Svefnleysi listaháskólanema innblástur verkefnisins Guðrjún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. apríl 2016 12:00 Iona Sjöfn, nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, býr til teppi sem endurspeglar mjúkar hreyfingar hins sofandi manns frettablaðið/ernir Iona Sjöfn Huntingdon-Williams, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, býr til teppi sem endurspeglar mjúkar hreyfingar hins sofandi manns og fegurð svefnsins. Með því vill hún vekja athygli á mikilvægi svefns. Teppið sýnir mismunandi svefnmynstur og skapar rólegt andrúmsloft sem ýtir undir að fólk staldri við og njóti. „Ég er að gera verkefni um svefnmynstur, með verkefninu langar mig að upphefja svefn og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur. Svefn hefur margvíslegan tilgang umfram það að veita hvíld til að safna orku fyrir næsta dag. Verkefnið á að ýta undir meðvitund á léttan hátt, mig langar alls ekki að predika yfir fólki hvernig það eigi að sofa, heldur fá fólk til þess að vera meðvitað um svefn og skilja sig og sína svefnrútínu,“ segir Iona Sjöfn. Svefn og svefnferlið hefur lítið verið í almennri umræðu hér á landi og fólk á það til að einblína meira á hollan lífsstíl, hreyfingu og mataræði. „Með verkefninu Svefnmynstur langar mig að skapa umræðu um svefn og sýna fram á hvað hann er mikilvægur fyrir alla, svefn ber með sér einstaklingsbundna fegurð þess sem sefur. Svefnvenjur fólks eru ólíkar og við eigum öll okkar eigið svefnmynstur,“ segir hún hress í bragði. Iona Sjöfn hefur sumsé eytt undanförnum mánuðum í mikla hugmyndavinnu fyrir verkefnið sitt en innblástur fékk hún frá samnemendum sínum í Listaháskólanum. Algengt er að nemendur skólans þjáist af svefnleysi þegar þeir eru undir miklu álagi og oft er það upphafið að slæmu svefnmynstri. „Hugmyndin kom í fyrstu út frá svefnleysi listaháskólanema. Við sofum í kringum þrjátíu prósent af lífi okkar en við vitum rosalega lítið um svefn og mikilvægi hans,“ segir Iona Sjöfn og bætir við að henni hafi þótt virkilega þægilegt að vinna að verkefninu á sama tíma og hún þráði meiri svefn þessum álagstíma í verkefnaskilum. Það er óhætt að segja að framkvæmd verkefnisins Svefnmynstur endurspegli á vissan hátt fegurð svefnsins og dragi fram þægilegheit sem flestir sækjast eftir. „Út frá rannsókn minni á svefni geri ég mynstur sem ég prenta á efni og bý til teppi í samstarfi við saumakonu. Mynstrið endurspeglar mjúkar hreyfingar hins sofandi manns sem aftur endurspeglar fegurð svefnsins. Með teppinu vil ég draga fram þægilegheit og skapa rólegt andrúmsloft sem ýtir undir að fólk stoppi og njóti,“ segir hún. Iona Sjöfn lýkur námi í grafískri hönnun í maí og fram undan taka við hin ýmsu ævintýri þar sem hún mun taka þátt í fjallhjólakeppnum, ásamt því að hefja feril sinn sem grafískur hönnuður. „Eftir útskrift mun ég byrja að vinna á auglýsingarstofunni Jónsson&Le'macks sem grafískur hönnuður. Þess á milli ætla ég að taka þátt í fjallahjólakeppnum og demba mér í brúðkaupsskipulagninu þar sem ég mun giftast unnusta mínum 20. ágúst,“ segir Iona Sjöfn. Tíska og hönnun Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Iona Sjöfn Huntingdon-Williams, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, býr til teppi sem endurspeglar mjúkar hreyfingar hins sofandi manns og fegurð svefnsins. Með því vill hún vekja athygli á mikilvægi svefns. Teppið sýnir mismunandi svefnmynstur og skapar rólegt andrúmsloft sem ýtir undir að fólk staldri við og njóti. „Ég er að gera verkefni um svefnmynstur, með verkefninu langar mig að upphefja svefn og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur. Svefn hefur margvíslegan tilgang umfram það að veita hvíld til að safna orku fyrir næsta dag. Verkefnið á að ýta undir meðvitund á léttan hátt, mig langar alls ekki að predika yfir fólki hvernig það eigi að sofa, heldur fá fólk til þess að vera meðvitað um svefn og skilja sig og sína svefnrútínu,“ segir Iona Sjöfn. Svefn og svefnferlið hefur lítið verið í almennri umræðu hér á landi og fólk á það til að einblína meira á hollan lífsstíl, hreyfingu og mataræði. „Með verkefninu Svefnmynstur langar mig að skapa umræðu um svefn og sýna fram á hvað hann er mikilvægur fyrir alla, svefn ber með sér einstaklingsbundna fegurð þess sem sefur. Svefnvenjur fólks eru ólíkar og við eigum öll okkar eigið svefnmynstur,“ segir hún hress í bragði. Iona Sjöfn hefur sumsé eytt undanförnum mánuðum í mikla hugmyndavinnu fyrir verkefnið sitt en innblástur fékk hún frá samnemendum sínum í Listaháskólanum. Algengt er að nemendur skólans þjáist af svefnleysi þegar þeir eru undir miklu álagi og oft er það upphafið að slæmu svefnmynstri. „Hugmyndin kom í fyrstu út frá svefnleysi listaháskólanema. Við sofum í kringum þrjátíu prósent af lífi okkar en við vitum rosalega lítið um svefn og mikilvægi hans,“ segir Iona Sjöfn og bætir við að henni hafi þótt virkilega þægilegt að vinna að verkefninu á sama tíma og hún þráði meiri svefn þessum álagstíma í verkefnaskilum. Það er óhætt að segja að framkvæmd verkefnisins Svefnmynstur endurspegli á vissan hátt fegurð svefnsins og dragi fram þægilegheit sem flestir sækjast eftir. „Út frá rannsókn minni á svefni geri ég mynstur sem ég prenta á efni og bý til teppi í samstarfi við saumakonu. Mynstrið endurspeglar mjúkar hreyfingar hins sofandi manns sem aftur endurspeglar fegurð svefnsins. Með teppinu vil ég draga fram þægilegheit og skapa rólegt andrúmsloft sem ýtir undir að fólk stoppi og njóti,“ segir hún. Iona Sjöfn lýkur námi í grafískri hönnun í maí og fram undan taka við hin ýmsu ævintýri þar sem hún mun taka þátt í fjallhjólakeppnum, ásamt því að hefja feril sinn sem grafískur hönnuður. „Eftir útskrift mun ég byrja að vinna á auglýsingarstofunni Jónsson&Le'macks sem grafískur hönnuður. Þess á milli ætla ég að taka þátt í fjallahjólakeppnum og demba mér í brúðkaupsskipulagninu þar sem ég mun giftast unnusta mínum 20. ágúst,“ segir Iona Sjöfn.
Tíska og hönnun Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira