Endurreisn fæðingarorlofsins Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Lög um fæðingar- og foreldraorlof eru forsenda þess að hægt sé að kenna íslenskt samfélag og vinnumarkað við jafnrétti. Markmið laganna eru tvíþætt og þjóna hagsmunum barna og foreldra. Þau tryggja samvistir barna við foreldra sína í frumbernsku og þeim er ætlað að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldulíf og þátttöku á vinnumarkaði. Nýverið skilaði nefnd um framtíðarskipan fæðingarorlofs niðurstöðu sinni til félags- og húsnæðismálaráðherra. Megintillögur nefndarinnar eru málamiðlun sem Bandalag háskólamanna styður í þeirri vissu að með henni séu stigin mikilvæg skref í þá átt að fæðingarorlofssjóður geti gegnt lögbundnu hlutverki sínu. En rétt er að gera grein fyrir athugasemdum sem fulltrúi BHM bókaði við niðurstöðu nefndarinnar.Jöfn skipting – hærri greiðslur Við þá tillögu nefndarinnar að 12 mánaða fæðingarorlof skiptist þannig að 2 mánuðir séu millifæranlegir á milli foreldra (5+5+2=12) gerir BHM þá athugasemd að markmiði laganna um að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði verði best náð með því að skipta fæðingarorlofinu jafnt á milli tveggja foreldra. Það hlýtur að vera langtímamarkmið löggjafans að svo verði, enda stuðlar það ekki að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði að mæður taki nær alltaf lengra orlof en feður. Vegna tillögu um hækkun hámarksgreiðslunnar í 600 þúsund krónur á mánuði vill BHM benda á að nær hefði verið að sú tala miðaðist við verðgildi hámarksgreiðslunnar fyrir hrun, sem í dag væri á bilinu 8-900 þúsund krónur. Þá skal bent á að þak á hámarksgreiðslur úr sjóðnum skekkir stöðu kynjanna á vinnumarkaði og vinnur gegn markmiðum laganna. BHM er hins vegar ljóst að samstaða hefði ekki náðst um svo mikla hækkun að svo stöddu.Fjármögnun með tryggingagjaldi Í 4. gr. laga 95/2000 segir: Fæðingarorlofssjóður skal fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Einnig er kveðið á um að ráðherra skuli gæta þess að sjóðurinn hafi nægt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar og leggja fjárhagsáætlun sjóðsins fram við gerð fjárlaga. Lögin eru skýr og aðlögun tryggingagjalds að breytingum á fæðingarorlofssjóði er ekki hægt að afgreiða sem einkamál félagsmálaráðherra og láta sem fyrirhugaðar breytingar séu ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild.Reynslan er góð Að lokum er vert að geta alþjóðlegrar rannsóknar á vegum WHO um heilsu og lífskjör barna í 42 löndum. Rannsóknin nær til 11, 13 og 15 ára gamalla barna. Hóps sem hefur notið hefur breytingarinnar sem varð þegar feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Hvergi mælast tengsl barna við feður sína eins jákvæð og á Íslandi. Niðurstaða sem sýnir svo ekki verður um villst að jafnrétti er allra hagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um fæðingar- og foreldraorlof eru forsenda þess að hægt sé að kenna íslenskt samfélag og vinnumarkað við jafnrétti. Markmið laganna eru tvíþætt og þjóna hagsmunum barna og foreldra. Þau tryggja samvistir barna við foreldra sína í frumbernsku og þeim er ætlað að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldulíf og þátttöku á vinnumarkaði. Nýverið skilaði nefnd um framtíðarskipan fæðingarorlofs niðurstöðu sinni til félags- og húsnæðismálaráðherra. Megintillögur nefndarinnar eru málamiðlun sem Bandalag háskólamanna styður í þeirri vissu að með henni séu stigin mikilvæg skref í þá átt að fæðingarorlofssjóður geti gegnt lögbundnu hlutverki sínu. En rétt er að gera grein fyrir athugasemdum sem fulltrúi BHM bókaði við niðurstöðu nefndarinnar.Jöfn skipting – hærri greiðslur Við þá tillögu nefndarinnar að 12 mánaða fæðingarorlof skiptist þannig að 2 mánuðir séu millifæranlegir á milli foreldra (5+5+2=12) gerir BHM þá athugasemd að markmiði laganna um að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði verði best náð með því að skipta fæðingarorlofinu jafnt á milli tveggja foreldra. Það hlýtur að vera langtímamarkmið löggjafans að svo verði, enda stuðlar það ekki að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði að mæður taki nær alltaf lengra orlof en feður. Vegna tillögu um hækkun hámarksgreiðslunnar í 600 þúsund krónur á mánuði vill BHM benda á að nær hefði verið að sú tala miðaðist við verðgildi hámarksgreiðslunnar fyrir hrun, sem í dag væri á bilinu 8-900 þúsund krónur. Þá skal bent á að þak á hámarksgreiðslur úr sjóðnum skekkir stöðu kynjanna á vinnumarkaði og vinnur gegn markmiðum laganna. BHM er hins vegar ljóst að samstaða hefði ekki náðst um svo mikla hækkun að svo stöddu.Fjármögnun með tryggingagjaldi Í 4. gr. laga 95/2000 segir: Fæðingarorlofssjóður skal fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Einnig er kveðið á um að ráðherra skuli gæta þess að sjóðurinn hafi nægt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar og leggja fjárhagsáætlun sjóðsins fram við gerð fjárlaga. Lögin eru skýr og aðlögun tryggingagjalds að breytingum á fæðingarorlofssjóði er ekki hægt að afgreiða sem einkamál félagsmálaráðherra og láta sem fyrirhugaðar breytingar séu ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild.Reynslan er góð Að lokum er vert að geta alþjóðlegrar rannsóknar á vegum WHO um heilsu og lífskjör barna í 42 löndum. Rannsóknin nær til 11, 13 og 15 ára gamalla barna. Hóps sem hefur notið hefur breytingarinnar sem varð þegar feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Hvergi mælast tengsl barna við feður sína eins jákvæð og á Íslandi. Niðurstaða sem sýnir svo ekki verður um villst að jafnrétti er allra hagur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun