Infantino brugðið og harðneitar sök Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2016 07:45 Vísir Gianni Infantino hefur verið dreginn inn í hneykslismál sem tengist fjármálamisferlinum aðeins nokkrum vikum eftir að hann var kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sjá einnig: Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nafn Infantino kom upp í Panama-skjölunum svokölluðu vegna samninga sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerði við fyrirtæki sem var með höfuðstöðvar sínar á Niue, lítilli eyju í Suður-Kyrrahafi, fyrir áratug síðan. Hann tengist nú skjölum sem sýna viðskipti UEFA við aðila sem liggur nú undir grun fyrir stórfellda spillingu og mútustarfssemi, auk þess sem að fyrirtækið sem gerði samninginn við UEFA starfar í skattaskjóli. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009. Félagið sem keypti réttinn, Cross Trading, borgaði 11 þúsund dollarra fyrir réttinn og seldi svo hann strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Sjá einnig: Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Cross Trading er dótturfélag Full Play en eigandi þess er Hugo Jinkis, sem er nú grunaður um að hafa mútað forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í þeim tilgangi að fá greiðan aðgang að sýningarréttum á knattspyrnumótum. Hann og Mariano, sonur hans, eru nú í stofufangelsi í Argentínu. Infantino segist verulega brugðið vegna fréttaflutnings af málinu og þvær hendur sínar algjörlega af því. Það hefur UEFA einnig gert. „Ég sætti mig ekki við að heiður minn sé dregin í efa af vissum fjölmiðlum. Sérstaklega þar sem að UEFA hefur nú þegar stigið fram með öll þau atriði sem lúta að þessum samningum,“ sagði Infantino í yfirlýsingu sinni í gær. Sjá einnig: Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína Infantino segir að hann hafi farið fram á að UEFA myndi varpa ljósi á málin en nafn hans á samningnum kemur fram þar sem hann var yfirmaður lögfræðideildar UEFA á þeim tíma sem hann var gerður. Nafn annars yfirmanns UEFa var að vinna á sama samningi. UEFA segir að samningurinn hafi ekki verið óeðlilegur og að það hefði ekki vitað af ætlun Cross Trading um að selja réttinn áfram. Cross Trading hafi einfaldlega gert besta tilboðið í réttinn og taldi UEFA enga ástæðu til að draga í efa að eitthvað grunsamlegt væru við viðskiptin. Fótbolti Panama-skjölin Tengdar fréttir Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Gianni Infantino hefur verið dreginn inn í hneykslismál sem tengist fjármálamisferlinum aðeins nokkrum vikum eftir að hann var kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Sjá einnig: Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nafn Infantino kom upp í Panama-skjölunum svokölluðu vegna samninga sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gerði við fyrirtæki sem var með höfuðstöðvar sínar á Niue, lítilli eyju í Suður-Kyrrahafi, fyrir áratug síðan. Hann tengist nú skjölum sem sýna viðskipti UEFA við aðila sem liggur nú undir grun fyrir stórfellda spillingu og mútustarfssemi, auk þess sem að fyrirtækið sem gerði samninginn við UEFA starfar í skattaskjóli. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009. Félagið sem keypti réttinn, Cross Trading, borgaði 11 þúsund dollarra fyrir réttinn og seldi svo hann strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Sjá einnig: Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Cross Trading er dótturfélag Full Play en eigandi þess er Hugo Jinkis, sem er nú grunaður um að hafa mútað forystumönnum í knattspyrnuhreyfingunni í þeim tilgangi að fá greiðan aðgang að sýningarréttum á knattspyrnumótum. Hann og Mariano, sonur hans, eru nú í stofufangelsi í Argentínu. Infantino segist verulega brugðið vegna fréttaflutnings af málinu og þvær hendur sínar algjörlega af því. Það hefur UEFA einnig gert. „Ég sætti mig ekki við að heiður minn sé dregin í efa af vissum fjölmiðlum. Sérstaklega þar sem að UEFA hefur nú þegar stigið fram með öll þau atriði sem lúta að þessum samningum,“ sagði Infantino í yfirlýsingu sinni í gær. Sjá einnig: Platini um aflandsfélagið sitt: Ég greiddi alltaf skattana mína Infantino segir að hann hafi farið fram á að UEFA myndi varpa ljósi á málin en nafn hans á samningnum kemur fram þar sem hann var yfirmaður lögfræðideildar UEFA á þeim tíma sem hann var gerður. Nafn annars yfirmanns UEFa var að vinna á sama samningi. UEFA segir að samningurinn hafi ekki verið óeðlilegur og að það hefði ekki vitað af ætlun Cross Trading um að selja réttinn áfram. Cross Trading hafi einfaldlega gert besta tilboðið í réttinn og taldi UEFA enga ástæðu til að draga í efa að eitthvað grunsamlegt væru við viðskiptin.
Fótbolti Panama-skjölin Tengdar fréttir Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Nýr forseti FIFA í Panama-skjölunum Nýkjörinn forseti FIFA, Gianni Infantino, gæti verið í vondum málum út af Panama-skjölunum umtöluðu. 5. apríl 2016 22:16