Guðmann Þórisson, miðvörður FH, fékk að líta rauða spjaldið í viðureign Íslandsmeistaranna gegn Þrótti í Lengjubikarnum í dag.
Guðmann fékk gult spjald á 27. mínútu í fyrri hálfleik og svo annað gult spjald á 51. mínútu í þeim síðari. Seinna gula spjaldið var frekar umdeilt en þar gerir miðvörðurinn ágætlega að stíga fyrir Vilhjálm Pálmason sem byrjar svo að rífa í FH-inginn.
Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, mat atvikið svo að Guðmann hefði rifið Vilhjálm niður og stöðvað hann á leið að marki og þurfti því að sýna honum aftur gult og þar með rautt. Þetta fór ekki vel í FH-inga.
„Ertu að grínast í mér? Er þetta ekki eitthvað djók?“ heyrist Davíð Þór Viðarsson segja við dómarann en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 HD.
Guðmann lét Frosta Viðar Gunnarsson, aðstoðardómara 1, svo heyra það á leið út af vellinum. „Hann rífur fokking í mig fyrst. Átt þú ekkert að gera maður? Sinntu fokking starfinu þínu,“ sagði Guðmann bálreiður.
Atvikið má sjá hér að ofan.
Guðmann fær rautt: „Er þetta ekki eitthvað djók?“
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti





Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn