Lítið breytt ríkisstjórn Andri Sigurðsson skrifar 8. apríl 2016 19:49 Fléttan sem ríkisstjórnin bauð okkur uppá í vikunni er hönnuð til að hámarka möguleika hennar sjálfrar til að halda völdum eins lengi og mögulegt er. Sigmundur Davíð sem var uppvís að fela sína peninga í skattaskjólum og reyna svo að ljúga sig frá því er enn á þingi, er enn formaður síns flokks og hefur því enn mikil völd. Bjarni Benediktsson, sem nú er einskonar leiðtogi þessarar klíku, hefur líka notast við skattaskjól. Saman hanga þeir á völdunum, valdanna vegna. Til þess eins að tryggja sína hagsmuni, hagsmuni flokksins og sérhagsmuni vina og kunningja. Bjarni Benediktsson hefur í „prinsippinu“ gerst sekur um sama glæp og Sigmundur Davíð, þar er aðeins stigs munur á ef einhver. Ef þeim væri ekki einfaldlega sama um almenning hefðu þeir gert það eina rétta og boðað strax til kosninga eða stigið til hliðar (raunverulega) og látið stjórn landsins í hendur einhverra annarra sem njóta áþreifanlegs trausts. Hvorugt gerðist. Uppá hvað bauð ríkistjórnin okkur svo? Annars vegar að forsætisráðherra „stígi til hliðar“ en sé enn í valdastöðu á þingi og sýni enga einustu iðrun. Hinsvegar óljóst og loðið orðalag um kosningar seinna á árinu án þess að tilgreina nákvæma dagsetningu. Svo tala háttsettir menn um að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á ríkistjórninni. Það stenst enga skoðun, enga. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft gerst sekir um orðaleiki og hafa því enga innistæðu hjá þjóðinni og geta ekki talað með þessum hætti. Nei, það hefur ekkert réttlæti náð fram að ganga. Engin siðbót. Það sem stendur eftir er áframhaldandi leikrit hannað til að sefa reiði fólks. Þetta er ekki það siðferði sem almenningur kallar eftir heldur þveröfugt. Í stað þess að sýna iðrun halda leiðtogar okkar áfram að ljúga og blekkja. Ekkert hefur í raun breyst síðan á mánudag þegar allt að þrjátíu þúsund manns mættu á Austurvöll, ekki neitt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fléttan sem ríkisstjórnin bauð okkur uppá í vikunni er hönnuð til að hámarka möguleika hennar sjálfrar til að halda völdum eins lengi og mögulegt er. Sigmundur Davíð sem var uppvís að fela sína peninga í skattaskjólum og reyna svo að ljúga sig frá því er enn á þingi, er enn formaður síns flokks og hefur því enn mikil völd. Bjarni Benediktsson, sem nú er einskonar leiðtogi þessarar klíku, hefur líka notast við skattaskjól. Saman hanga þeir á völdunum, valdanna vegna. Til þess eins að tryggja sína hagsmuni, hagsmuni flokksins og sérhagsmuni vina og kunningja. Bjarni Benediktsson hefur í „prinsippinu“ gerst sekur um sama glæp og Sigmundur Davíð, þar er aðeins stigs munur á ef einhver. Ef þeim væri ekki einfaldlega sama um almenning hefðu þeir gert það eina rétta og boðað strax til kosninga eða stigið til hliðar (raunverulega) og látið stjórn landsins í hendur einhverra annarra sem njóta áþreifanlegs trausts. Hvorugt gerðist. Uppá hvað bauð ríkistjórnin okkur svo? Annars vegar að forsætisráðherra „stígi til hliðar“ en sé enn í valdastöðu á þingi og sýni enga einustu iðrun. Hinsvegar óljóst og loðið orðalag um kosningar seinna á árinu án þess að tilgreina nákvæma dagsetningu. Svo tala háttsettir menn um að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á ríkistjórninni. Það stenst enga skoðun, enga. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft gerst sekir um orðaleiki og hafa því enga innistæðu hjá þjóðinni og geta ekki talað með þessum hætti. Nei, það hefur ekkert réttlæti náð fram að ganga. Engin siðbót. Það sem stendur eftir er áframhaldandi leikrit hannað til að sefa reiði fólks. Þetta er ekki það siðferði sem almenningur kallar eftir heldur þveröfugt. Í stað þess að sýna iðrun halda leiðtogar okkar áfram að ljúga og blekkja. Ekkert hefur í raun breyst síðan á mánudag þegar allt að þrjátíu þúsund manns mættu á Austurvöll, ekki neitt!
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun