Viðskipti erlent

Breskir bankar greini frá tengslum við Mossack Fonseca

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bönkum í Bretlandi hefur verið skipað að gera grein fyrir tengslum sínum við panamíska fyrirtækið Mossack Fonseca. Þetta hefur verið fyrirskiptað vegna leka Panamaskjalanna. Fjármálaeftirlit Bretlands, FCA, vill að það verði gert fyrir 15. apríl.

Meðal þess sem FCA hefur heitið að berjast gegn á árinu er peningaþvætti, sem Mossack Fonseca hafa verið sakaðir um.

Fjármálastofnanir í Bretlandi hafa einnig verið beðnar um að gera grein fyrir áætunum sínum í kjölfar gagnalekans. Með þessu segir FCA að fjármálastofnanir séu meðvitaðar um að ekki sé verið að nota þær til að fremja glæpi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×