Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. apríl 2016 10:08 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gengur af fundi með forseta Íslands. Þar fékk hann svigrúm til að skoða myndun nýs ráðuneytis. vísir/AntonBrink Ásmundur Friðriksson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, munu samþykkja þá niðurstöðu sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kemst að í viðræðum við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins. Þetta sögðu þeir aðspurðir hvort þeir myndu styðja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins með Sigurð Inga Jóhannsson í brúnni í stöðu forsætisráðherra. Vilhjálmur Bjarnasons, þingmaður flokksins, sagði „pass“ við spurningu blaðamanna en fjórtán þingmenn flokksins svöruðu ekki í síma. Bjarni og Sigurður Ingi ræddu saman í gær með það fyrir augum að viðhalda stjórnarsamstarfinu. Áður hafði Bjarni sótt til þess leyfi til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá hefur Bjarni verið skýr að því leyti að hann fari ekki inn í viðræður við Framsókn með þá kröfu að verða forsætisráðherra. „Þetta kom ágætlega fram hjá formanni flokksins í gær,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Vísi. „Það er vilji þessara flokka að hlaupa ekki frá mikilvægum verkefnum og klára það sem að útaf stendur.“Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton BrinkAðspurður hvort að til greina komi að styðja ríkisstjórn undir forystu Sigurðar Inga sagði Jón: „Ég treysti mínum formanni til að lenda þessu samstarfi til að það verði gott áfram.“ Óli Björn Kárason, varaþingmaður flokksins sem situr á þingi í fjarveru Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, segir enga fundi boðaða hjá flokknum í dag. „Auðvitað eru menn bara vakandi og tilbúnir með skömmum fyrirvara að koma saman.“ Hann fékk sömu spurningu og Jón Gunnarsson, varðandi hans hug til ríkisstjórnar undir forystu Sigurðar Inga: „Bjarni og Ólöf marka þá stefnu og munu eiga viðræður og koma með tillögu. Ég mun styðja þá tillögu sem þau koma með fram.“ Ásmundur Friðriksson segir afar mikilvægt að flokkarnir fái tíma til að ljúka sínum störfum. „Ég verð mjög sáttur ef við getum það.“ Vilhjálmur Árnason segist styðja það ferli sem er í gangi flokkanna á milli og segir ekki máli skipta hver verði forsætisráðherra. Eingöngu að ró komist á í samfélaginu. Þá sé hann sáttur. Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, munu samþykkja þá niðurstöðu sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kemst að í viðræðum við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins. Þetta sögðu þeir aðspurðir hvort þeir myndu styðja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins með Sigurð Inga Jóhannsson í brúnni í stöðu forsætisráðherra. Vilhjálmur Bjarnasons, þingmaður flokksins, sagði „pass“ við spurningu blaðamanna en fjórtán þingmenn flokksins svöruðu ekki í síma. Bjarni og Sigurður Ingi ræddu saman í gær með það fyrir augum að viðhalda stjórnarsamstarfinu. Áður hafði Bjarni sótt til þess leyfi til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þá hefur Bjarni verið skýr að því leyti að hann fari ekki inn í viðræður við Framsókn með þá kröfu að verða forsætisráðherra. „Þetta kom ágætlega fram hjá formanni flokksins í gær,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Vísi. „Það er vilji þessara flokka að hlaupa ekki frá mikilvægum verkefnum og klára það sem að útaf stendur.“Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Anton BrinkAðspurður hvort að til greina komi að styðja ríkisstjórn undir forystu Sigurðar Inga sagði Jón: „Ég treysti mínum formanni til að lenda þessu samstarfi til að það verði gott áfram.“ Óli Björn Kárason, varaþingmaður flokksins sem situr á þingi í fjarveru Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, segir enga fundi boðaða hjá flokknum í dag. „Auðvitað eru menn bara vakandi og tilbúnir með skömmum fyrirvara að koma saman.“ Hann fékk sömu spurningu og Jón Gunnarsson, varðandi hans hug til ríkisstjórnar undir forystu Sigurðar Inga: „Bjarni og Ólöf marka þá stefnu og munu eiga viðræður og koma með tillögu. Ég mun styðja þá tillögu sem þau koma með fram.“ Ásmundur Friðriksson segir afar mikilvægt að flokkarnir fái tíma til að ljúka sínum störfum. „Ég verð mjög sáttur ef við getum það.“ Vilhjálmur Árnason segist styðja það ferli sem er í gangi flokkanna á milli og segir ekki máli skipta hver verði forsætisráðherra. Eingöngu að ró komist á í samfélaginu. Þá sé hann sáttur.
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira