Óttar Magnús á heimleið og spilar með Víkingi í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. apríl 2016 16:05 Óttar Magnús Karlsson við undirskriftina hjá Ajax ásamt Marc Overmars, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax. mynd/ajax.nl Víkingum er að berast frekari liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í fótbolta. Unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er á heimleið eftir þrjú ár hjá Ajax í Hollandi og spilar með Víkingi í sumar. Óttar, sem verður 19 ára gamall á árinu, er uppalinn hjá Víkingi en hann gekk í raðir Ajax sumarið 2013 og hefur þar verið í unglingaakademíu þess fornfræga hollenska risa. Hann var undir lok síðasta árs lánaður til Spörtu í Rotterdam þar sem hann hefur spilað með varaliðinu. Ajax og Víkingur eru að ganga frá pappírsvinnu sín á milli áður en Óttar getur snúið heim. Óttar Magnús er fastamaður í U19 ára landsliði Íslands, en hann á í heildina 24 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.Milos Milojevic þekkir vel til Óttars Magnúsar.vísir/andri marinóÞarf að komast aftur í gang „Ég þjálfaði Óttar í fjögur eða fimm ár áður en hann fór út þannig ég veit alveg hvað hann getur. Hann getur orðið algjör framtíðarleikmaður fyrir Víking,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi. Óttar er stór og sterkur framherji sem getur leyst fleiri stöður fremst á vellinum. Hann hefur þó ekki enn spilað meistaraflokksleik á ferlinum og tekst því á við nýja áskorun hjá sínu uppeldisfélagi. „Við þurfum að koma honum í gang og fá hann til að byrja aftur og hugsa eins og hinir í liðinu. Ég þarf líka að sjá hvar hann er líkamlega staddur en ef ég þekki hann rétt er Óttar í góðu formi eins og hann hefur alltaf verið. Nú þarf hann bara að fara að spila meistaraflokksbolta og taka næsta skref,“ segir Milos. Serbinn, sem tók einn við Víkingsliðinu á miðju síðasta sumri og bjargaði sæti þess í Pepsi-deildinni, segir að Óttar sé nógu góður til að komast í byrjunarlið Víkings en það sé undir honum komið. Með komu hans hafa Víkingar lokið sér af á leikmannamarkaðnum í bili. „Eins og staðan er núna með Óttar þá er þetta komið. Við hópinn bætist svo Tómas Guðmundsson þegar hann kemur heim eftir tvær vikur. Óttar er þessi vinstri fótar leikmaður sem við vorum að leita að. Breiddin er mikil í hópnum núna og hópurinn er sterkur. Einn í viðbót væri of mikið í augnablikinu en svo veit maður ekkert hvernig þetta allt þróast,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Víkingum er að berast frekari liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í fótbolta. Unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson er á heimleið eftir þrjú ár hjá Ajax í Hollandi og spilar með Víkingi í sumar. Óttar, sem verður 19 ára gamall á árinu, er uppalinn hjá Víkingi en hann gekk í raðir Ajax sumarið 2013 og hefur þar verið í unglingaakademíu þess fornfræga hollenska risa. Hann var undir lok síðasta árs lánaður til Spörtu í Rotterdam þar sem hann hefur spilað með varaliðinu. Ajax og Víkingur eru að ganga frá pappírsvinnu sín á milli áður en Óttar getur snúið heim. Óttar Magnús er fastamaður í U19 ára landsliði Íslands, en hann á í heildina 24 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.Milos Milojevic þekkir vel til Óttars Magnúsar.vísir/andri marinóÞarf að komast aftur í gang „Ég þjálfaði Óttar í fjögur eða fimm ár áður en hann fór út þannig ég veit alveg hvað hann getur. Hann getur orðið algjör framtíðarleikmaður fyrir Víking,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, í samtali við Vísi. Óttar er stór og sterkur framherji sem getur leyst fleiri stöður fremst á vellinum. Hann hefur þó ekki enn spilað meistaraflokksleik á ferlinum og tekst því á við nýja áskorun hjá sínu uppeldisfélagi. „Við þurfum að koma honum í gang og fá hann til að byrja aftur og hugsa eins og hinir í liðinu. Ég þarf líka að sjá hvar hann er líkamlega staddur en ef ég þekki hann rétt er Óttar í góðu formi eins og hann hefur alltaf verið. Nú þarf hann bara að fara að spila meistaraflokksbolta og taka næsta skref,“ segir Milos. Serbinn, sem tók einn við Víkingsliðinu á miðju síðasta sumri og bjargaði sæti þess í Pepsi-deildinni, segir að Óttar sé nógu góður til að komast í byrjunarlið Víkings en það sé undir honum komið. Með komu hans hafa Víkingar lokið sér af á leikmannamarkaðnum í bili. „Eins og staðan er núna með Óttar þá er þetta komið. Við hópinn bætist svo Tómas Guðmundsson þegar hann kemur heim eftir tvær vikur. Óttar er þessi vinstri fótar leikmaður sem við vorum að leita að. Breiddin er mikil í hópnum núna og hópurinn er sterkur. Einn í viðbót væri of mikið í augnablikinu en svo veit maður ekkert hvernig þetta allt þróast,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira