Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur verið kallaður fyrir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fyrirhugaður er klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Fundurinn verður opinn fjölmiðlamönnum.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði í hádeginu í dag og þar hefur greinilega verið ákveðið að kalla Tryggva til fundar.
Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi yrði kallaður fyrir fundinn í dag. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði Birgi Ármannsson, starfandi formann nefndarinnar, hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina.
Boða umboðsmann Alþingis á sinn fund

Tengdar fréttir

Ólafur Ragnar flýtir sér til Íslands
Forseti Íslands er erlendis en er væntanlegur til landsins í fyrramálið.

Bjarni mætir ekki á þingfund í dag
Fjármálaráðherra missti af flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í gær.