Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur verið kallaður fyrir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fyrirhugaður er klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Fundurinn verður opinn fjölmiðlamönnum.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði í hádeginu í dag og þar hefur greinilega verið ákveðið að kalla Tryggva til fundar.
Stjórnarandstaðan hafði óskað eftir því að Tryggvi yrði kallaður fyrir fundinn í dag. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði Birgi Ármannsson, starfandi formann nefndarinnar, hafa sagt að ekki væri ástæða til að kalla Tryggva fyrir nefndina.
