„Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 14:19 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/pjetur Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir vantrausti, þingrofi og kosningum á Alþingi núna klukkan 13. Sagði hann að það væri óvenjulegt að mælt væri vantrausti á ríkisstjórnina á fyrsta starfsdegi hennar. Það væri ef til vill einsdæmi en Árni Páll sagði að við værum að lifa einstaka tíma. Hann sagði vantraustið byggja á alvarlegum vanda sem væri kominn upp í stjórnmálunum og væri öllum kunnur: „Aflandsfélög eru bara til í þeim tilgangi að leyna eignarhaldi eða forðast skattheimtu. Um það eru ríkisskattstjóri og allir sérfræðingar sammála og formaður SA tók sérstaklega undir það í tímabærri fordæmingu á skattaskjólum á ársfundi samtakanna í gær. Ef menn halda fé í skattaskjóli eru þeir að taka fé úr vinnu hér á landi og koma sér undan nauðsynlegu gagnsæi,“ sagði Árni Páll og bæti við að féð væri þá ekki að skapa hér verðmæti og störf. „Við höfum í glímunni við eftirleik hrunsins óskað sérstaklega eftir að þeir sem eigi eignir í útlöndum komi með þær heim, til að styðja við endurreisn Íslands. Vegna alls þessa eru eignarhald og viðskipti í skattaskjólsfélagi ósamrýmanleg stjórnmálaþátttöku. Þess vegna er skipan ríkisstjórnarinnar í dag óásættanleg.“ Árni Páll sagði að með ríkisstjórnarskiptunum hafi stjórnarflokkarnir sjálfir viðurkennt að umboð þeirra væri brostið og að ekki væri gengið nógu langt til að ljúka málinu. Í vantrauststillögunni fælist hins vegar ekki aðför að meirihlutanum heldur „útrétt hönd um betri samskipti á nýjum forsendum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, tók næst til máls. Hann sagði það eðlilegt að stjórnarandstaðan vildi víkja ríkjandi stjórn frá völdum enda væri það hennar hlutverk. „En að setja hana fram innan við sólarhring frá því hún tekur við völdum er rösklega gert,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nýtti dágóðan tíma ræðu sinnar í að fara yfir það hversu mikilvægt væri að ljúka áætluninni um afnám hafta með aflandskrónuútboðinu í maí. Meðal annars vegna þess væri það óráðlegt og óábyrgt af stjórnarandstöðunni að leggja til kosningar þar sem þær yrðu þá að öllum líkindum á sama tíma og krónuútboðið ætti að vera. Forsætisráðherra fór svo yfir ýmis mál sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu. Sumum væri lokið en öðrum ekki en mikilvægt væri að klára þau. „Því legg ég eindregið til að við fellum báðar tillögur stjórnarandstöðunnar hér í dag.“ Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir vantrausti, þingrofi og kosningum á Alþingi núna klukkan 13. Sagði hann að það væri óvenjulegt að mælt væri vantrausti á ríkisstjórnina á fyrsta starfsdegi hennar. Það væri ef til vill einsdæmi en Árni Páll sagði að við værum að lifa einstaka tíma. Hann sagði vantraustið byggja á alvarlegum vanda sem væri kominn upp í stjórnmálunum og væri öllum kunnur: „Aflandsfélög eru bara til í þeim tilgangi að leyna eignarhaldi eða forðast skattheimtu. Um það eru ríkisskattstjóri og allir sérfræðingar sammála og formaður SA tók sérstaklega undir það í tímabærri fordæmingu á skattaskjólum á ársfundi samtakanna í gær. Ef menn halda fé í skattaskjóli eru þeir að taka fé úr vinnu hér á landi og koma sér undan nauðsynlegu gagnsæi,“ sagði Árni Páll og bæti við að féð væri þá ekki að skapa hér verðmæti og störf. „Við höfum í glímunni við eftirleik hrunsins óskað sérstaklega eftir að þeir sem eigi eignir í útlöndum komi með þær heim, til að styðja við endurreisn Íslands. Vegna alls þessa eru eignarhald og viðskipti í skattaskjólsfélagi ósamrýmanleg stjórnmálaþátttöku. Þess vegna er skipan ríkisstjórnarinnar í dag óásættanleg.“ Árni Páll sagði að með ríkisstjórnarskiptunum hafi stjórnarflokkarnir sjálfir viðurkennt að umboð þeirra væri brostið og að ekki væri gengið nógu langt til að ljúka málinu. Í vantrauststillögunni fælist hins vegar ekki aðför að meirihlutanum heldur „útrétt hönd um betri samskipti á nýjum forsendum.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, tók næst til máls. Hann sagði það eðlilegt að stjórnarandstaðan vildi víkja ríkjandi stjórn frá völdum enda væri það hennar hlutverk. „En að setja hana fram innan við sólarhring frá því hún tekur við völdum er rösklega gert,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nýtti dágóðan tíma ræðu sinnar í að fara yfir það hversu mikilvægt væri að ljúka áætluninni um afnám hafta með aflandskrónuútboðinu í maí. Meðal annars vegna þess væri það óráðlegt og óábyrgt af stjórnarandstöðunni að leggja til kosningar þar sem þær yrðu þá að öllum líkindum á sama tíma og krónuútboðið ætti að vera. Forsætisráðherra fór svo yfir ýmis mál sem fyrrverandi ríkisstjórn hefur unnið að á kjörtímabilinu. Sumum væri lokið en öðrum ekki en mikilvægt væri að klára þau. „Því legg ég eindregið til að við fellum báðar tillögur stjórnarandstöðunnar hér í dag.“
Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira