Segir engan frið munu nást fyrr en rödd þjóðarinnar hljómar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 12:38 Össur Skarphéðinsson vill frið meðal þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist sammála Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, um að ganga þurfi tafarlaust til kosninga. Hann benti á að ekki hefði verið hægt að ræða vantrauststillögu vegna upplausnar á Alþingi. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi sem hófst klukkan 11 í morgun. Umræðan hverfist um ástandið í samfélaginu eftir að í ljós kom að forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra voru nefnd í Panama-skjölunum. „Háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra sagði að trúnaðarbresturinn væri í reynd eitthvað sem líkja mætti við eldgos og hamfarir,“ sagði Össur og tók undir þau orð. Hann sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að ná friði nema með því að láta rödd þjóðarinnar hljóma. Össur telur að það „eigi að láta þjóðina ráða úrslitum um það í kosningum, sem verða haldnar sem fyrst, hvort að þessi ríkisstjórn haldi áfram eða hvort hún verði sett á haugana.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, kom á eftir Össuri í pontu og sagðist viss um að eina ástæðan fyrir því að stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga til kosninga strax væri vegna þess að forystumennirnir vildu bíða eftir því að reiði almennings myndi dvína. Brynhildur Pétursdóttir gagnrýndi það hversu langan tíma það tók Framsóknarflokkinn að bregðast við kröfum almennings um afsögn forsætisráðherra. Hún sagðist óttast foringjadýrkun flokksins og sagði slíka dýrkun hættulega. Nefndi hún meðvirkni í þessu samhengi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist sammála Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, um að ganga þurfi tafarlaust til kosninga. Hann benti á að ekki hefði verið hægt að ræða vantrauststillögu vegna upplausnar á Alþingi. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi sem hófst klukkan 11 í morgun. Umræðan hverfist um ástandið í samfélaginu eftir að í ljós kom að forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra voru nefnd í Panama-skjölunum. „Háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra sagði að trúnaðarbresturinn væri í reynd eitthvað sem líkja mætti við eldgos og hamfarir,“ sagði Össur og tók undir þau orð. Hann sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að ná friði nema með því að láta rödd þjóðarinnar hljóma. Össur telur að það „eigi að láta þjóðina ráða úrslitum um það í kosningum, sem verða haldnar sem fyrst, hvort að þessi ríkisstjórn haldi áfram eða hvort hún verði sett á haugana.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, kom á eftir Össuri í pontu og sagðist viss um að eina ástæðan fyrir því að stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga til kosninga strax væri vegna þess að forystumennirnir vildu bíða eftir því að reiði almennings myndi dvína. Brynhildur Pétursdóttir gagnrýndi það hversu langan tíma það tók Framsóknarflokkinn að bregðast við kröfum almennings um afsögn forsætisráðherra. Hún sagðist óttast foringjadýrkun flokksins og sagði slíka dýrkun hættulega. Nefndi hún meðvirkni í þessu samhengi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Sjá meira
Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12
Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33