„Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Jóhann Óli Eiðsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 4. apríl 2016 17:15 Sigmundur Davíð staldraði ekki lengi við í þinghúsinu eftir að fyrirspurnatíma lauk. vísir/friðrik þór Öll spjót beindust að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðu hann meðal annars um hvort hann hefði hug á að segja af sér embætti, hví hann hefði ekki sagt satt í sjónvarpsviðtali sem sýnt var um heim allan í dag og hvernig hann ætlaði sér að lagfæra þá álitshnekki sem Ísland hefði orðið fyrir á alþjóðavettvangi vegna málsins. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og spurði hvort hann ætlaði að biðjast afsökuanr á því að hafa sett þjóðina í þá stöðu að forsætisráðherra landsins væri stillt upp með nokkrum af illræmdustu einræðisherrum heimsins. „Ætlar hann að horfast í augu við veruleikann og segja af sér embætti?“ Spurningunni svaraði Sigmundur Davíð ekki en henni hafði hann svarað í hádegisfréttum Stöðvar 2. Þar kom fram að hann hefði ekki einu sinni íhugað að segja af sér. „Erlendum fjölmiðlum má geta til hróss að þeir taka fram að ekkert bendir til þess að í þessu máli hafi verið rangt haft við eða stungið undan skatti.“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að skattaskjól væru ekki skilgreind eftir hvaða landi þau væru í heldur hvort menn greiði alla skatta sem mönnum er ætlað. Óðagot kom á hann Katrín Jakobsdóttir las upp úr viðtali við forsætisráðherra og vitnaði til svara hans. „Af hverju sagðirðu ekki strax að konan þín ætti Wintris? Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ „Ég ætla hvorki að halda því fram að frammistaða mín hafi verið til eftirbreytni eða fara að rekja hér, til að setja hlutina í samhengi, hvernig þetta bar að,“ sagði Sigmundur Davíð í svari sínu. Hann bætti því við að svör sín hefðu byggst á undrun sinni yfir því hvaða stefnu viðtalið hefði tekið og „óðagoti“ sem hefði komið á hann. „Staðreyndin er sú að það hefur alltaf legið fyrir að konan mín á þetta félag og það hafa alltaf verið greiddir af því skattar.“Mikilvægt að allir veiti réttar upplýsingar „Hvernig ætlar ráðherra að beita sér fyri því að erlendir aðilar skilji betur hvernig þetta mál sé eðlilegt en ekki hneykslanlegt?“ spurði píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Svar forsætisráðherra var á þá leið að mikilvægast væri að bregðast við og veita réttar upplýsingar. „Það er mikilvægt að réttar og sannar upplýsingar breist frá öllum, bæði frá þeim sem málið varðar beint og öðrum, að þeir svari af hreinskilni hvað sé rétt og hvað ekki.“ Að því loknu endurtók hann hrós til erlendra fjölmiðla sem áður hefur verið nefnt. Helgi Hrafn sætti sig ekki við þetta svar. „Telur hæstvirtur ráðherra að með því að veita þau svör sem hann hefur veitt þá takist það að bjarga Íslandi frá þeim hnekki sem það hefur beðið? Trúir hann því í alvörunni? Heldur hann að viðhorfið í Bretlandi og Þýskalandi breytist og þar þyki það í lagi að ráðherrar og fjölskylda hans geymi eignir á Tortóla?“ „Til að svara spurningunni um hvað mönnum finnst um þetta í útlöndum þá þykir það gott ef menn hafa alltaf staðið við sitt, greitt sína skatta og ekki nýtt möguleika sem kynnu að skapast til annars,“ sagði Sigmundur. Að fyrirspurnatíma loknum lét Sigmundur sig hverfa með hraði úr þinghúsinu. Alþingi Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Öll spjót beindust að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðu hann meðal annars um hvort hann hefði hug á að segja af sér embætti, hví hann hefði ekki sagt satt í sjónvarpsviðtali sem sýnt var um heim allan í dag og hvernig hann ætlaði sér að lagfæra þá álitshnekki sem Ísland hefði orðið fyrir á alþjóðavettvangi vegna málsins. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar reið á vaðið og spurði hvort hann ætlaði að biðjast afsökuanr á því að hafa sett þjóðina í þá stöðu að forsætisráðherra landsins væri stillt upp með nokkrum af illræmdustu einræðisherrum heimsins. „Ætlar hann að horfast í augu við veruleikann og segja af sér embætti?“ Spurningunni svaraði Sigmundur Davíð ekki en henni hafði hann svarað í hádegisfréttum Stöðvar 2. Þar kom fram að hann hefði ekki einu sinni íhugað að segja af sér. „Erlendum fjölmiðlum má geta til hróss að þeir taka fram að ekkert bendir til þess að í þessu máli hafi verið rangt haft við eða stungið undan skatti.“ sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að skattaskjól væru ekki skilgreind eftir hvaða landi þau væru í heldur hvort menn greiði alla skatta sem mönnum er ætlað. Óðagot kom á hann Katrín Jakobsdóttir las upp úr viðtali við forsætisráðherra og vitnaði til svara hans. „Af hverju sagðirðu ekki strax að konan þín ætti Wintris? Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ „Ég ætla hvorki að halda því fram að frammistaða mín hafi verið til eftirbreytni eða fara að rekja hér, til að setja hlutina í samhengi, hvernig þetta bar að,“ sagði Sigmundur Davíð í svari sínu. Hann bætti því við að svör sín hefðu byggst á undrun sinni yfir því hvaða stefnu viðtalið hefði tekið og „óðagoti“ sem hefði komið á hann. „Staðreyndin er sú að það hefur alltaf legið fyrir að konan mín á þetta félag og það hafa alltaf verið greiddir af því skattar.“Mikilvægt að allir veiti réttar upplýsingar „Hvernig ætlar ráðherra að beita sér fyri því að erlendir aðilar skilji betur hvernig þetta mál sé eðlilegt en ekki hneykslanlegt?“ spurði píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Svar forsætisráðherra var á þá leið að mikilvægast væri að bregðast við og veita réttar upplýsingar. „Það er mikilvægt að réttar og sannar upplýsingar breist frá öllum, bæði frá þeim sem málið varðar beint og öðrum, að þeir svari af hreinskilni hvað sé rétt og hvað ekki.“ Að því loknu endurtók hann hrós til erlendra fjölmiðla sem áður hefur verið nefnt. Helgi Hrafn sætti sig ekki við þetta svar. „Telur hæstvirtur ráðherra að með því að veita þau svör sem hann hefur veitt þá takist það að bjarga Íslandi frá þeim hnekki sem það hefur beðið? Trúir hann því í alvörunni? Heldur hann að viðhorfið í Bretlandi og Þýskalandi breytist og þar þyki það í lagi að ráðherrar og fjölskylda hans geymi eignir á Tortóla?“ „Til að svara spurningunni um hvað mönnum finnst um þetta í útlöndum þá þykir það gott ef menn hafa alltaf staðið við sitt, greitt sína skatta og ekki nýtt möguleika sem kynnu að skapast til annars,“ sagði Sigmundur. Að fyrirspurnatíma loknum lét Sigmundur sig hverfa með hraði úr þinghúsinu.
Alþingi Tengdar fréttir Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Vantrauststillagan komin fram Stjórnarandstaðan hefur lagt fram sameiginlega þingályktunartillögu um vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, ríkisstjórn, þingrof og nýjar kosningar. 4. apríl 2016 15:21
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59