Kínverskur ofurrafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 15:50 BAIC ofurrafmagnsbíllinn. Það er ekki bara Porsche, króatíski rafmagnsbílaframleiðandinn Rimac, Faraday Future og Koenigsegg sem vinna nú að ofuröflugum rafmagnsbílum. Fréttir herma að kínverski bílaframleiðandinn BAIC muni kynna einn slíkan í Peking seinna í þessum mánuði og mynd af honum sést hér að ofan. Þessi bíll er minna en 3 sekúndur í hundraðið og er með hámarkshraðann 257 km/klst. Drægni bílsins er 300 km, svo þar slær hann ef til vill við fáum öðrum nýjum rafmagnsbílum. BAIC hefur sagt að hér sé ekki á ferðinni einhver tilraunabíll heldur bíll sem fjöldaframleiddur verður. BAIC er einn af stærstu bílaframleiðendum í Kína og á meðal annars í samstarfi við Mercedes Benz og Hyundai, þó svo hvorugt fyrirtækjanna eigi neinn þátt í þróun þessa ofurrafmagnsbíls. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent
Það er ekki bara Porsche, króatíski rafmagnsbílaframleiðandinn Rimac, Faraday Future og Koenigsegg sem vinna nú að ofuröflugum rafmagnsbílum. Fréttir herma að kínverski bílaframleiðandinn BAIC muni kynna einn slíkan í Peking seinna í þessum mánuði og mynd af honum sést hér að ofan. Þessi bíll er minna en 3 sekúndur í hundraðið og er með hámarkshraðann 257 km/klst. Drægni bílsins er 300 km, svo þar slær hann ef til vill við fáum öðrum nýjum rafmagnsbílum. BAIC hefur sagt að hér sé ekki á ferðinni einhver tilraunabíll heldur bíll sem fjöldaframleiddur verður. BAIC er einn af stærstu bílaframleiðendum í Kína og á meðal annars í samstarfi við Mercedes Benz og Hyundai, þó svo hvorugt fyrirtækjanna eigi neinn þátt í þróun þessa ofurrafmagnsbíls.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent