Vildum ekki vanvirða neinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2016 13:20 Úr leik með Þrótti. Vísir/Anton Eins og áður hefur komið fram gaf Þróttur leik sinn gegn Þór í Lengjbikarkeppni karla sem fara átti fram í gær. Leikurinn átti að fara fram á Akureyri en Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, segir að ekki hafi tekist að finna hentugan leiktíma. Þróttur er nýbúinn að fara í æfingaferð til Spánar og segir að það hafi reynst erfitt fyrir menn að fá enn meira frí frá vinnu fyrir ferð til Akureyrar á þeim leikdögum sem komu til greina. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Menn fengu frí til að fara í æfingaferðina en svo gekk það bara ekki upp að finna heppilegan leikdag með Þór,“ sagði Ótthar í samtali við Vísi í dag. „Það var ekki að við vildum ekki spila. Þetta er ekki meint sem óvirðing við Þór eða hreyfinguna sem slíka. Ég skil það vel að það kunni að koma þannig út en það var alls ekki ætlun okkar.“ Þróttur hefur ekki unnið leik allt undirbúningstímabilið en Ótthar hefur ekki áhyggjur af því að þetta mál geri horfur Þróttara fyrir sumarið í Pepsi-deildinni enn verra. „Þetta er auðvitað óheppilegt en eins og Gregg [Ryder, þjálfari] hefur margoft komið inn á þá stefnum við á að vera klárir 1. maí. Það er okkar markmið.“ „Það er ekki gott að hafa ekki unnið leik í allan vetur. Maður hefur líka prófað það áður - líka að vinna alla leiki á undirbúningstímabilinu.“ Þróttur birti eftirfarandi tilkynningu á heimasíðu sinni í dag: „Ýmsar ástæður fyrir því að ekki var mögulegt fyrir okkur að leika á umræddum leikdögum. Vitað var fyrir nokkru að upphaflegur leikdagur gekk ekki upp vegna utanferðar Þróttar og næsti leikdagur sem við lögðum til gekk ekki upp vegna utanferðar Þórs. Það er alls ekki meining okkar að sýna Þór, KSÍ eða öðrum óvirðingu, fjarri því en aðstæður eru með þeim hætti að útilokað var fyrir okkur að leika á umræddum dögum og höfðum við lagt til aðra leikdaga sem ekki komu til greina af hálfu Þórs. Okkur þykir miður að svo hafi farið og biðjumst við velvirðingar á því, það er skiljanlegt að þessar aðstæður bjóði upp á hörð viðbrögð mótherja en í engu var meiningin að sýna þeim eða öðrum óvirðingu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45 Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram gaf Þróttur leik sinn gegn Þór í Lengjbikarkeppni karla sem fara átti fram í gær. Leikurinn átti að fara fram á Akureyri en Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, segir að ekki hafi tekist að finna hentugan leiktíma. Þróttur er nýbúinn að fara í æfingaferð til Spánar og segir að það hafi reynst erfitt fyrir menn að fá enn meira frí frá vinnu fyrir ferð til Akureyrar á þeim leikdögum sem komu til greina. Sjá einnig: „Þróttarar náðu ekki í lið“ „Menn fengu frí til að fara í æfingaferðina en svo gekk það bara ekki upp að finna heppilegan leikdag með Þór,“ sagði Ótthar í samtali við Vísi í dag. „Það var ekki að við vildum ekki spila. Þetta er ekki meint sem óvirðing við Þór eða hreyfinguna sem slíka. Ég skil það vel að það kunni að koma þannig út en það var alls ekki ætlun okkar.“ Þróttur hefur ekki unnið leik allt undirbúningstímabilið en Ótthar hefur ekki áhyggjur af því að þetta mál geri horfur Þróttara fyrir sumarið í Pepsi-deildinni enn verra. „Þetta er auðvitað óheppilegt en eins og Gregg [Ryder, þjálfari] hefur margoft komið inn á þá stefnum við á að vera klárir 1. maí. Það er okkar markmið.“ „Það er ekki gott að hafa ekki unnið leik í allan vetur. Maður hefur líka prófað það áður - líka að vinna alla leiki á undirbúningstímabilinu.“ Þróttur birti eftirfarandi tilkynningu á heimasíðu sinni í dag: „Ýmsar ástæður fyrir því að ekki var mögulegt fyrir okkur að leika á umræddum leikdögum. Vitað var fyrir nokkru að upphaflegur leikdagur gekk ekki upp vegna utanferðar Þróttar og næsti leikdagur sem við lögðum til gekk ekki upp vegna utanferðar Þórs. Það er alls ekki meining okkar að sýna Þór, KSÍ eða öðrum óvirðingu, fjarri því en aðstæður eru með þeim hætti að útilokað var fyrir okkur að leika á umræddum dögum og höfðum við lagt til aðra leikdaga sem ekki komu til greina af hálfu Þórs. Okkur þykir miður að svo hafi farið og biðjumst við velvirðingar á því, það er skiljanlegt að þessar aðstæður bjóði upp á hörð viðbrögð mótherja en í engu var meiningin að sýna þeim eða öðrum óvirðingu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45 Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
„Þróttarar náðu ekki í lið“ Þór tilkynnti á heimasíðu sinni að Þróttarar hafi gefið leik liðanna í Lengjubikarnum. 7. apríl 2016 12:45
Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. 6. apríl 2016 16:00