Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2016 12:33 Formaður Samfylkingarinnar segir ekki flókið að eiga peninga á Íslandi en í stjórnmálum verði menn að velja að deila kjörum með þjóðinni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar verði að svara því hvers vegna þeir vilji halda almenningi í hlekkjum krónunnar á meðan þeir búi sjálfir við annan veruleika. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra og eiginkona hans ættu stórar fjárhæðir á Tortola. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“En að eiga peninga á Tortola?„Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ svaraði Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir þetta undarlega útleggingu hjá ráðherranum. „Það er ekkert flókið að eiga peninga á Íslandi. En það er þannig að ef menn vilja vera í stjórnmálum verða menn að velja og hafna. Þeir verða að velja hvort þeir ætla að deila kjörum með þjóðinni eða ekki. Um það snýst þetta mál. Það er stóra spurningin sem greinilega ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eiga mjög erfitt með að svara, hvort þeir ætli að deila kjörum með þjóðinni,“ segir Árni Páll.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segja að skattar vegna félagsins Wintris hafi alltaf verið greiddir hér á landi.VísirVilhjálmur Þorsteinsson sagði af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar í gær eftir mikla umræðu sem skapaðist um að hann ætti eignarhaldsfélag í Luxemburg, sem hann reyndar vakti athygli á sjálfur að hann hefði átt í mörg ár.Einmitt kannski vegna þess að það er flókið að eiga peninga á Íslandi? Hann nefnir krónuna í því samhengi sem ástæðuna fyrir því að hann hafi félag í Luxemburg.„Já hann á nú heiður skilið fyrir að meta það meta það mest að halda fókusnum á því sem máli skiptir. Sem er trúnaðarbrot forystumanna í ríkisstjórn,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Íslenska krónan valdi því að allur almenningur hafi ekki raunverulegt val um hvar hann hafi eignir sínar. „Og reiði fólks er eðlileg þegar menn sjá að þeir sem síðan stjórna landinu og þeir sem ætla okkur að vera föst í þessum hlekkjum, hafa engan áhuga á því að vera sjálfir sjálfir í þessum hlekkjum. Þeir vilja bara binda okkur niður við íslenska krónu en ekki búa við þann veruleika sjálfir,“ segir Árni Páll. Þá hafi flest stórfyrirtæki í útflutningi yfirgefið krónuna. „Og það liggur fyrir tillaga frá fjármálaráðherra um að auðugustu Íslendingarnir fái einir að taka lán í erlendum gjaldmiðli og öðrum Íslendingum verði það bannað. Það undirstrikar enn og aftur eindreginn ásetning þessarar stjórnarforystu til að búa til tvær þjóðir í þessu landi. Þar sem önnur er frjáls, býr ekki við nein landamæri, en þorri fólks er fastur hér tjóðraður og kemst hvorki lönd né strönd,“ segir Árni Páll Árnason. Panama-skjölin Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ekki flókið að eiga peninga á Íslandi en í stjórnmálum verði menn að velja að deila kjörum með þjóðinni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar verði að svara því hvers vegna þeir vilji halda almenningi í hlekkjum krónunnar á meðan þeir búi sjálfir við annan veruleika. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra og eiginkona hans ættu stórar fjárhæðir á Tortola. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“En að eiga peninga á Tortola?„Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ svaraði Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir þetta undarlega útleggingu hjá ráðherranum. „Það er ekkert flókið að eiga peninga á Íslandi. En það er þannig að ef menn vilja vera í stjórnmálum verða menn að velja og hafna. Þeir verða að velja hvort þeir ætla að deila kjörum með þjóðinni eða ekki. Um það snýst þetta mál. Það er stóra spurningin sem greinilega ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eiga mjög erfitt með að svara, hvort þeir ætli að deila kjörum með þjóðinni,“ segir Árni Páll.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segja að skattar vegna félagsins Wintris hafi alltaf verið greiddir hér á landi.VísirVilhjálmur Þorsteinsson sagði af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar í gær eftir mikla umræðu sem skapaðist um að hann ætti eignarhaldsfélag í Luxemburg, sem hann reyndar vakti athygli á sjálfur að hann hefði átt í mörg ár.Einmitt kannski vegna þess að það er flókið að eiga peninga á Íslandi? Hann nefnir krónuna í því samhengi sem ástæðuna fyrir því að hann hafi félag í Luxemburg.„Já hann á nú heiður skilið fyrir að meta það meta það mest að halda fókusnum á því sem máli skiptir. Sem er trúnaðarbrot forystumanna í ríkisstjórn,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Íslenska krónan valdi því að allur almenningur hafi ekki raunverulegt val um hvar hann hafi eignir sínar. „Og reiði fólks er eðlileg þegar menn sjá að þeir sem síðan stjórna landinu og þeir sem ætla okkur að vera föst í þessum hlekkjum, hafa engan áhuga á því að vera sjálfir sjálfir í þessum hlekkjum. Þeir vilja bara binda okkur niður við íslenska krónu en ekki búa við þann veruleika sjálfir,“ segir Árni Páll. Þá hafi flest stórfyrirtæki í útflutningi yfirgefið krónuna. „Og það liggur fyrir tillaga frá fjármálaráðherra um að auðugustu Íslendingarnir fái einir að taka lán í erlendum gjaldmiðli og öðrum Íslendingum verði það bannað. Það undirstrikar enn og aftur eindreginn ásetning þessarar stjórnarforystu til að búa til tvær þjóðir í þessu landi. Þar sem önnur er frjáls, býr ekki við nein landamæri, en þorri fólks er fastur hér tjóðraður og kemst hvorki lönd né strönd,“ segir Árni Páll Árnason.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“