Infantino brugðið og harðneitar sök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2016 07:45 Vísir Gianni Infantino hefur verið dreginn inn í hneykslismál sem tengist fjármálamisferlinum aðeins nokkrum vikum eftir að hann var kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sjá einnig: Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nafn Infantino kom upp í Panama-skjölunum svokölluðu vegna samninga sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerði við fyrirtæki sem var með höfuðstöðvar sínar á Niue, lítilli eyju í Suður-Kyrrahafi, fyrir áratug síðan. Hann tengist nú skjölum sem sýna viðskipti UEFA við aðila sem liggur nú undir grun fyrir stórfellda spillingu og mútustarfssemi, auk þess sem að fyrirtækið sem gerði samninginn við UEFA starfar í skattaskjóli. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009. Félagið sem keypti réttinn, Cross Trading, borgaði 11 þúsund dollarra fyrir réttinn og seldi svo hann strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Sjá einnig: Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Cross Trading er dótturfélag Full Play en eigandi þess er Hugo Jinkis, sem er nú grunaður um að hafa mútað forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í þeim tilgangi að fá greiðan aðgang að sýningarréttum á knattspyrnumótum. Hann og Mariano, sonur hans, eru nú í stofufangelsi í Argentínu. Infantino segist verulega brugðið vegna fréttaflutnings af málinu og þvær hendur sínar algjörlega af því. Það hefur UEFA einnig gert. „Ég sætti mig ekki við að heiður minn sé dregin í efa af vissum fjölmiðlum. Sérstaklega þar sem að UEFA hefur nú þegar stigið fram með öll þau atriði sem lúta að þessum samningum,“ sagði Infantino í yfirlýsingu sinni í gær. Sjá einnig: Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína Infantino segir að hann hafi farið fram á að UEFA myndi varpa ljósi á málin en nafn hans á samningnum kemur fram þar sem hann var yfirmaður lögfræðideildar UEFA á þeim tíma sem hann var gerður. Nafn annars yfirmanns UEFa var að vinna á sama samningi. UEFA segir að samningurinn hafi ekki verið óeðlilegur og að það hefði ekki vitað af ætlun Cross Trading um að selja réttinn áfram. Cross Trading hafi einfaldlega gert besta tilboðið í réttinn og taldi UEFA enga ástæðu til að draga í efa að eitthvað grunsamlegt væru við viðskiptin. Fótbolti Panama-skjölin Tengdar fréttir Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Sjá meira
Gianni Infantino hefur verið dreginn inn í hneykslismál sem tengist fjármálamisferlinum aðeins nokkrum vikum eftir að hann var kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sjá einnig: Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nafn Infantino kom upp í Panama-skjölunum svokölluðu vegna samninga sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerði við fyrirtæki sem var með höfuðstöðvar sínar á Niue, lítilli eyju í Suður-Kyrrahafi, fyrir áratug síðan. Hann tengist nú skjölum sem sýna viðskipti UEFA við aðila sem liggur nú undir grun fyrir stórfellda spillingu og mútustarfssemi, auk þess sem að fyrirtækið sem gerði samninginn við UEFA starfar í skattaskjóli. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009. Félagið sem keypti réttinn, Cross Trading, borgaði 11 þúsund dollarra fyrir réttinn og seldi svo hann strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Sjá einnig: Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Cross Trading er dótturfélag Full Play en eigandi þess er Hugo Jinkis, sem er nú grunaður um að hafa mútað forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í þeim tilgangi að fá greiðan aðgang að sýningarréttum á knattspyrnumótum. Hann og Mariano, sonur hans, eru nú í stofufangelsi í Argentínu. Infantino segist verulega brugðið vegna fréttaflutnings af málinu og þvær hendur sínar algjörlega af því. Það hefur UEFA einnig gert. „Ég sætti mig ekki við að heiður minn sé dregin í efa af vissum fjölmiðlum. Sérstaklega þar sem að UEFA hefur nú þegar stigið fram með öll þau atriði sem lúta að þessum samningum,“ sagði Infantino í yfirlýsingu sinni í gær. Sjá einnig: Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína Infantino segir að hann hafi farið fram á að UEFA myndi varpa ljósi á málin en nafn hans á samningnum kemur fram þar sem hann var yfirmaður lögfræðideildar UEFA á þeim tíma sem hann var gerður. Nafn annars yfirmanns UEFa var að vinna á sama samningi. UEFA segir að samningurinn hafi ekki verið óeðlilegur og að það hefði ekki vitað af ætlun Cross Trading um að selja réttinn áfram. Cross Trading hafi einfaldlega gert besta tilboðið í réttinn og taldi UEFA enga ástæðu til að draga í efa að eitthvað grunsamlegt væru við viðskiptin.
Fótbolti Panama-skjölin Tengdar fréttir Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Sjá meira
Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16