A,B, C, D og framhaldsskólinn Bryndís Jónsdóttir skrifar 30. mars 2016 15:09 Það hefur ekki farið fram hjá neinum að verið er að gera umtalsverðar breytingar á námsmati og taka í notkun nýtt einkunnakerfi í bókstöfum sem notað verður í vor við útskrift úr 10. bekk grunnskóla. Sitt sýnist hverjum um þessar breytingar, margir eru jákvæðir og spenntir, aðrir áhyggjufullir og enn aðrir verulega ósáttir. Staðan er sú að frá þessum breytingum verður ekki horfið, nemendur munu útskrifast úr grunnskólum landsins með einkunnir í bókstöfum. Staðan er líka sú að þrátt fyrir að talið sé að námsmat út frá hæfniviðmiðum muni leiða til meira samræmis í einkunnagjöf en áður þá verður þetta alls konar í vor, það verður ekki samræmi og það þarf að viðurkenna það. Á sama tíma og framhaldsskólarnir standa frammi fyrir því að velja milli nemenda út frá nýju námsmati og einkunnakerfi, sem enn er ekki fullmótað alls staðar, eru þeir flestir að takast á við það stóra verkefni að stytta námstímann í þrjú ár. En hvernig tökumst við á við þessa stöðu? Hvernig getum við útskýrt fyrir nemendum að þótt námsmatið sé alls konar muni þeir ekki gjalda þess og getum við verið þess fullviss að þannig verði það? Nemendur vita að það komast ekki allir inn í þá skóla sem þeir helst vilja en þeir eiga ekki að þurfa að kvíða því að þeir njóti ekki sanngirni þegar þeir sækja um í sínum draumaskóla. Tölur undanfarinna ára sýna að allflestir grunnskólanemar fá inni í þeim skólum sem þeir setja í 1. eða 2. sæti. Það er óskandi að þannig verði það einnig í haust en stóra viðfangsefnið er að sjá til þess að nemendur upplifi að þeir hafi verið metnir á sanngjarnan og réttmætan hátt. SAMFOK býður til opins fundar fimmtudaginn 31. mars kl. 19.30-22.00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á fundinum munu þrír nemendur úr 10. bekk Laugalækjarskóla, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, aðstoðarskólameistari Kvennaskólans í Reykjavík og sérfræðingur á Menntamálastofnun flytja stutt erindi. Að því loknu verða pallborðsumræður og hafa fulltrúar allra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu boðað þátttöku sína. Á fundinum gefst því einstakt tækifæri til að spyrja spurninganna sem brenna á nemendum og foreldrum þeirra, koma á framfæri ábendingum og einnig til að ræða í sameiningu hvaða leiðir er hægt að fara til þess að sem flestir geti sætt sig við niðurstöðurnar. Við hvetjum nemendur í 10. bekk og foreldra þeirra til að koma á fundinn og taka virkan þátt í umræðum. Bryndís Jónsdóttir Framkvæmdastjóri SAMFOK Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að verið er að gera umtalsverðar breytingar á námsmati og taka í notkun nýtt einkunnakerfi í bókstöfum sem notað verður í vor við útskrift úr 10. bekk grunnskóla. Sitt sýnist hverjum um þessar breytingar, margir eru jákvæðir og spenntir, aðrir áhyggjufullir og enn aðrir verulega ósáttir. Staðan er sú að frá þessum breytingum verður ekki horfið, nemendur munu útskrifast úr grunnskólum landsins með einkunnir í bókstöfum. Staðan er líka sú að þrátt fyrir að talið sé að námsmat út frá hæfniviðmiðum muni leiða til meira samræmis í einkunnagjöf en áður þá verður þetta alls konar í vor, það verður ekki samræmi og það þarf að viðurkenna það. Á sama tíma og framhaldsskólarnir standa frammi fyrir því að velja milli nemenda út frá nýju námsmati og einkunnakerfi, sem enn er ekki fullmótað alls staðar, eru þeir flestir að takast á við það stóra verkefni að stytta námstímann í þrjú ár. En hvernig tökumst við á við þessa stöðu? Hvernig getum við útskýrt fyrir nemendum að þótt námsmatið sé alls konar muni þeir ekki gjalda þess og getum við verið þess fullviss að þannig verði það? Nemendur vita að það komast ekki allir inn í þá skóla sem þeir helst vilja en þeir eiga ekki að þurfa að kvíða því að þeir njóti ekki sanngirni þegar þeir sækja um í sínum draumaskóla. Tölur undanfarinna ára sýna að allflestir grunnskólanemar fá inni í þeim skólum sem þeir setja í 1. eða 2. sæti. Það er óskandi að þannig verði það einnig í haust en stóra viðfangsefnið er að sjá til þess að nemendur upplifi að þeir hafi verið metnir á sanngjarnan og réttmætan hátt. SAMFOK býður til opins fundar fimmtudaginn 31. mars kl. 19.30-22.00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á fundinum munu þrír nemendur úr 10. bekk Laugalækjarskóla, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, aðstoðarskólameistari Kvennaskólans í Reykjavík og sérfræðingur á Menntamálastofnun flytja stutt erindi. Að því loknu verða pallborðsumræður og hafa fulltrúar allra framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu boðað þátttöku sína. Á fundinum gefst því einstakt tækifæri til að spyrja spurninganna sem brenna á nemendum og foreldrum þeirra, koma á framfæri ábendingum og einnig til að ræða í sameiningu hvaða leiðir er hægt að fara til þess að sem flestir geti sætt sig við niðurstöðurnar. Við hvetjum nemendur í 10. bekk og foreldra þeirra til að koma á fundinn og taka virkan þátt í umræðum. Bryndís Jónsdóttir Framkvæmdastjóri SAMFOK
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar