Víkingur og KR í átta liða úrslitin en Skagamenn eru úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2016 22:52 Þórður Þorsteinn Þórðarson og félagar í ÍA eru úr leik í Lengjubikarnum. Vísir/Ernir Víkingur og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Lengjubikars karla en Skagamenn sitja eftir í riðlinum þrátt fyrir 3-2 sigur á móti Víkingum í Egilshöllinni. Skagamenn stöðvuðu fjögurra leikja sigurgöngu Víkingsliðsins í Lengjubikarnum en það dugði ekki til. Eftir 3-0 sigur KR á Grindavík fyrr í kvöld þá varð það ljóst að Skagamenn þyrftu þriggja marka sigur á Víkingum til að komast upp fyrir Vesturbæjarliðið. Vonir Skagamanna dvínuðu verulega þegar Ívar Örn Jónsson kom Víkingum í 1-0 á 32. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Albert Hafsteinsson jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar og því var ennþá möguleiki fyrir Akurnesinga í seinni hálfleiknum. Víkingar fengu fjölda dauðafæra til að tryggja sér sigurinn en tókst ekki að skora sem kom heldur betur í bakið á þeim. Arnar Már Guðjónsson kom Skagamönnum í 2-1 á 84. mínútu en markið var fyrst dæmt af. Dómarinn ræddi við aðstoðardómara sinn og dæmdi síðan markið gilt. Andri Rúnar Bjarnason fiskaði víti fyrir Víkinga í lokin. Gary Martin skoraði af öryggi úr því í uppbótartíma og jafnaði metin í 2-2. Martin fékk færi til að skora sigurmarkið skömmu síðar en lét verja frá sér úr fínu færi. Skagamenn hætta aldrei og Steinar Þorsteinsson skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma. KR og ÍA enda bæði með tíu stig en KR-ingar eru með betri markatölu sem skilar þeim öðru sætinu og sæti í átta liða úrslitunum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn í átta liða úrslitin eftir mikla dramatík í lokin Valsmenn tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Lengjubikars karla eftir 3-2 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Tómas Óli Garðarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma en jafntefli hefði dugað Garðbæingum. 31. mars 2016 19:54 KR-ingar unnu en þurfa að treysta á Víkinga í kvöld KR-ingar kláruðu sitt í Egilshöllinni í kvöld en vita það ekki fyrr en seinna í kvöld hvort þeir komast í átta liða úrslit Lengjubikarsins í fótbolta. 31. mars 2016 20:49 Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Víkingur og KR komust í kvöld í átta liða úrslit Lengjubikars karla en Skagamenn sitja eftir í riðlinum þrátt fyrir 3-2 sigur á móti Víkingum í Egilshöllinni. Skagamenn stöðvuðu fjögurra leikja sigurgöngu Víkingsliðsins í Lengjubikarnum en það dugði ekki til. Eftir 3-0 sigur KR á Grindavík fyrr í kvöld þá varð það ljóst að Skagamenn þyrftu þriggja marka sigur á Víkingum til að komast upp fyrir Vesturbæjarliðið. Vonir Skagamanna dvínuðu verulega þegar Ívar Örn Jónsson kom Víkingum í 1-0 á 32. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Albert Hafsteinsson jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar og því var ennþá möguleiki fyrir Akurnesinga í seinni hálfleiknum. Víkingar fengu fjölda dauðafæra til að tryggja sér sigurinn en tókst ekki að skora sem kom heldur betur í bakið á þeim. Arnar Már Guðjónsson kom Skagamönnum í 2-1 á 84. mínútu en markið var fyrst dæmt af. Dómarinn ræddi við aðstoðardómara sinn og dæmdi síðan markið gilt. Andri Rúnar Bjarnason fiskaði víti fyrir Víkinga í lokin. Gary Martin skoraði af öryggi úr því í uppbótartíma og jafnaði metin í 2-2. Martin fékk færi til að skora sigurmarkið skömmu síðar en lét verja frá sér úr fínu færi. Skagamenn hætta aldrei og Steinar Þorsteinsson skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma. KR og ÍA enda bæði með tíu stig en KR-ingar eru með betri markatölu sem skilar þeim öðru sætinu og sæti í átta liða úrslitunum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn í átta liða úrslitin eftir mikla dramatík í lokin Valsmenn tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Lengjubikars karla eftir 3-2 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Tómas Óli Garðarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma en jafntefli hefði dugað Garðbæingum. 31. mars 2016 19:54 KR-ingar unnu en þurfa að treysta á Víkinga í kvöld KR-ingar kláruðu sitt í Egilshöllinni í kvöld en vita það ekki fyrr en seinna í kvöld hvort þeir komast í átta liða úrslit Lengjubikarsins í fótbolta. 31. mars 2016 20:49 Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Fleiri fréttir „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Sjá meira
Valsmenn í átta liða úrslitin eftir mikla dramatík í lokin Valsmenn tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Lengjubikars karla eftir 3-2 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Tómas Óli Garðarsson skoraði sigurmark Valsmanna í uppbótartíma en jafntefli hefði dugað Garðbæingum. 31. mars 2016 19:54
KR-ingar unnu en þurfa að treysta á Víkinga í kvöld KR-ingar kláruðu sitt í Egilshöllinni í kvöld en vita það ekki fyrr en seinna í kvöld hvort þeir komast í átta liða úrslit Lengjubikarsins í fótbolta. 31. mars 2016 20:49