Messi: Aflandsfélagið var algjörlega óvirkt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2016 10:30 Lionel Messi kom fyrir rétt vegna meintra skattsvika árið 2013. Vísir/Getty Fram kom í Panama-skjölunum að knattspyrnustjarnan Lionel Messi hjá Barcelona á ásamt föður sínum aflandsfyrirtækið Mega Star Enterprises Inc. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem að nafn Messi tengist umræðum um skattaundanskot en faðir hans, Jorge, hefur verið til rannsóknar hjá skattayfirvöldum á Spáni síðan 2013. Messi eldri var grunaður um að hafa komið fyrir tekjum sonar síns af auglýsingasamningum undan sköttum á Spáni með því að koma peningnum fyrir í aflandsfyrirtækjum. Jorge Messi greiddi spænska skattinum fimm milljónir evra sjálfviljugur það sama ár en það var ekki nóg til að sleppa við ákæru. Lionel Messi bar við þekkingarleysi í málinu og féllst saksóknari á Spáni á það en dómari í málinu ákvað engu að síður að báðir feðgarnir myndu svara til saka vegna málsins. Sjá einnig: Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Lionel Messi og fjölskylda hans gaf út yfirlýsingu í gær þar sem því var neitað að þau hefðu haft rangt við í þessu máli og að aflandsfyrirtækið í Panama væri óvirkt og ekki með neinar eignir eða tekjur. Dagblaðið El Confidencial fullyrti að Messi-fjölskyldan hefði stofnað fyrirtækin til að koma tekjum sínum undan skatti en því hefur hún hafnað alfarið. Enn fremur hét hún því að lögsækja fjölmiðla sem kæmu fram með slíkar dylgjur. Messi er einn 20 knattspyrnumanna sem eru nefndir til sögunnar sem skjólstæðingar Mossack Fonseca en Messi er þekktastur af þeim. Réttarhöldin yfir Messi-feðgunum hefjast í næsta mánuði. Fótbolti Tengdar fréttir Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Besti fótboltamaður í heimi er í vandræðum vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum. 3. apríl 2016 22:03 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sjá meira
Fram kom í Panama-skjölunum að knattspyrnustjarnan Lionel Messi hjá Barcelona á ásamt föður sínum aflandsfyrirtækið Mega Star Enterprises Inc. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem að nafn Messi tengist umræðum um skattaundanskot en faðir hans, Jorge, hefur verið til rannsóknar hjá skattayfirvöldum á Spáni síðan 2013. Messi eldri var grunaður um að hafa komið fyrir tekjum sonar síns af auglýsingasamningum undan sköttum á Spáni með því að koma peningnum fyrir í aflandsfyrirtækjum. Jorge Messi greiddi spænska skattinum fimm milljónir evra sjálfviljugur það sama ár en það var ekki nóg til að sleppa við ákæru. Lionel Messi bar við þekkingarleysi í málinu og féllst saksóknari á Spáni á það en dómari í málinu ákvað engu að síður að báðir feðgarnir myndu svara til saka vegna málsins. Sjá einnig: Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Lionel Messi og fjölskylda hans gaf út yfirlýsingu í gær þar sem því var neitað að þau hefðu haft rangt við í þessu máli og að aflandsfyrirtækið í Panama væri óvirkt og ekki með neinar eignir eða tekjur. Dagblaðið El Confidencial fullyrti að Messi-fjölskyldan hefði stofnað fyrirtækin til að koma tekjum sínum undan skatti en því hefur hún hafnað alfarið. Enn fremur hét hún því að lögsækja fjölmiðla sem kæmu fram með slíkar dylgjur. Messi er einn 20 knattspyrnumanna sem eru nefndir til sögunnar sem skjólstæðingar Mossack Fonseca en Messi er þekktastur af þeim. Réttarhöldin yfir Messi-feðgunum hefjast í næsta mánuði.
Fótbolti Tengdar fréttir Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Besti fótboltamaður í heimi er í vandræðum vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum. 3. apríl 2016 22:03 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Sjá meira
Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00
Messi í Panama-skjölunum: Upplýsingar um nýtt aflandsfélag Besti fótboltamaður í heimi er í vandræðum vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum. 3. apríl 2016 22:03
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti