „Ég er búinn að vinna öll mótin á þessu ári og Irina líka. Það er fullt hús stiga hjá okkur Ármenningum og næst er bara Norðurlandamótið á heimavelli. Á Norðurlandsmótinu fyrir tveimur árum var ég í öðru sæti í hringjum og það væri sætt að ná í gullið núna,” sagði Jón Sigurður. Dominiqua Belányi átti flott Íslandsmót en varð enn á ný að sætta sig við silfrið í fjölþrautinni. Sexfaldi Íslandsmeistarinn Thelma Rut Hermannsdóttir setti fimleikabolinn upp í skáp eftir titil sinn í fyrra en þá hafði hún betur í keppni við Dominiqu. Það var þó ekki komið að Dominiqu því að þessu sinni var Irina Sazonova mætt á sviðið á sínu fyrsta stórmóti hér heima sem íslenskur ríkisborgari. Dominiqua Belányi er þó ekkert að svekkja sig yfir þessari nýtilkomnu samkeppni frá Irinu. „Laugardagurinn var frábær og ég gerði eiginlega mitt besta mót. Ég er sátt, silfur í fjölþraut eins og nokkrum sinnum áður en ég er mjög ánægð með að vinna minn fimmta Íslandsmeistaratitil á tvíslánni,“ sagði Dominiqua og grætur ekki innkomu Irinu.Þurfum bara að spýta í lófana „Hún er einum til tveimur stigum betri en ég. Ég er samt að nálgast hana mikið. Hún er aðeins betri en við en við þurfum bara að spýta í lófana til að ná henni. Þetta er góð samkeppni fyrir okkur hinar stelpurnar,“ sagði Dominiqua. Irina Sazonova var líka brosandi eins og Dominiqua. „Það gekk vel,“ sagði Irina sem er farin að reyna að tala meiri íslensku en áður. Irina Sazonova er á leiðinni til Ríó þar sem hún keppir í undankeppni fyrir ÓL en sú keppni fer fram 16. apríl. Hún ætlar sér til Ríó. „Við sjáum til. Ég þarf að æfa mikið og undirbúa mig vel. Ég þarf að ná 53 stigum,“ segir Irina og bætti svo strax við: „Og ekki detta,“ sagði hún brosandi. „Ég held að ég geti komist á Ólympíuleikana,” sagði Irina. „Irina er á góðu róli og ég hef trú á henni,” segir Jón Sigurður. Irina Sazonova náði 53 stigum þegar hún hjálpaði Ármanni að verða bikarmeistari annað árið í röð en hún var aðeins undir því á Íslandsmótinu um helgina. Það kom ekki í veg fyrir að hún varð Íslandsmeistari Ármanns í kvennaflokki frá því að Sif Pálsdóttir vann 2003. Hún hefur fulla trú á að ná því að verða fyrsta íslenskan konan til sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Irina og Jón Sigurður Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleika Bæði Irina og Jón Sigurður tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum en á morgun verða Íslandsmeistarar krýndir á einstökum áhöldum. 2. apríl 2016 17:00 Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. 2. apríl 2016 07:00 Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. 3. apríl 2016 17:37 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Irina og Jón Sigurður Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleika Bæði Irina og Jón Sigurður tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með nokkrum yfirburðum en á morgun verða Íslandsmeistarar krýndir á einstökum áhöldum. 2. apríl 2016 17:00
Verður Irina Íslandsmeistari í fyrsta skipti? Stærsta mót ársins í áhaldafimleikum fer fram um helgina í Ármannsheimilinu í Laugardal en þá er Íslandsmótið í áhaldafimleikum á dagskrá í Laugabóli. Það verða nýir Íslandsmeistarar krýndir því sigurvegararnir frá því í fyrra verða ekki með í ár. 2. apríl 2016 07:00
Irina og Jón Sigurður urðu bæði þrefaldir Íslandsmeistarar um helgina Ármenningarnir Irina Sazonova og Jón Sigurður Gunnarsson bættu í dag við tveimur Íslandsmeistaratitlum á einstökum áhöldum við Íslandsmeistaratitla sína í fjölþraut í gær. Íslandsmótinu í áhaldafimleikum 2016 lauk í Laugabóli í dag. 3. apríl 2016 17:37