Sigmundur segir konu sína ekki á leið út í geim Jakob Bjarnar skrifar 6. apríl 2016 14:08 Sigmundur Davíð segir orð Richards Bransons algerlega út í hött, Sigurlaug Anna hafi aldrei pantað sér ferð út í geim. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísar því alfarið á bug að eiginkona hans hafi pantað sér verð út í geim. Sigmundur tjáir sig á Facebooksíðu sinni, nú fyrst eftir að tilkynnt var um að hann hafi vikið af forsætisráðherrastóli, um frétt Vísis, þar sem vitnað er til orða Richards Branson þess efnis að eiginkona hans hafi pantað sér far út í geim. Branson greindi frá því í viðtali við Daily Mail að daginn eftir að tilraunageimskutla hans sprakk í loft upp hafi eiginkona Sigmundar, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, ein auðugasta kona Íslands, hringt í sig og viljað panta far út í geim. „'The Prime Minister of Iceland’s wife rang me up the day after the accident and said, “I want to sign to go to space.’’ Anna Sigurlaug Pálsdóttir is one of Iceland’s wealthiest women.“ Sigmundur Davíð er furðu lostinn og segir frétt Daily Mail, og þá það sem fram kemur í orðum Bransons, fráleitt. Hann fer yfir þetta í langri Facebookfærslu nú rétt í þessu. Hún er svohljóðandi.Facebookfærsla Sigmundar Davíðs „Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur aldrei hitt þessa yndislegu konu er reiðubúið að tjá sig um hana. Konu sem hefur alltaf staðið skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu, ávallt sýnt af sér fórnfýsi og má raunar ekkert aumt sjá. Konu sem hefur ætíð verið helsti hvatamaður minn í þeim stóru verkefnum sem ég hef verið að vinna að í þágu samfélagsins jafnvel þótt sú hvatning hafi falið það í sér að hún gæfi stöðugt eftir af sínu. Sumir blaðamenn og miðlar hafa flutt gagnrýnar en sanngjarnar og réttar fréttir af gangi mála að undanförnu. Það hafa hins vegar ekki allir gert. Eftir að æsingurinn varð sem mestur hafa rangfærslurnar, getgáturnar og útúrsnúningarnir um málið verið svo miklir (á sumum stöðum) að það hefur ekki verið vinnandi vegur að reyna að leiðrétta það. Nú hefur vitleysan hins vegar náð stjarnfræðilegum hæðum. Í frétt á Vísi er fullyrt að eiginkona mín hafi pantað sér ferð út í geim! Ég þurfti að lesa þetta fimm sinnum og athuga jafn-oft hvort ég væri að lesa pistil á grínsíðu eða fréttasíðu. Eins og nærri má geta er fréttin bull frá upphafi til enda eins og reyndar ýmislegt annað sem fram kemur á þeim miðli sem Vísir vitnar til. En það virðist orðið ljós að það séu engin takmörk fyrir því hversu langt menn eru tilbúnir að ganga í súrrealískum „fréttaflutningi“ af mínum nánustu. Hvar endar eiginlega vitleysan ef hún takmarkast ekki einu sinni við gufuhvolf jarðar?“Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 6. apríl 2016Uppfært: Mbl.is greinir frá því að það var Dorrit Moussaieff sem vildi út í geim, ekki Anna Sigurlaug. „Sama dag og hið hörmulega slys varð fyrir fáeinum árum sendi hún honum hughreystandi kveðju og ræddi svo við hann í síma. Hún sagðist myndu hafa gaman af því að fara í geimferð þó hún væri ekki að bóka slíka ferð,“ segir Örnólfur Thorsson forsetariti í samtali við mbl.is. Richard Branson sé einmitt góðvinur Dorritar, að þau hafi þekkst í langan tíma. Panama-skjölin Tengdar fréttir Eiginkona Sigmundar Davíðs pantaði sér ferð út í geim Anna Sigurlaug Pálsdóttir er meðal þeirra milljónamæringa sem vill út í geim með geimskutlu Richards Bransons. 6. apríl 2016 10:15 Dorrit vill út í geim en ekki Anna Sigurlaug Svo virðist sem Richard Branson hafi ruglað saman þeim Dorrit Moussaieff forsetafrú og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur forsætisráðherrafrú. 6. apríl 2016 16:03 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísar því alfarið á bug að eiginkona hans hafi pantað sér verð út í geim. Sigmundur tjáir sig á Facebooksíðu sinni, nú fyrst eftir að tilkynnt var um að hann hafi vikið af forsætisráðherrastóli, um frétt Vísis, þar sem vitnað er til orða Richards Branson þess efnis að eiginkona hans hafi pantað sér far út í geim. Branson greindi frá því í viðtali við Daily Mail að daginn eftir að tilraunageimskutla hans sprakk í loft upp hafi eiginkona Sigmundar, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, ein auðugasta kona Íslands, hringt í sig og viljað panta far út í geim. „'The Prime Minister of Iceland’s wife rang me up the day after the accident and said, “I want to sign to go to space.’’ Anna Sigurlaug Pálsdóttir is one of Iceland’s wealthiest women.“ Sigmundur Davíð er furðu lostinn og segir frétt Daily Mail, og þá það sem fram kemur í orðum Bransons, fráleitt. Hann fer yfir þetta í langri Facebookfærslu nú rétt í þessu. Hún er svohljóðandi.Facebookfærsla Sigmundar Davíðs „Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur aldrei hitt þessa yndislegu konu er reiðubúið að tjá sig um hana. Konu sem hefur alltaf staðið skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu, ávallt sýnt af sér fórnfýsi og má raunar ekkert aumt sjá. Konu sem hefur ætíð verið helsti hvatamaður minn í þeim stóru verkefnum sem ég hef verið að vinna að í þágu samfélagsins jafnvel þótt sú hvatning hafi falið það í sér að hún gæfi stöðugt eftir af sínu. Sumir blaðamenn og miðlar hafa flutt gagnrýnar en sanngjarnar og réttar fréttir af gangi mála að undanförnu. Það hafa hins vegar ekki allir gert. Eftir að æsingurinn varð sem mestur hafa rangfærslurnar, getgáturnar og útúrsnúningarnir um málið verið svo miklir (á sumum stöðum) að það hefur ekki verið vinnandi vegur að reyna að leiðrétta það. Nú hefur vitleysan hins vegar náð stjarnfræðilegum hæðum. Í frétt á Vísi er fullyrt að eiginkona mín hafi pantað sér ferð út í geim! Ég þurfti að lesa þetta fimm sinnum og athuga jafn-oft hvort ég væri að lesa pistil á grínsíðu eða fréttasíðu. Eins og nærri má geta er fréttin bull frá upphafi til enda eins og reyndar ýmislegt annað sem fram kemur á þeim miðli sem Vísir vitnar til. En það virðist orðið ljós að það séu engin takmörk fyrir því hversu langt menn eru tilbúnir að ganga í súrrealískum „fréttaflutningi“ af mínum nánustu. Hvar endar eiginlega vitleysan ef hún takmarkast ekki einu sinni við gufuhvolf jarðar?“Eiginkona mín og fjölskylda hafa mátt þola mikið síðustu vikurnar. Það vekur hjá mér óhug að sjá hvernig fólk sem hefur...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 6. apríl 2016Uppfært: Mbl.is greinir frá því að það var Dorrit Moussaieff sem vildi út í geim, ekki Anna Sigurlaug. „Sama dag og hið hörmulega slys varð fyrir fáeinum árum sendi hún honum hughreystandi kveðju og ræddi svo við hann í síma. Hún sagðist myndu hafa gaman af því að fara í geimferð þó hún væri ekki að bóka slíka ferð,“ segir Örnólfur Thorsson forsetariti í samtali við mbl.is. Richard Branson sé einmitt góðvinur Dorritar, að þau hafi þekkst í langan tíma.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Eiginkona Sigmundar Davíðs pantaði sér ferð út í geim Anna Sigurlaug Pálsdóttir er meðal þeirra milljónamæringa sem vill út í geim með geimskutlu Richards Bransons. 6. apríl 2016 10:15 Dorrit vill út í geim en ekki Anna Sigurlaug Svo virðist sem Richard Branson hafi ruglað saman þeim Dorrit Moussaieff forsetafrú og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur forsætisráðherrafrú. 6. apríl 2016 16:03 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Eiginkona Sigmundar Davíðs pantaði sér ferð út í geim Anna Sigurlaug Pálsdóttir er meðal þeirra milljónamæringa sem vill út í geim með geimskutlu Richards Bransons. 6. apríl 2016 10:15
Dorrit vill út í geim en ekki Anna Sigurlaug Svo virðist sem Richard Branson hafi ruglað saman þeim Dorrit Moussaieff forsetafrú og Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur forsætisráðherrafrú. 6. apríl 2016 16:03