Framganga forsætisráðherra yfirgengileg Birta Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2016 23:42 Martin Weill, fréttamaður Canal+ í Frakklandi. vísir/stöð 2 Kastljós vesturlanda beinist nú að Íslandi og fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála. Franskur fréttamaður segir málið ekki hafa skaðað ímynd Íslands, innlendir sem erlendir stjórnmálamenn séu þeir sem rúnir eru trausti. Nafn Íslands kemur umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Erlendir blaðamenn fylgjast grannt með gangi mála hér á landi en þykir sumum þeirra erfitt að henda reiður á atburðarásinni. Svo hröð hefur hún verið. „Ég er alls enginn sérfræðingur í íslenskri pólitík en það sem vekur furðu okkar er hvernig forsætisráðherrann tekur á hlutunum. Fyrst segist hann ekki ætla að segja af sér, svo reynir hann að rjúfa þing til að bjarga eigin skinni, svo segist hann ætla að segja af sér en sendir svo erlendum fjölmiðlum yfirlýsingu um að hann sé í rauninni ekki að segja af sér heldur aðeins að stíga til hliðar í smátíma. Þetta er yfirgengilegt," sagði Martin Weill, fréttamaður á Canal+ í Frakklandi. Mótmælin vekja sömuleiðis mikla athygli og meðferð landans á banönum hefur sömuleiðis skapað umtal. „Þegar fólk kastar bönunum í alþingishúsið eru það myndir sem fá fólk til að horfa,” segir Martin.Málið skaðað íslenska stjórnmálamenn en ekki Ísland „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ sagði Camilla Slyngborg, fréttamaður hjá TV2 í Danmörku. Viðmælendur voru sammála um að umfjöllun komi ekki til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland,“ segir Camilla. „Ég held ekki að það hafi skaðað Ísland á neinn hátt. Ég held að það hafi skaðað íslenska stjórnmálamenn og auk þess held ég að þetta hafi skaðað stjórnmálamenn um allan heim. Ég held að fólk horfi til Íslands núna, ekki bara vegna Íslands heldur hugsi það að svona sé pólitíkin í mörgum löndum. Það séu svo margir stjórnmálamenn sem tengjast þessu að það segi okkur eitthvað um það hvernig okkur er stjórnað,” segir Martin. Panama-skjölin Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Kastljós vesturlanda beinist nú að Íslandi og fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála. Franskur fréttamaður segir málið ekki hafa skaðað ímynd Íslands, innlendir sem erlendir stjórnmálamenn séu þeir sem rúnir eru trausti. Nafn Íslands kemur umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Erlendir blaðamenn fylgjast grannt með gangi mála hér á landi en þykir sumum þeirra erfitt að henda reiður á atburðarásinni. Svo hröð hefur hún verið. „Ég er alls enginn sérfræðingur í íslenskri pólitík en það sem vekur furðu okkar er hvernig forsætisráðherrann tekur á hlutunum. Fyrst segist hann ekki ætla að segja af sér, svo reynir hann að rjúfa þing til að bjarga eigin skinni, svo segist hann ætla að segja af sér en sendir svo erlendum fjölmiðlum yfirlýsingu um að hann sé í rauninni ekki að segja af sér heldur aðeins að stíga til hliðar í smátíma. Þetta er yfirgengilegt," sagði Martin Weill, fréttamaður á Canal+ í Frakklandi. Mótmælin vekja sömuleiðis mikla athygli og meðferð landans á banönum hefur sömuleiðis skapað umtal. „Þegar fólk kastar bönunum í alþingishúsið eru það myndir sem fá fólk til að horfa,” segir Martin.Málið skaðað íslenska stjórnmálamenn en ekki Ísland „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ sagði Camilla Slyngborg, fréttamaður hjá TV2 í Danmörku. Viðmælendur voru sammála um að umfjöllun komi ekki til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland,“ segir Camilla. „Ég held ekki að það hafi skaðað Ísland á neinn hátt. Ég held að það hafi skaðað íslenska stjórnmálamenn og auk þess held ég að þetta hafi skaðað stjórnmálamenn um allan heim. Ég held að fólk horfi til Íslands núna, ekki bara vegna Íslands heldur hugsi það að svona sé pólitíkin í mörgum löndum. Það séu svo margir stjórnmálamenn sem tengjast þessu að það segi okkur eitthvað um það hvernig okkur er stjórnað,” segir Martin.
Panama-skjölin Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels