Pavel: Getum skráð KR í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2016 11:30 Deildarmeistarar KR hafa beðið í tólf daga en fá loksins að spila þegar liðið tekur á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. KR hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö árin og virðist líklegast til að fara alla leið aftur í ár, þrátt fyrir að Ægir Þór Steinarsson sé farinn til Spánar. Pavel Ermolinskij segir að liðið eigi nú tækifæri til að rita nafn KR í sögubækurnar í körfuboltanum. „Þetta er stórt í ár. Ef okkur tekst að vinna þriðja titilinn í röð þýðir það að okkur hefur tekist að halda ákveðnum gæðastimpli á liðinu síðustu árin.“ „Og getum skráð okkur í sögubækurnar, tel ég, með því að búa til eitt besta lið allra tíma. Þetta skiptir okkur því miklu máli,“ sagði Pavel sem óttast ekki að menn missi sjónar af takmarkinu. „Þetta er ekki okkar fyrsta ródeó, eins og menn segja.“Reyndir karlar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segir að það komi sér ekki á óvart að Njarðvík hafi komist í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa lent í sjöunda sæti í deildinni. „Þetta eru reyndir karlar og maður vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær þeir kæmust í gang. Þeir eru að komast í gírinn á réttum tíma,“ sagði Finnur Freyr við Guðjón Guðmundsson um helgina. KR er þó ríkjandi deildarmeistari og fór auðveldlega í gegnum Grindavík í 8-liða úrslitunum, 3-0. Eftir góða pásu fær liðið loksins að spila aftur í kvöld þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. „Við þurfum að halda vel á spöðunum og eiga okkar bestu leiki til að eiga möguleika á þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð. En það er vissulega spennandi tilhugsun,“ sagði þjálfarinn.Vanir pressunni í KR Guðjón ræddi einnig við þá Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Pavel en sá fyrstnefndi er að spila sitt síðasta tímabil í körfuboltanum. „Serían gegn Njarðvík í fyrra var rosaleg og við erum búnir að búa okkur undir hörkubaráttu. Við finnum auðvitað fyrir pressu í KR, eins og alltaf, en hún hefur engin áhrif á okkur. Við erum það vanir þessu í KR,“ segir Helgi Már sem grínaðist með að það hefði verið gott að losna við Ægi Þór. „Það var ofsalega fínt,“ sagði Helgi og brosti. „Nei, auðvitað skildu allir að hann vildi fara. En við erum þá með nánast sama mannskap og í fyrra og það er gott.“ Helgi segir að Njarðvík sé með sterkara lið en í fyrra en það hafi sett mark sitt á tímabilið í ár að Njarðvíkingar lentu í vandræðum með meiðsli og kanana sína. „Haukur hefur bætt miklu við liðið og þrátt fyrir að Stefan Bonneau sé ekki með býst ég við þeim töluvert sterkari en í fyrra.“Erfitt að finna hvatningu Brynjar Þór segist búinn að bíða eftir þessari stund, þegar komið er langt inn í úrslitakeppnina og allt er undir. „Þetta er erfiðasti veturinn hvað hvatningu varðar. Deildarkeppnin var erfiðari fyrir vikið. Nú reyndi meira á liðið og einstaklingana að koma með rétta hugarfarið,“ sagði Brynjar um veturinn sem er að baki. „En maður er búinn að gleyma tímabilinu. Það er frábær tilfinning þegar úrslitakeppnin byrjar,“ sagði Brynjar. Dominos-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Deildarmeistarar KR hafa beðið í tólf daga en fá loksins að spila þegar liðið tekur á móti Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar karla. KR hefur orðið Íslandsmeistari síðustu tvö árin og virðist líklegast til að fara alla leið aftur í ár, þrátt fyrir að Ægir Þór Steinarsson sé farinn til Spánar. Pavel Ermolinskij segir að liðið eigi nú tækifæri til að rita nafn KR í sögubækurnar í körfuboltanum. „Þetta er stórt í ár. Ef okkur tekst að vinna þriðja titilinn í röð þýðir það að okkur hefur tekist að halda ákveðnum gæðastimpli á liðinu síðustu árin.“ „Og getum skráð okkur í sögubækurnar, tel ég, með því að búa til eitt besta lið allra tíma. Þetta skiptir okkur því miklu máli,“ sagði Pavel sem óttast ekki að menn missi sjónar af takmarkinu. „Þetta er ekki okkar fyrsta ródeó, eins og menn segja.“Reyndir karlar Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, segir að það komi sér ekki á óvart að Njarðvík hafi komist í undanúrslitin þrátt fyrir að hafa lent í sjöunda sæti í deildinni. „Þetta eru reyndir karlar og maður vissi að það væri bara tímaspursmál hvenær þeir kæmust í gang. Þeir eru að komast í gírinn á réttum tíma,“ sagði Finnur Freyr við Guðjón Guðmundsson um helgina. KR er þó ríkjandi deildarmeistari og fór auðveldlega í gegnum Grindavík í 8-liða úrslitunum, 3-0. Eftir góða pásu fær liðið loksins að spila aftur í kvöld þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn. „Við þurfum að halda vel á spöðunum og eiga okkar bestu leiki til að eiga möguleika á þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð. En það er vissulega spennandi tilhugsun,“ sagði þjálfarinn.Vanir pressunni í KR Guðjón ræddi einnig við þá Helga Má Magnússon, Brynjar Þór Björnsson og Pavel en sá fyrstnefndi er að spila sitt síðasta tímabil í körfuboltanum. „Serían gegn Njarðvík í fyrra var rosaleg og við erum búnir að búa okkur undir hörkubaráttu. Við finnum auðvitað fyrir pressu í KR, eins og alltaf, en hún hefur engin áhrif á okkur. Við erum það vanir þessu í KR,“ segir Helgi Már sem grínaðist með að það hefði verið gott að losna við Ægi Þór. „Það var ofsalega fínt,“ sagði Helgi og brosti. „Nei, auðvitað skildu allir að hann vildi fara. En við erum þá með nánast sama mannskap og í fyrra og það er gott.“ Helgi segir að Njarðvík sé með sterkara lið en í fyrra en það hafi sett mark sitt á tímabilið í ár að Njarðvíkingar lentu í vandræðum með meiðsli og kanana sína. „Haukur hefur bætt miklu við liðið og þrátt fyrir að Stefan Bonneau sé ekki með býst ég við þeim töluvert sterkari en í fyrra.“Erfitt að finna hvatningu Brynjar Þór segist búinn að bíða eftir þessari stund, þegar komið er langt inn í úrslitakeppnina og allt er undir. „Þetta er erfiðasti veturinn hvað hvatningu varðar. Deildarkeppnin var erfiðari fyrir vikið. Nú reyndi meira á liðið og einstaklingana að koma með rétta hugarfarið,“ sagði Brynjar um veturinn sem er að baki. „En maður er búinn að gleyma tímabilinu. Það er frábær tilfinning þegar úrslitakeppnin byrjar,“ sagði Brynjar.
Dominos-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira