Vantraust til umræðu á morgun Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 12:19 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannsonar hefur störf í miklum mótbyr, bæði þjóðarinnar og innan beggja flokka. Vísir Vantrausttillaga minnihlutans á þingi og krafa um þingrof verður tekin til afgreiðslu á morgun, föstudag, klukkan 13:00 eftir hádegi. Umræða um vantraust mun líklega taka um þrjár til fjórar klukkustundir og því verður gengið til afgreiðslu um vantrausttillöguna síðdegis. Þetta kemur fram í tölvupósti til þingmanna frá skrifstofu alþingis. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að taka tillöguna til afgreiðslu. Þessi ríkisstjórn er rúin trausti og það sé vilji stórs hluta þjóðarinnar að boðað verði til kosningar hið fyrsta. Þar gefst óbreyttum þingmönnum stjórnarmeirihlutans tækifæri til að útskýra hvort þeir styðji ríkisstjórn með ráðherrum sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur á að skipa 38 þingmenn sem er rúmur meirihluti á þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn eru 25 talsins og því þurfa sjö stjórnarþingmenn að styðja vantrausttillöguna svo hún verði samþykkt. Telja má það harla ólíklegt þar sem báðir stjórnarflokkarnir hafa lagt blessun sína yfir áframhaldandi samstarf þó nokkrir þingmenn hafi verið ósáttir við stöðuna.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirFráleitt að fresta kosningum til hausts „Þeir hafa sterkan meirihluta á þingi en staða þeirra er slæm og flokkarnir laskaðir,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Því er mikilvægt að fá fram tillöguna og ræða hana í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja til haustsins. Boðað yrði til kosninga í haust án þess að nákvæm tímasetning lægi fyrir þinginu. Að mati Bjarna væri ekki hægt að efna til kosninga fyrr en ríkisstjórnin hefði klárað mikilvæg mál og farið í gegnum þingmálaskrá fyrri ríkisstjórnar. Það loforð fyrir kosningum segir Sigríður Ingibjörg ekki markvert. „Nei þetta er algjörlega fráleit tillaga. Það að segja að þeir boði til kosninga þegar þeir tæmi sína málskrá er ekki í anda ákalls þjóðarinnar um kosningar svo fljótt sem verða má og að þessi ríkisstjórn fari frá völdum.“ Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vantrausttillaga minnihlutans á þingi og krafa um þingrof verður tekin til afgreiðslu á morgun, föstudag, klukkan 13:00 eftir hádegi. Umræða um vantraust mun líklega taka um þrjár til fjórar klukkustundir og því verður gengið til afgreiðslu um vantrausttillöguna síðdegis. Þetta kemur fram í tölvupósti til þingmanna frá skrifstofu alþingis. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að taka tillöguna til afgreiðslu. Þessi ríkisstjórn er rúin trausti og það sé vilji stórs hluta þjóðarinnar að boðað verði til kosningar hið fyrsta. Þar gefst óbreyttum þingmönnum stjórnarmeirihlutans tækifæri til að útskýra hvort þeir styðji ríkisstjórn með ráðherrum sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur á að skipa 38 þingmenn sem er rúmur meirihluti á þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn eru 25 talsins og því þurfa sjö stjórnarþingmenn að styðja vantrausttillöguna svo hún verði samþykkt. Telja má það harla ólíklegt þar sem báðir stjórnarflokkarnir hafa lagt blessun sína yfir áframhaldandi samstarf þó nokkrir þingmenn hafi verið ósáttir við stöðuna.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirFráleitt að fresta kosningum til hausts „Þeir hafa sterkan meirihluta á þingi en staða þeirra er slæm og flokkarnir laskaðir,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Því er mikilvægt að fá fram tillöguna og ræða hana í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja til haustsins. Boðað yrði til kosninga í haust án þess að nákvæm tímasetning lægi fyrir þinginu. Að mati Bjarna væri ekki hægt að efna til kosninga fyrr en ríkisstjórnin hefði klárað mikilvæg mál og farið í gegnum þingmálaskrá fyrri ríkisstjórnar. Það loforð fyrir kosningum segir Sigríður Ingibjörg ekki markvert. „Nei þetta er algjörlega fráleit tillaga. Það að segja að þeir boði til kosninga þegar þeir tæmi sína málskrá er ekki í anda ákalls þjóðarinnar um kosningar svo fljótt sem verða má og að þessi ríkisstjórn fari frá völdum.“
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira