Í nýrri færslu á Facebook síðu sinni nefnir hann fjögur atriði sérstaklega og útskýrir hvers vegna það sé ekki nauðsynlegt fyrir ríkisstjórnina að sitja áfram til þess að þau verði kláruð.
Engin ágreiningur vegna gjaldeyrishafta
Fyrst er þar á blaði gjaldeyrishöftin en Gylf bendir á að útboð vegna aflandskróna sé á dagskrá núna í vor og því þurfi nú ekki að bíða lengi vegna þessa. Hann segir þetta mál vera í forræði Seðlabankans og því skipti ekki öllu hver sitji í ríkisstjórn þegar komi að afgreiðslu málsins. Hann bendir svo á að enginn ágreiningur sé vegna þessa máls á milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu.
Næst nefnir hann húsnæðismálin. Hann bendir á að nú þegar sé ágreiningur vegna þeirra á milli stjórnarflokkanna og að ekkert bendi til þess að önnur stjórn geti ekki náð árangri í þeim málum.
Þegar kemur að afnámi verðtryggingar fullyrðir hann að slíkt hafi aldrei staðið til hjá núverandi ríkisstjórn.
Síðasta atriðið sem hann nefnir er búvörusamningurinn. Gylfi segir hann afleitan og að ef hann nái í gegn muni það verða til þess að binda hendur komandi ríkisstjórna hvað þau mál varðar.
Hér má sjá færslu Gylfa í heild sinni;
