Bjarni tjáir sig ekki um stöðu Sigmundar: „Þungt hljóð í fólki“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. apríl 2016 14:28 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki getað tjáð sig um tilvonandi vantrausttillögu stjórnarandstöðuna. Vísir/Anton Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna sem upp er komin varðandi tengsl ráðherra við félög á aflandseyjum þunga. Hann tjáir sig ekki um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé hæfur til setu í forsætisráðherrastól. Þetta kemur fram í samtali Bjarna við mbl.is. Formaðurinn og þingmenn flokks hans skynja þungt hljóð í fólki eftir umfjöllun um skattaskjól í Kastljósi í gærkvöldi. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðismanna í gegnum fjarfundabúnað í morgun og aftur núna klukkan hálf tvö. Hann er staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir, hugði á heimferð í dag en vegna seinkunar á tengiflugi missti hann af vélinni til landsins. Hann kemur til landsins á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mat á stöðuna í dag og segir Bjarni mikilvægt að taka umræðuna við Framsókn, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn. Enginn Sjálfstæðismaður hefur tekið afstöðu til vantrauststillögu sem von er á frá stjórnarandstöðunni. Fram kom í umfjöllun Kastljóss í gær að Bjarni tengist sjálfur félaginu Falson & co. sem skráð er á Seychelles-eyjum. Hann segir það hafa komið sér á óvart að félagið hafi ekki verið lagt niður fyrr en 2012 eins og kom fram í umfjöllun gærdagsins. Hann taldi það hafa veirð lagt niður 2008. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna sem upp er komin varðandi tengsl ráðherra við félög á aflandseyjum þunga. Hann tjáir sig ekki um það hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé hæfur til setu í forsætisráðherrastól. Þetta kemur fram í samtali Bjarna við mbl.is. Formaðurinn og þingmenn flokks hans skynja þungt hljóð í fólki eftir umfjöllun um skattaskjól í Kastljósi í gærkvöldi. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðismanna í gegnum fjarfundabúnað í morgun og aftur núna klukkan hálf tvö. Hann er staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir, hugði á heimferð í dag en vegna seinkunar á tengiflugi missti hann af vélinni til landsins. Hann kemur til landsins á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn leggur mat á stöðuna í dag og segir Bjarni mikilvægt að taka umræðuna við Framsókn, samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn. Enginn Sjálfstæðismaður hefur tekið afstöðu til vantrauststillögu sem von er á frá stjórnarandstöðunni. Fram kom í umfjöllun Kastljóss í gær að Bjarni tengist sjálfur félaginu Falson & co. sem skráð er á Seychelles-eyjum. Hann segir það hafa komið sér á óvart að félagið hafi ekki verið lagt niður fyrr en 2012 eins og kom fram í umfjöllun gærdagsins. Hann taldi það hafa veirð lagt niður 2008.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48