Sagan ekki með Haukakonum í kvöld: Aðeins átta prósent liðanna hafa komist í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2016 15:30 Helena Sverrisdóttir og félagar í Haukum hafa söguna ekki með sér í kvöld. Vísir/Anton Deildarmeistarar Hauka spila fyrir lífi sínu annan leikinn í röð í kvöld þegar Haukakonur heimsækja Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram í Mustad-höllinni í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Grindavík komst í 2-0 í einvíginu þar sem þarf að vinna þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin en Haukarnir minnkuðu muninn með 72-45 sigri í síðasta leik á Ásvöllum. Grindavíkurkonur komast í lokaúrslitin á móti Snæfelli með sigri í kvöld en Haukaliðið væri þá komið í sumarfrí. Það yrði mikið áfall fyrir Haukaliðið að komast hvorki í bikarúrslitin né úrslit Íslandsmótsins á tímabili þar sem margir bjuggust við tvöföldum sigri Hafnarfjarðarliðsins. Vinni Haukarnir leikinn í kvöld þá tryggja þær sér oddaleik á heimavelli á mánudaginn kemur.Sagan er hinsvegar ekki með Haukakonum. Í 23 ára sögu úrslitkeppni kvenna frá 1993 hafa lið 24 sinnum komist í 2-0 í einvígum þar sem þarf þrjá sigra til að komast áfram eða vinna titilinn. Aðeins tvö lið af þessum 24 hafa komist í oddaleik úr stöðunni 2-0 og aðeins eitt lið, KR-liðið frá 2002, hefur unnið einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir. KR-konur afrekuðu þetta í lokaúrslitunum á móti ÍS vorið 2002 en hitt lið sem komst í oddaleik var lið Grindvíkinga í undanúrslitaeinvígi á móti KR vorið 2008. KR vann þá oddaleikinn 83-69. KR-konur töpuðu tveimur fyrstu leikjunum í framlengingu á móti Stúdínum í lokaúrslitunum 2002 en unnu þrjá síðustu leikina með 3, 13 og 4 stigum. Tveir af leikjunum fóru fram á heimavelli ÍS-liðsins. Haukakonur náðu að tryggja sér fjórða leikinn og komust í hóp sex liða sem hafa náð því eftir að hafa lent 2-0 undir. Það þýðir að 19 af 25 liðum hafa ekki átt neitt svar og hafa tapað þriðja leiknum í röð. Haukaliðið er því þegar komið í fámennan hóp með sigri sínum í þriðja leiknum og nú er að sjá hvort þær hafi meðbyr úr þeim leik eða hvort að Grindavíkurkonur rifji upp takta sína í leikjum eitt og tvö. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Deildarmeistarar Hauka spila fyrir lífi sínu annan leikinn í röð í kvöld þegar Haukakonur heimsækja Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram í Mustad-höllinni í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Grindavík komst í 2-0 í einvíginu þar sem þarf að vinna þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin en Haukarnir minnkuðu muninn með 72-45 sigri í síðasta leik á Ásvöllum. Grindavíkurkonur komast í lokaúrslitin á móti Snæfelli með sigri í kvöld en Haukaliðið væri þá komið í sumarfrí. Það yrði mikið áfall fyrir Haukaliðið að komast hvorki í bikarúrslitin né úrslit Íslandsmótsins á tímabili þar sem margir bjuggust við tvöföldum sigri Hafnarfjarðarliðsins. Vinni Haukarnir leikinn í kvöld þá tryggja þær sér oddaleik á heimavelli á mánudaginn kemur.Sagan er hinsvegar ekki með Haukakonum. Í 23 ára sögu úrslitkeppni kvenna frá 1993 hafa lið 24 sinnum komist í 2-0 í einvígum þar sem þarf þrjá sigra til að komast áfram eða vinna titilinn. Aðeins tvö lið af þessum 24 hafa komist í oddaleik úr stöðunni 2-0 og aðeins eitt lið, KR-liðið frá 2002, hefur unnið einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir. KR-konur afrekuðu þetta í lokaúrslitunum á móti ÍS vorið 2002 en hitt lið sem komst í oddaleik var lið Grindvíkinga í undanúrslitaeinvígi á móti KR vorið 2008. KR vann þá oddaleikinn 83-69. KR-konur töpuðu tveimur fyrstu leikjunum í framlengingu á móti Stúdínum í lokaúrslitunum 2002 en unnu þrjá síðustu leikina með 3, 13 og 4 stigum. Tveir af leikjunum fóru fram á heimavelli ÍS-liðsins. Haukakonur náðu að tryggja sér fjórða leikinn og komust í hóp sex liða sem hafa náð því eftir að hafa lent 2-0 undir. Það þýðir að 19 af 25 liðum hafa ekki átt neitt svar og hafa tapað þriðja leiknum í röð. Haukaliðið er því þegar komið í fámennan hóp með sigri sínum í þriðja leiknum og nú er að sjá hvort þær hafi meðbyr úr þeim leik eða hvort að Grindavíkurkonur rifji upp takta sína í leikjum eitt og tvö.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30