Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 96-80 | Stólarnir komnir í góða stöðu Ólafur Haukur Tómasson í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 20. mars 2016 22:00 Darrel Lewis var flottur í kvöld. vísir/ernir Tindastóll er komið í afar góða stöðu í átta liða úrslitum úrslitakeppninar eftir sterkan heimasigur gegn Keflavík í öðrum leik liðana. Þeir eru því komnir með sterka 2-0 forystu í einvíginu og eiga næsta leik á heimavelli. Keflvíkingar byrjuðu ögn betur fyrstu mínútur leiksins í hröðum og nokkuð skemmtilegum leik. Heimamenn í Tindastól voru þó ekki lengi að snúa við blaðinu og tóku yfir leikinn nokkuð fljótlega. Smám saman tókst Stólunum að byggja upp þægilegt forskot og í hálfleik leiddu þeir með fimm stigum, 41-36 en Jerome Hill, fyrrum leikmaður Tindastóls, átti góða rispu í lok 2.leikhluta og náðu Keflavík að halda sér inn í leiknum. Það voru svo Keflvíkingar sem tóku stjórnina í upphafi 3.leikhluta og kom mikið þriggja stiga skothríð á báða bóga í upphafi hans. Keflavík komst í 49-52 en þá vöknuðu leikmenn Tindastóls upp úr dvalanum og kafsigldu gestina. Staðan eftir þriðja leikhluta var 69-54 fyrir Tindastól sem náðu upp góðri forystu sem þeir héldu út leikinn. Keflvíkingar reyndu að komast aftur í leikinn en það var bara of seint og heimamenn komnir í alltof mikinn ham og lönduðu sextán stiga sigri 96-80 og eru komnir í aldeilis góða stöðu í einvíginu og þurfa að vinna aðeins einn af næstu þremur til að tryggja sig áfram í næstu umferð. Næsti leikur í viðureigninni er á Sauðárkróki og geta Stólarnir klárað þetta á heimavelli takist þeim að leggja Keflavík aftur þá. Hjá Tindastól var Darrel Lewis stigahæstur með 25 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Helgi Rafn átti sömuleiðis stórleik fyrir heimamenn en hann var með ellefu stig, sjö stoðsendingar og þrettán fráköst. Líklega besti leikmaðurinn í liði Tindastóls var þó líklega Pétur Rúnar Birgisson sem var með nítján stig, fjóra þrista, sjö stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Fyrrum leikmaður Tindastóls, Jerome Hill, var besti leikmaður gestana en hann var með 22 stig, ellefu fráköst og fimm stoðsendingar. Magnús Már Traustason var næstur með fjórtán stig og þar af tvo þrista. Valur Orri og Magnús Þór voru með þrettán stig hvor.Tindastóll-Keflavík 96-80 (21-14, 20-24, 28-16, 27-26) Tindastóll: Darrel Keith Lewis 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 19/7 stoðsendingar, Anthony Isaiah Gurley 15/5 fráköst, Myron Dempsey 12/8 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 11/13 fráköst/7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 9/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 5. Keflavík: Jerome Hill 22/11 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 14, Valur Orri Valsson 13/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 13, Ágúst Orrason 5, Guðmundur Jónsson 5/6 fráköst, Reggie Dupree 4, Andri Daníelsson 2, Davíð Páll Hermannsson 2.Jose Costa: Enginn vinnur okkur hér „Ég er mjög ánægður. Þetta var erfiður leikur og við byggðum upp ágætis stöðu eftir annan leikhluta og ég hélt að þetta yrði frekar jafn leikur. Í þriðja leikhluta fóru þeir að sækja í sig veðrið en við áttum svar við því og börðumst meira,” sagði Jose María, þjálfari Tindastóls eftir leikinn. Tindastóll vann fyrsta leik rimmunar úti í Keflavík og var það jafnvel talinn vera úrslitaleikurinn í rimmunni og þá sérstaklega fyrir Keflavík því næstu tveir leikir eftir hann eru á Sauðárkróki. Nú er staða Tindastóls afar góð og þurfa þeir aðeins að vinna einn leik til viðbótar til að komast áfram. „Við eigum þrjá leiki og þurfum að vinna einn. Það er afar mikilvægt að eiga heimaleik með stuðningsmenn okkar, enginn vinnur okkur hér. Við erum fullir sjálfsstraust og það verður erfitt fyrir þá að koma aftur hingað, Allir leikir eru barátta og við verðum að vera klárir í þá næstu,” sagði Jose.Sigurður: Gamli maðurinn gerði okkur lífið leitt „Þeir spiluðu betur en við í dag. Þeir voru harðari af sér í seinni hálfleik í dag og gamli maðurinn Darrel Lewis gerði okkur lífið leitt,” sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir tap sinna manna í kvöld. Sigurður vildi ekki mikið velta sér upp úr því að lið hans væri 2-0 undir í rimmunni og ættu erfiðan útileik eftir sem gæti hreinlega klárað einvígið. Hann virðist þó hafa trú á að sínir menn geti snúið taflinu við en fókusinn er settur á næsta leik. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur og það er leikur á miðvikudaginn sem við þurfum að spila. Við ætlum að spila vel og við ætlum að vinna hann,” sagði fáorður Sigurður.Jerome Hill: Við misstum hausinn „Við erum ekki að spila sem lið og missum hausinn í alltof mörgum atvikum,” sagði Jerome Hill, leikmaður Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflvíkingar voru undir mest allan leikinn og var Jerome á því að hans menn hefðu tapað hausnum og ekki spilað sem lið, það væri eitthvað sem þeir þyrftu a laga áður en það yrði of seint og til að þeir geti komist aftur inn í einvígið. „Við misstum hausinn þegar þeir náðu forystunni og gerðu okkur erfitt fyrir. Það var erfitt og við misstum hausinn, við verðum að standa saman og halda haus allan tímann. Allt er hægt. Ég hef trú á mínu liði. Pressan er ekki á okkur, hún verður öll á þeim í næsta leik. Við berjumst fram í rauðan dauðann,” Jerome Hill var áður á leiktíðinni hjá Tindastól og snéri aftur til Sauðárkróks í fyrsta skiptið eftir vistaskiptin. Hann fékk að heyra það frá stúkunni sem létu vel í sér heyra. Hvernig fannst honum að koma aftur þangað? „Það var góð tilfinning að koma hingað aftur,” sagði Jerome.Pétur Rúnar: Vörnin var lykillinn „Við erum mjög sáttir. Þetta er frábært. Þetta er einmitt það sem við ætluðum okkur í upphafi, við ætluðum að vinna leikinn úti og hér heima svo þetta er allt á réttu róli,” sagði Pétur Rúnar, leikmaður Tindastóls eftir leikinn í kvöld. Pétur vildi tileinka varnarleik sinna manna sigurinn í kvöld og sagði hann vörnina hafa verið töluvert betri en í fyrsta leiknum og það gæti hafa verið örlagavaldurinn hér í kvöld. „Ég held að vörnin hafi verið lykillinn. Við fengum á okkur nítíu stig gegn þeim síðast og við ætluðum að gera betur og gerðum betur svo það hlýtur að vera vörnin,” Tindastóll er nú í afar góðri stöðu. Þurfa einn sigur í næstu leikjum eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í Keflavík. Næsti leikur er á Sauðárkróki og er Pétur á því að sínir menn séu fullir sjálfstrausts og hafi alla burði til að klára einvígið í næsta leik. „Ég held að það gefi okkur meira sjálfstraust. Við vitum að við getum unnið þá hérna, við höfum gert það tvisvar áður í vetur svo það gefur okkur meira sjálfstraust. Við ætlum að reyna að klára þetta næst og ég held við höfum alla burði til að gera það,” sagði Pétur.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira
Tindastóll er komið í afar góða stöðu í átta liða úrslitum úrslitakeppninar eftir sterkan heimasigur gegn Keflavík í öðrum leik liðana. Þeir eru því komnir með sterka 2-0 forystu í einvíginu og eiga næsta leik á heimavelli. Keflvíkingar byrjuðu ögn betur fyrstu mínútur leiksins í hröðum og nokkuð skemmtilegum leik. Heimamenn í Tindastól voru þó ekki lengi að snúa við blaðinu og tóku yfir leikinn nokkuð fljótlega. Smám saman tókst Stólunum að byggja upp þægilegt forskot og í hálfleik leiddu þeir með fimm stigum, 41-36 en Jerome Hill, fyrrum leikmaður Tindastóls, átti góða rispu í lok 2.leikhluta og náðu Keflavík að halda sér inn í leiknum. Það voru svo Keflvíkingar sem tóku stjórnina í upphafi 3.leikhluta og kom mikið þriggja stiga skothríð á báða bóga í upphafi hans. Keflavík komst í 49-52 en þá vöknuðu leikmenn Tindastóls upp úr dvalanum og kafsigldu gestina. Staðan eftir þriðja leikhluta var 69-54 fyrir Tindastól sem náðu upp góðri forystu sem þeir héldu út leikinn. Keflvíkingar reyndu að komast aftur í leikinn en það var bara of seint og heimamenn komnir í alltof mikinn ham og lönduðu sextán stiga sigri 96-80 og eru komnir í aldeilis góða stöðu í einvíginu og þurfa að vinna aðeins einn af næstu þremur til að tryggja sig áfram í næstu umferð. Næsti leikur í viðureigninni er á Sauðárkróki og geta Stólarnir klárað þetta á heimavelli takist þeim að leggja Keflavík aftur þá. Hjá Tindastól var Darrel Lewis stigahæstur með 25 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Helgi Rafn átti sömuleiðis stórleik fyrir heimamenn en hann var með ellefu stig, sjö stoðsendingar og þrettán fráköst. Líklega besti leikmaðurinn í liði Tindastóls var þó líklega Pétur Rúnar Birgisson sem var með nítján stig, fjóra þrista, sjö stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Fyrrum leikmaður Tindastóls, Jerome Hill, var besti leikmaður gestana en hann var með 22 stig, ellefu fráköst og fimm stoðsendingar. Magnús Már Traustason var næstur með fjórtán stig og þar af tvo þrista. Valur Orri og Magnús Þór voru með þrettán stig hvor.Tindastóll-Keflavík 96-80 (21-14, 20-24, 28-16, 27-26) Tindastóll: Darrel Keith Lewis 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 19/7 stoðsendingar, Anthony Isaiah Gurley 15/5 fráköst, Myron Dempsey 12/8 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 11/13 fráköst/7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 9/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 5. Keflavík: Jerome Hill 22/11 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 14, Valur Orri Valsson 13/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 13, Ágúst Orrason 5, Guðmundur Jónsson 5/6 fráköst, Reggie Dupree 4, Andri Daníelsson 2, Davíð Páll Hermannsson 2.Jose Costa: Enginn vinnur okkur hér „Ég er mjög ánægður. Þetta var erfiður leikur og við byggðum upp ágætis stöðu eftir annan leikhluta og ég hélt að þetta yrði frekar jafn leikur. Í þriðja leikhluta fóru þeir að sækja í sig veðrið en við áttum svar við því og börðumst meira,” sagði Jose María, þjálfari Tindastóls eftir leikinn. Tindastóll vann fyrsta leik rimmunar úti í Keflavík og var það jafnvel talinn vera úrslitaleikurinn í rimmunni og þá sérstaklega fyrir Keflavík því næstu tveir leikir eftir hann eru á Sauðárkróki. Nú er staða Tindastóls afar góð og þurfa þeir aðeins að vinna einn leik til viðbótar til að komast áfram. „Við eigum þrjá leiki og þurfum að vinna einn. Það er afar mikilvægt að eiga heimaleik með stuðningsmenn okkar, enginn vinnur okkur hér. Við erum fullir sjálfsstraust og það verður erfitt fyrir þá að koma aftur hingað, Allir leikir eru barátta og við verðum að vera klárir í þá næstu,” sagði Jose.Sigurður: Gamli maðurinn gerði okkur lífið leitt „Þeir spiluðu betur en við í dag. Þeir voru harðari af sér í seinni hálfleik í dag og gamli maðurinn Darrel Lewis gerði okkur lífið leitt,” sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur eftir tap sinna manna í kvöld. Sigurður vildi ekki mikið velta sér upp úr því að lið hans væri 2-0 undir í rimmunni og ættu erfiðan útileik eftir sem gæti hreinlega klárað einvígið. Hann virðist þó hafa trú á að sínir menn geti snúið taflinu við en fókusinn er settur á næsta leik. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur og það er leikur á miðvikudaginn sem við þurfum að spila. Við ætlum að spila vel og við ætlum að vinna hann,” sagði fáorður Sigurður.Jerome Hill: Við misstum hausinn „Við erum ekki að spila sem lið og missum hausinn í alltof mörgum atvikum,” sagði Jerome Hill, leikmaður Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflvíkingar voru undir mest allan leikinn og var Jerome á því að hans menn hefðu tapað hausnum og ekki spilað sem lið, það væri eitthvað sem þeir þyrftu a laga áður en það yrði of seint og til að þeir geti komist aftur inn í einvígið. „Við misstum hausinn þegar þeir náðu forystunni og gerðu okkur erfitt fyrir. Það var erfitt og við misstum hausinn, við verðum að standa saman og halda haus allan tímann. Allt er hægt. Ég hef trú á mínu liði. Pressan er ekki á okkur, hún verður öll á þeim í næsta leik. Við berjumst fram í rauðan dauðann,” Jerome Hill var áður á leiktíðinni hjá Tindastól og snéri aftur til Sauðárkróks í fyrsta skiptið eftir vistaskiptin. Hann fékk að heyra það frá stúkunni sem létu vel í sér heyra. Hvernig fannst honum að koma aftur þangað? „Það var góð tilfinning að koma hingað aftur,” sagði Jerome.Pétur Rúnar: Vörnin var lykillinn „Við erum mjög sáttir. Þetta er frábært. Þetta er einmitt það sem við ætluðum okkur í upphafi, við ætluðum að vinna leikinn úti og hér heima svo þetta er allt á réttu róli,” sagði Pétur Rúnar, leikmaður Tindastóls eftir leikinn í kvöld. Pétur vildi tileinka varnarleik sinna manna sigurinn í kvöld og sagði hann vörnina hafa verið töluvert betri en í fyrsta leiknum og það gæti hafa verið örlagavaldurinn hér í kvöld. „Ég held að vörnin hafi verið lykillinn. Við fengum á okkur nítíu stig gegn þeim síðast og við ætluðum að gera betur og gerðum betur svo það hlýtur að vera vörnin,” Tindastóll er nú í afar góðri stöðu. Þurfa einn sigur í næstu leikjum eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í Keflavík. Næsti leikur er á Sauðárkróki og er Pétur á því að sínir menn séu fullir sjálfstrausts og hafi alla burði til að klára einvígið í næsta leik. „Ég held að það gefi okkur meira sjálfstraust. Við vitum að við getum unnið þá hérna, við höfum gert það tvisvar áður í vetur svo það gefur okkur meira sjálfstraust. Við ætlum að reyna að klára þetta næst og ég held við höfum alla burði til að gera það,” sagði Pétur.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Sjá meira