Lögregla mætti á heimili Sigmundar Davíðs vegna norskra blaðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 3. apríl 2016 22:44 Ljósmynd sem blaðamenn Aftenposten tóku af Sigmundi Davíð forsætisráðherra og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur við heimili þeirra í Garðabæ. Skjáskot af vef Aftenposten. Lögreglumenn mættu að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten þegar þeir reyndu að ná tali af ráðherranum fyrir utan heimili hans í dag. Þetta kemur fram í umfjöllun Aftenposten um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans við aflandsfélagið Wintris sem er að finna í Panama-skjölunum. Blaðamenn Aftenposten biðu fyrir utan heimili Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar í Garðabæ í dag. Þegar hjónin komu akandi að húsinu reyndu þeir að ná tali af þeim. Í fréttinni kemur fram að Anna Sigurlaug fór úr bílnum og sagði þau ekki vilja veita viðtal vegna málsins. Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var í upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Lögreglan í Hafnarfirði sinnir útköllum í Garðabæ þar sem Sigmundur Davíð býr. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, hafði ekki heyrt af útkallinu þegar fréttastofa náði af honum tali í kvöld. Uppfært klukkan 23:10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að Sigmundur Davíð hefði sjálfur kallað eftir aðstoð lögreglu. Það hefur ekki fengist staðfest. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Lögreglumenn mættu að heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra vegna blaðamanna norska dagblaðsins Aftenposten þegar þeir reyndu að ná tali af ráðherranum fyrir utan heimili hans í dag. Þetta kemur fram í umfjöllun Aftenposten um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans við aflandsfélagið Wintris sem er að finna í Panama-skjölunum. Blaðamenn Aftenposten biðu fyrir utan heimili Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar í Garðabæ í dag. Þegar hjónin komu akandi að húsinu reyndu þeir að ná tali af þeim. Í fréttinni kemur fram að Anna Sigurlaug fór úr bílnum og sagði þau ekki vilja veita viðtal vegna málsins. Á meðan sat Sigmundur Davíð í bílnum og var í upptekinn í síma sínum. Nokkrum mínútum síðar gerðu Aftenposten aftur tilraun til að tala við hjónin þegar lögreglubíl var ekið á svæðið. Tveir lögregluþjónar gáfu sig á tal við blaðamenn Aftenposten og báðu þá um að framvísa skilríkjum og blaðamannapassa. Eftir stutt samtal fór lögreglan til Sigmundar Davíðs sem gekk þá inn í húsið. Lögreglan í Hafnarfirði sinnir útköllum í Garðabæ þar sem Sigmundur Davíð býr. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, hafði ekki heyrt af útkallinu þegar fréttastofa náði af honum tali í kvöld. Uppfært klukkan 23:10: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að Sigmundur Davíð hefði sjálfur kallað eftir aðstoð lögreglu. Það hefur ekki fengist staðfest.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22 Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01 Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal. 3. apríl 2016 18:22
Panama-skjölin: Þýskt dagblað segir storm nálgast Fjallað um tengsl íslenskra ráðherra við aflandsfélög í skattaskjólum. 3. apríl 2016 18:01
Sigmundur Davíð einn af tólf þjóðarleiðtogum í Panama-skjölunum Fjölmargir aðrir með tengsl við skjölin sem og ráðherrar og þingmenn. 3. apríl 2016 21:33
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04