Skattaskjól og siðferði stjórnmálamanna Bjarni Halldór Janusson og Geir Finnsson. skrifar 4. apríl 2016 11:21 Í hinum stóra heimi er Ísland smáþjóð, en í huga okkar erum við stærst. Enginn er þessu meira sammála en þeir sem nú ráða hér ríkjum. Það vill bara svo til að við erum ekki endilega stærst í því samhengi sem við getum státað okkur af. Ísland trónir nú efst á lista meðal þjóða á borð við Rússland, Sýrland og Sádí-Arabíu. Forsætisráðherra Íslands er í hópi þjóðarleiðtoga sem eiga sterk tengsl við þekkt skattaskjól. Alþjóðlegar táknmyndir pólitískrar spillingar og vafasams siðferðis víða um heim. Það er ástæða fyrir því að Ísland fær svona mikla umfjöllun. Fjöldi þeirra Íslendinga, sem tengdir eru skattaskjólum, er sláandi þegar tekið er tillit til íbúafjölda landsins. Á listanum má finna forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra landsins svo örfáir aðilar séu nefndir. Íslensku nöfnin á listanum eru mun fleiri, eða um 600 talsins. Þar má finna nöfn fjölda kjörinna fulltrúa á listanum. Það kemur þó varla á óvart. Undanfarin ár hafa mörg mál sprottið upp þar sem stjórnmálamenn fara hvorki eftir reglum né viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Áliti almennings á stjórnsýslunni hefur hrakað, en aðeins einn af hverjum fimm treystir ríkisstjórninni og sjöundi hver segist treysta Alþingi. Slíkt gerist þegar sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni. Það eru ekki einungis aðild ráðherra að málinu sem bendir til vanhæfni, heldur einnig viðbrögð þeirra við uppljóstrunum. Feluleikur og óheiðarleiki einkennir því miður íslensk stjórnmál og mál er að linni. Það er eðlileg krafa landsmanna að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplýsi um hagsmunatengsl sín. Almannahagsmunir skulu ráða för í stað sérhagsmuna í stefnumótun og skipulagningu samfélagsins. Í frjálslyndu og réttlátu samfélagi er í himnalagi að stunda viðskipti og eiga sínar eignir, svo lengi sem maður gerir grein fyrir þeim. Það kann vel að vera að forsætisráðherra hafi ekki brotið lög með athæfi sínu, en það leikur enginn vafi á að siðferðisbresturinn er mikill. Það er nefnilega eitt að taka þátt í vafasömum viðskiptum sem kynnu, tæknilega séð, að standast lagalegar kröfur, en allt annað þegar stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðar og segja síðan ósatt um aðild sína. Augu alþjóðlegra fréttamiðla eru á okkur og notuð er mynd þar sem forsætisráðherra Íslands er stillt upp við hlið leiðtoga Sýrlands, Írans, Sádí-Arabíu, Úkraínu og Rússlands. Þetta er okkur, sem þjóð, afar skaðlegt. Vinnunni, sem við höfum lagt í að læra af mistökum okkar í hruninu, hefur verið kastað á glæ. Ráðamenn sem hegða sér þannig brjóta beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar. Þótt forsætisráðherra hafi ekki endilega farið á svig við lög né gerst sekur um stórfelld brot, þá réttlætir það einfaldlega ekki neitt. Brot hans varðar siðferði og stangast á við það réttláta samfélag sem við viljum sjá. Þegar forsætisráðherra fegrar stöðu sína í stað þess að viðurkenna brot sín, þá er það ekki einungis hans eigin orðspor sem bíður hnekki heldur einnig þjóðarinnar og slíkt er með öllu ólíðandi. Nýir og ferskir vindar eru löngu tímabærir inn um dyr Alþingis. Þó að Íran og Sádi-Arabía muni líklega seint leyfa þegnum sínum að finna smjörþefinn af lýðræði, þá gefst okkur Íslendingum sem betur fer færi á að sýna vilja okkar í verki og þann rétt skulum við virða og nýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Í hinum stóra heimi er Ísland smáþjóð, en í huga okkar erum við stærst. Enginn er þessu meira sammála en þeir sem nú ráða hér ríkjum. Það vill bara svo til að við erum ekki endilega stærst í því samhengi sem við getum státað okkur af. Ísland trónir nú efst á lista meðal þjóða á borð við Rússland, Sýrland og Sádí-Arabíu. Forsætisráðherra Íslands er í hópi þjóðarleiðtoga sem eiga sterk tengsl við þekkt skattaskjól. Alþjóðlegar táknmyndir pólitískrar spillingar og vafasams siðferðis víða um heim. Það er ástæða fyrir því að Ísland fær svona mikla umfjöllun. Fjöldi þeirra Íslendinga, sem tengdir eru skattaskjólum, er sláandi þegar tekið er tillit til íbúafjölda landsins. Á listanum má finna forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra landsins svo örfáir aðilar séu nefndir. Íslensku nöfnin á listanum eru mun fleiri, eða um 600 talsins. Þar má finna nöfn fjölda kjörinna fulltrúa á listanum. Það kemur þó varla á óvart. Undanfarin ár hafa mörg mál sprottið upp þar sem stjórnmálamenn fara hvorki eftir reglum né viðurkenndum stjórnsýsluháttum. Áliti almennings á stjórnsýslunni hefur hrakað, en aðeins einn af hverjum fimm treystir ríkisstjórninni og sjöundi hver segist treysta Alþingi. Slíkt gerist þegar sérhagsmunir eru teknir fram yfir almannahagsmuni. Það eru ekki einungis aðild ráðherra að málinu sem bendir til vanhæfni, heldur einnig viðbrögð þeirra við uppljóstrunum. Feluleikur og óheiðarleiki einkennir því miður íslensk stjórnmál og mál er að linni. Það er eðlileg krafa landsmanna að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar upplýsi um hagsmunatengsl sín. Almannahagsmunir skulu ráða för í stað sérhagsmuna í stefnumótun og skipulagningu samfélagsins. Í frjálslyndu og réttlátu samfélagi er í himnalagi að stunda viðskipti og eiga sínar eignir, svo lengi sem maður gerir grein fyrir þeim. Það kann vel að vera að forsætisráðherra hafi ekki brotið lög með athæfi sínu, en það leikur enginn vafi á að siðferðisbresturinn er mikill. Það er nefnilega eitt að taka þátt í vafasömum viðskiptum sem kynnu, tæknilega séð, að standast lagalegar kröfur, en allt annað þegar stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðar og segja síðan ósatt um aðild sína. Augu alþjóðlegra fréttamiðla eru á okkur og notuð er mynd þar sem forsætisráðherra Íslands er stillt upp við hlið leiðtoga Sýrlands, Írans, Sádí-Arabíu, Úkraínu og Rússlands. Þetta er okkur, sem þjóð, afar skaðlegt. Vinnunni, sem við höfum lagt í að læra af mistökum okkar í hruninu, hefur verið kastað á glæ. Ráðamenn sem hegða sér þannig brjóta beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar. Þótt forsætisráðherra hafi ekki endilega farið á svig við lög né gerst sekur um stórfelld brot, þá réttlætir það einfaldlega ekki neitt. Brot hans varðar siðferði og stangast á við það réttláta samfélag sem við viljum sjá. Þegar forsætisráðherra fegrar stöðu sína í stað þess að viðurkenna brot sín, þá er það ekki einungis hans eigin orðspor sem bíður hnekki heldur einnig þjóðarinnar og slíkt er með öllu ólíðandi. Nýir og ferskir vindar eru löngu tímabærir inn um dyr Alþingis. Þó að Íran og Sádi-Arabía muni líklega seint leyfa þegnum sínum að finna smjörþefinn af lýðræði, þá gefst okkur Íslendingum sem betur fer færi á að sýna vilja okkar í verki og þann rétt skulum við virða og nýta.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun