Þjóðinni boðið upp á „framlengt dauðastríð“ Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstaðan segist mæta samheldin til þingfundar í dag og ætlar að berjast fyrir vantrausti. vísir/Ernir Stjórnarandstaðan mun ekki una niðurstöðu stjórnarflokkanna og hefur þegar lagt fram vantrauststillögu á fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Árni Páll Árnason segir þjóðina þurfa að horfa upp á dauðastríð ríkisstjórnarinnar og Helgi Hrafn Gunnarsson segir stjórnarflokkana ekki hlusta á ákall þjóðarinnar. „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, þegar hún er spurð hvort útspil stjórnarflokkanna nægi til að lægja öldurnar í þjóðfélaginu. „Það liggur fyrir að þessir flokkar eru að mislesa í stöðuna. Hún er grafalvarleg og þeir hafa ekkert umboð til að mynda ríkisstjórn í sínu nafni. Það er engin spurning að minnihlutinn er klár, samheldinn og tilbúinn til að ræða vantraust.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var harðorður í garð núverandi stjórnarflokka á þinginu í gærkveldi. „Þetta er bara dauðastríð þessara tveggja flokka, þeir geta ekki mannað ráðherrastóla, flokkur með innan við átta prósenta fylgi í könnunum er að taka við forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðisflokkurinn er svo laskaður að Bjarni hefur ekki afl til að fara í forsætisráðuneytið. Það er ótrúlegt að þessir menn vilji bjóða þjóðinni upp á að framlengja þetta dauðastríð.“ Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýndi þau orð Bjarna Benediktssonar að stjórnarandstaðan væri í rusli. Núverandi ríkisstjórnarflokkar kæmu sjálfir stórlaskaðir út úr þeim darraðardansi sem einkennt hefur stjórnmálaástandið. „Áhugavert að menn hafi tekið þetta langan tíma í niðurstöðu sem er lítið sem ekki neitt. Þetta virðist vera það sama, þeir halda í hvert hálmstrá til að halda völdum og þetta er ekki í takt við ákall þjóðarinnar um kosningar.“ Þingfundur verður haldinn klukkan hálf ellefu í dag og mun stjórnarandstaðan mæta samheldin til fundar með nýja vantrauststillögu í pokahorninu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, er hugsi yfir stöðunni. „Þetta kemur ekki á óvart, fyrsta tilfinning mín er að þetta sé redding og við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer allt saman,“ segir Óttarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun ekki una niðurstöðu stjórnarflokkanna og hefur þegar lagt fram vantrauststillögu á fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Árni Páll Árnason segir þjóðina þurfa að horfa upp á dauðastríð ríkisstjórnarinnar og Helgi Hrafn Gunnarsson segir stjórnarflokkana ekki hlusta á ákall þjóðarinnar. „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, þegar hún er spurð hvort útspil stjórnarflokkanna nægi til að lægja öldurnar í þjóðfélaginu. „Það liggur fyrir að þessir flokkar eru að mislesa í stöðuna. Hún er grafalvarleg og þeir hafa ekkert umboð til að mynda ríkisstjórn í sínu nafni. Það er engin spurning að minnihlutinn er klár, samheldinn og tilbúinn til að ræða vantraust.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var harðorður í garð núverandi stjórnarflokka á þinginu í gærkveldi. „Þetta er bara dauðastríð þessara tveggja flokka, þeir geta ekki mannað ráðherrastóla, flokkur með innan við átta prósenta fylgi í könnunum er að taka við forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðisflokkurinn er svo laskaður að Bjarni hefur ekki afl til að fara í forsætisráðuneytið. Það er ótrúlegt að þessir menn vilji bjóða þjóðinni upp á að framlengja þetta dauðastríð.“ Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýndi þau orð Bjarna Benediktssonar að stjórnarandstaðan væri í rusli. Núverandi ríkisstjórnarflokkar kæmu sjálfir stórlaskaðir út úr þeim darraðardansi sem einkennt hefur stjórnmálaástandið. „Áhugavert að menn hafi tekið þetta langan tíma í niðurstöðu sem er lítið sem ekki neitt. Þetta virðist vera það sama, þeir halda í hvert hálmstrá til að halda völdum og þetta er ekki í takt við ákall þjóðarinnar um kosningar.“ Þingfundur verður haldinn klukkan hálf ellefu í dag og mun stjórnarandstaðan mæta samheldin til fundar með nýja vantrauststillögu í pokahorninu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, er hugsi yfir stöðunni. „Þetta kemur ekki á óvart, fyrsta tilfinning mín er að þetta sé redding og við eigum eftir að sjá hvernig þetta fer allt saman,“ segir Óttarr.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira