Kínverskur ofurrafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 15:50 BAIC ofurrafmagnsbíllinn. Það er ekki bara Porsche, króatíski rafmagnsbílaframleiðandinn Rimac, Faraday Future og Koenigsegg sem vinna nú að ofuröflugum rafmagnsbílum. Fréttir herma að kínverski bílaframleiðandinn BAIC muni kynna einn slíkan í Peking seinna í þessum mánuði og mynd af honum sést hér að ofan. Þessi bíll er minna en 3 sekúndur í hundraðið og er með hámarkshraðann 257 km/klst. Drægni bílsins er 300 km, svo þar slær hann ef til vill við fáum öðrum nýjum rafmagnsbílum. BAIC hefur sagt að hér sé ekki á ferðinni einhver tilraunabíll heldur bíll sem fjöldaframleiddur verður. BAIC er einn af stærstu bílaframleiðendum í Kína og á meðal annars í samstarfi við Mercedes Benz og Hyundai, þó svo hvorugt fyrirtækjanna eigi neinn þátt í þróun þessa ofurrafmagnsbíls. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent
Það er ekki bara Porsche, króatíski rafmagnsbílaframleiðandinn Rimac, Faraday Future og Koenigsegg sem vinna nú að ofuröflugum rafmagnsbílum. Fréttir herma að kínverski bílaframleiðandinn BAIC muni kynna einn slíkan í Peking seinna í þessum mánuði og mynd af honum sést hér að ofan. Þessi bíll er minna en 3 sekúndur í hundraðið og er með hámarkshraðann 257 km/klst. Drægni bílsins er 300 km, svo þar slær hann ef til vill við fáum öðrum nýjum rafmagnsbílum. BAIC hefur sagt að hér sé ekki á ferðinni einhver tilraunabíll heldur bíll sem fjöldaframleiddur verður. BAIC er einn af stærstu bílaframleiðendum í Kína og á meðal annars í samstarfi við Mercedes Benz og Hyundai, þó svo hvorugt fyrirtækjanna eigi neinn þátt í þróun þessa ofurrafmagnsbíls.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent