Hinn drungalegi Ben Rothwell Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. apríl 2016 13:00 Ben Rothwell í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld berst hinn afar sérstaki Ben Rothwell sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum. Takist honum að sigra Junior dos Santos í kvöld fer hann langa leið með að tryggja sér titilbardaga. Ben Rothwell hefur óvænt sigrað fjóra bardaga í röð í þungavigtinni. Það er sjaldséð að sjá svo langar sigurgöngur í þungavigt UFC og fimm sigrar í röð ættu að gefa titilbardaga. Áður en sigurgangan hófst hafði honum aldrei tekist að vinna tvo bardaga í röð í UFC. Það var ekki fyrr en hann rotaði Alistair Overeem afar óvænt sem hjólin fóru að snúast. Síðast varð hann fyrsti maðurinn til að klára Josh Barnett með uppgjafartaki sem er hans stærsti sigur á ferlinum. Ben Rothwell hefur alltaf verið óvenjulegur maður. Stór, sköllóttur og með kafloðið bakið lítur hann út eins og drungalegi maðurinn í hryllingsmynd sem alla grunar um að sé morðinginn. Þegar betur er að gáð er þessi drungalegi maður sá vinalegasti og gæti staðið uppi sem hetjan í lokin. Eftir sigur hans á Matt Mitrione í fyrra átti hann eitt eftirminnilegasta og vandræðalegasta viðtal í manna minnum. Menn fóru að taka eftir honum og Rothwell fékk stærri bardaga og var meira í sviðsljósinu en áður. Það má samt ekki gleyma því að Rothwell á langan feril að baki, 20 rothögg og 13 sigra eftir uppgjafartök sem verður að teljast ansi gott. Þrátt fyrir ferilinn langa er óhætt að fullyrða að bardaginn í kvöld gegn fyrrum þungavigtarmeistaranum Junior dos Santos er hans stærsti á ferlinum. Bardagakvöldið hefst kl 18 í kvöld á Stöð 2 Sport 3 og verða sex bardagar á dagskrá. MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Í kvöld berst hinn afar sérstaki Ben Rothwell sinn mikilvægasta bardaga á ferlinum. Takist honum að sigra Junior dos Santos í kvöld fer hann langa leið með að tryggja sér titilbardaga. Ben Rothwell hefur óvænt sigrað fjóra bardaga í röð í þungavigtinni. Það er sjaldséð að sjá svo langar sigurgöngur í þungavigt UFC og fimm sigrar í röð ættu að gefa titilbardaga. Áður en sigurgangan hófst hafði honum aldrei tekist að vinna tvo bardaga í röð í UFC. Það var ekki fyrr en hann rotaði Alistair Overeem afar óvænt sem hjólin fóru að snúast. Síðast varð hann fyrsti maðurinn til að klára Josh Barnett með uppgjafartaki sem er hans stærsti sigur á ferlinum. Ben Rothwell hefur alltaf verið óvenjulegur maður. Stór, sköllóttur og með kafloðið bakið lítur hann út eins og drungalegi maðurinn í hryllingsmynd sem alla grunar um að sé morðinginn. Þegar betur er að gáð er þessi drungalegi maður sá vinalegasti og gæti staðið uppi sem hetjan í lokin. Eftir sigur hans á Matt Mitrione í fyrra átti hann eitt eftirminnilegasta og vandræðalegasta viðtal í manna minnum. Menn fóru að taka eftir honum og Rothwell fékk stærri bardaga og var meira í sviðsljósinu en áður. Það má samt ekki gleyma því að Rothwell á langan feril að baki, 20 rothögg og 13 sigra eftir uppgjafartök sem verður að teljast ansi gott. Þrátt fyrir ferilinn langa er óhætt að fullyrða að bardaginn í kvöld gegn fyrrum þungavigtarmeistaranum Junior dos Santos er hans stærsti á ferlinum. Bardagakvöldið hefst kl 18 í kvöld á Stöð 2 Sport 3 og verða sex bardagar á dagskrá.
MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira